Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fór yfir 115 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu fór um tíma í gær yfir 115 dollara á tunnuna á markaðinum í New York. Undir lokun markaðarins lækkaði verðið aðeins.

Sérfræðingar segja að hið há olíuverð muni haldast áfram þar sem fjárfestar séu að flýja veikan dollar og fjárfesti í staðinn í olíu og annarri hrávöru.

Þar að auki eru olíubirgðir heimsins minni en búist hafði verið við á þessum tíma og óttast er að framleiðslan í Nígeríu muni minnka um fimmtung á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×