Fleiri fréttir

Keypti í Glitni án öryggisnets

Átök endurspeglast ekki í kaupum Kristins Þórs Geirs­sonar, framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis, á hlut í bankanum fyrir tæpan milljarð í byrjun vikunnar. „Hvorki í stjórn, né hluthafahópi, þar eru engin átök og skýr sameiginleg markmið allra,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnar­formaður bankans.

Spá Landsbankanum 15 milljarða hagnaði

Hagnaður bankanna á síðustu árum hefur að einhverju leyti verið vantalin vegna þess að krónan er búin að vera nokkuð sterk síðustu árin.

Fasteignasala var heimilt að skuldajafna með vörslufé

Fasteignasali hefur heimild til þess að greiða skuld viðskiptamanns við hann með fjárvörslufé að því gefnu að um eiginlega skuld sé að ræða og skilyrðum skuldajöfnunar sé fullnægt. Þetta er niðurstaða eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, sem barst kvörtun frá Andrési Pétri Rúnarssyni, athafnamanni.

Rekstur Nokia undir væntingum

Uppgjör Nokia sem birt var í morgun var aðeins undir spám markaðsaðila einkum vegna einskiptiskostnaðar tengdum eftirlaunaskuldbindingum og lokunar á verksmiðjum. Velta félagsins á fjórðungnum nam 12,6 milljörðum evra samanborið við 12,7 milljarða meðalspá greiningaraðila. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings.

Man ekki eftir öðrum eins viðbrögðum

„Alls 20 þúsund sæti sem frátekin voru í vélum Icelandair fyrir tilboð til félaga í Vildarklúbbnum seldust upp í dag. Tilboðið hófst í gærmorgun og átti að standa yfir í þrjá daga. Síðdegis í dag höfðu hinsvegar sætin selst upp,“ þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Landsbankinn hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 4,34 prósent á rauðum degi í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdi SPRON, sem féll um 3,64 prósent. Landsbankinn og Eimskipafélagið voru einu félögin sem enduðu á grænu í lok dags af þeim fyrirtækjum sem mynda Úrvalsvísitöluna.

Eins og spilaborð í Las Vegas

Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um íslensk efnahagsmál í dag. Rætt er við framámenn í íslensku fjármálalífi, sem

Alfesca selur Christiansen Partner

Alfesca hefur selt norska fiskölufyrirtækið Christiansen Partner AS til til CP Holding AS, fyrirtækis sem er undir stjórn John Synnes, framkvæmdastjóra Christiansen Parter.

Fimmtán félög lækkað í dag

Fjögur félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Century Aluminum Companý hefur hækkað um 4,29% og Flaga Group um 1,39%. Nýherji hefur lækkað mest eða um 4,78% og Teymi um 3,88%.

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs lækkaðar

Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á erlendum langtímaskuldbindingum í A úr A+ og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum í AA- frá AA. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Seðlabankans.

Færeyjabanki hækkar í Kauphöllinni

SPRON leiddi hæga hækkun á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í byrjun dags. SPRON, sem hafði hækkað um 0,9 prósent, hélt toppsætinu í nokkrar mínútur áður en Færeyjabanki tók það yfir með stökki upp á 2,07 prósent. Úrvalsvísitalan seig lítillega nokkrum mínútum síðar.

Stórtap hjá AMR

Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár.

Ebay græðir á veikum dal

Bandaríski uppboðsvefurinn Ebay skilaði hagnaði upp 459,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn saman tíma í fyrra nam 377,1 milljón dala. Þetta jafngildir 22 prósenta aukningu á milli ára.

Ólík sýn á þróun einkaneyslu í nýjum spám

Í nýjum hagspám fjármálaráðuneytsisins og Seðlabankans ber mest í milli hvað varðar þróun einkaneyslu. Tveir virkir dagar liðu á milli spánna. Peningamál Seðlabankans voru kynnt 10. þessa mánaðar og endurskoðuð þjóðhagsspá síðasta þriðjudag.

Báðu ekki um ný lög

Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu.

Sprettur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa tók almennt sprettinn á bandarískum fjármálamarkaði í dag. Stærsta þátt í hækkuninni eiga uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, gosdrykkjaframleiðandans Coke Cola og íhlutaframleiðandans Intel, fyrir fyrsta fjórðung ársins. Öll voru þau yfir væntingum. Tíðindin í uppgjörunum gerðu fjárfesta vestanhafs vongóða um að versta hríðin á fjármálamörkuðum sé yfirstaðin.

Segir kreppuástand ríkja

„Það er búið að vera gott partý, en núna er bara kominn mánudagur og það er búið að loka fram að næstu helgi," segir Björgólfur Thor Björgólfsson um ástandið

Hagnaður JP Morgan hafði jákvæð áhrif hér

Hagnaður JP Morgan var í takt við væntingar og það hafði jákvæð áhrif á markaðinn í Bandaríkjunum sem smitaði út frá sér hingað, að sögn Ásmundar Gíslasonar, sérfræðingur hjá Glitni.

Exista leiddi hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna.

Löng bið verður í tvöföldun á gjaldeyrisvarasjóðnum

Greining Glitnis telur að menn þurfi að bíða mánuðum saman eftir því að Seðlabankinn tvöfaldi gjaldeyrisvarasjóð sinn eins og til stendur. Og raumar megi leiða líkum að því að þegar Davíð Oddsson tekur loks af skarið muni þörfin fyrir þessa aukningu hafa minnkað að mun.

Greining Kaupþings spáir 10% verðbólgu í apríl

Greining Kaupþings spáir 1,7 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í apríl. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 10 prósent samanborið við 8,7 prósenta verðbólgu í mars.

Grænn litur ráðandi í upphafi dags

Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega.

Verðbólga í Evrópu sú mesta s.l. 16 ár

Verðbólga í ríkjum Evrópubandalagsins mælist nú 3,6% og hefur ekki verið meiri undanfarin 16 ár. Verðbólgan jókst mun meir í mars en gert var ráð fyrir einkum vegna hækkana á orku- og matvælaverði.

Brown vill sjá botninn í lausafjárkrísunni

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er nú staddur í New York í Bandaríkjunum og mun næstu þrjá daga ræða við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra, og aðra lykilmenn í fjármálageiranum þar í landi. Tilgangur hans er að þrýsta á um að bandarískum fjármálaheimum geri hreint fyrir sínum dyrum, opni bækurnar og sýni hversu illa undirmálskreppan hefur komið við þá.

Einkaneysla hrynur

Álútflutningur styður við hagvöxt í ár sem þó verður bara hálft prósent. Atvinnuleysi eykst, en viðskiptahalli minnkar, samkvæmt nýrri spá fjármálaráðuneytisins. Óvissa er mikil.

Viðmótið er borðsiðunum mikilvægara

Kúnst getur verið að setjast til borðs með fólki sem maður þekkir ekki mikil deili á. Aðstæður sem þessar eru hins vegar daglegt brauð í viðskiptalífinu. Óli Kristján Ármannsson tók Bergþór Pálsson söngvara tali.

Ekkert umboð til að brotlenda hagkerfinu

Of langur tími hefur liðið að mati stjórnarþingmanna frá því að yfirlýsing var gefin um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Vangaveltur eru uppi um hvort Seðlabankinn dragi lappirnar. Málið er þó í undirbúningi.

Breyting á viðmiðum myndi auka verðbólgu

Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir að afnema eigi viðmið um fasteigna- og brunabótamat í útlánum sjóðsins. Félagsmálaráðherra útilokar það ekki, en segir það mundu auka verðbólgu við núverandi aðstæður.

Allir hafa áhuga á gjaldeyrisforðanum

Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðar­innar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar.

Hversu lítið er of mikið?

Mikill meirihluti fólks vill ekki að börnum séu birtar auglýsingar í sjónvarpi. Enn fleiri vilja samt auglýsa hollustu og heilbrigt líferni. Spyrja má hvort auglýsingar um hollustu séu leið til þess að selja börnum leikföng.

Sjá næstu 50 fréttir