Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 11:18 TikTok hefur verið sektað fyrir að senda persónuupplýsingar evrópskra notenda til vefþjóna í Kína. AP/Richard Vogel Írska persónuverndarstofnunin, sem er mjög valdamikil stofnun innan Evrópusambandsins, hefur sektað samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok um 530 milljónir evra. Fyrirtækið er sagt hafa brotið gegn persónuverndarlögum ESB með því að senda persónuupplýsingar notenda til vefþjóna í Kína. Fyrirtækið er einnig sakað um skort á gagnsæi gagnvart notendum og notkun á upplýsingum þeirra. Sektin samsvarar gróflega um 77,3 milljörðum króna og byggir á persónuverndarlögum ESB sem kallast Digital Markets Act. Samkvæmt frétt Politico er þetta þriðja hæsta sekt sem beitt er á grunni þessara laga. Sjá einnig: ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Höfuðstöðvar TikTok í Evrópu eru í Írlandi og því er málið á höndum yfirvalda þar. Áðurnefnd persónuverndarstofnun (DPC) segja að þegar persónuupplýsingarnar voru sendar til Kína hafi forsvarsmenn TikTok ekki gengið úr skugga um að þau endi ekki í höndum yfirvalda í Kína. Fyrirtækinu hefur verið gert að hætta að flytja persónuupplýsingar um evrópska notendur til Kína innan sex mánaða, geti það ekki tryggt að þar njóti gögnin sömu verndar og í Evrópu. Forsvarsmenn TikTok hafa hafnað þessum ásökunum og segjast ætla að áfrýja úrskurðinum. Þeir hafa ávallt hafnað því að persónuupplýsingar notenda í Norður-Ameríku og Evrópu séu geymdar á vefþjónum í Kína en viðurkenndu í apríl að í febrúar hefði komið í ljós að það hefði verið gert við „takmarkað magn“ gagna. Þá var því einnig haldið fram að gögnunum hefði verið eytt þegar þau uppgötvuðust. Fyrirtækið segist aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um notendur og að krafa um slíkt hafi aldrei borist. Líka undir pressu í Bandaríkjunum Rekstur TikTok í Bandaríkjunum hefur verið vandræðamikill á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, gaf árið 2020 út forsetatilskipun um að loka ætti á aðgengi fólks að samfélagsmiðlinum þar í landi en hún var felld úr gildi af dómstólum. Í kjölfar þess tóku þingmenn höndum saman og samþykktu lög um að samfélagsmiðlinum yrði lokað, ef hann yrði ekki seldur til bandarískra aðila. Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Þau lög voru svo staðfest af hæstarétti. Trump hefur þó snúist hugur og hafa átt sér stað viðræður um að selja fyrirtækið. Forsetinn hefur frestað gildistöku bannsins á TikTok, þó óljóst sé hvort hann hafi yfir höfuð vald til þess. Þingmenn hafa þó ekki látið reyna á það. Evrópusambandið TikTok Persónuvernd Kína Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið er einnig sakað um skort á gagnsæi gagnvart notendum og notkun á upplýsingum þeirra. Sektin samsvarar gróflega um 77,3 milljörðum króna og byggir á persónuverndarlögum ESB sem kallast Digital Markets Act. Samkvæmt frétt Politico er þetta þriðja hæsta sekt sem beitt er á grunni þessara laga. Sjá einnig: ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Höfuðstöðvar TikTok í Evrópu eru í Írlandi og því er málið á höndum yfirvalda þar. Áðurnefnd persónuverndarstofnun (DPC) segja að þegar persónuupplýsingarnar voru sendar til Kína hafi forsvarsmenn TikTok ekki gengið úr skugga um að þau endi ekki í höndum yfirvalda í Kína. Fyrirtækinu hefur verið gert að hætta að flytja persónuupplýsingar um evrópska notendur til Kína innan sex mánaða, geti það ekki tryggt að þar njóti gögnin sömu verndar og í Evrópu. Forsvarsmenn TikTok hafa hafnað þessum ásökunum og segjast ætla að áfrýja úrskurðinum. Þeir hafa ávallt hafnað því að persónuupplýsingar notenda í Norður-Ameríku og Evrópu séu geymdar á vefþjónum í Kína en viðurkenndu í apríl að í febrúar hefði komið í ljós að það hefði verið gert við „takmarkað magn“ gagna. Þá var því einnig haldið fram að gögnunum hefði verið eytt þegar þau uppgötvuðust. Fyrirtækið segist aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um notendur og að krafa um slíkt hafi aldrei borist. Líka undir pressu í Bandaríkjunum Rekstur TikTok í Bandaríkjunum hefur verið vandræðamikill á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, gaf árið 2020 út forsetatilskipun um að loka ætti á aðgengi fólks að samfélagsmiðlinum þar í landi en hún var felld úr gildi af dómstólum. Í kjölfar þess tóku þingmenn höndum saman og samþykktu lög um að samfélagsmiðlinum yrði lokað, ef hann yrði ekki seldur til bandarískra aðila. Joe Biden, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Þau lög voru svo staðfest af hæstarétti. Trump hefur þó snúist hugur og hafa átt sér stað viðræður um að selja fyrirtækið. Forsetinn hefur frestað gildistöku bannsins á TikTok, þó óljóst sé hvort hann hafi yfir höfuð vald til þess. Þingmenn hafa þó ekki látið reyna á það.
Evrópusambandið TikTok Persónuvernd Kína Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira