Viðskipti innlent

Laun forstjóra hækkuðu mun meira en verkamanna í fyrra

Heildarlaun forstjóra á Íslandi hækkuðu um rúmlega 15 prósent í fyrra, sem er mun meiri hækkun en hjá verkamönnum.

Forstjóralaunin fóru upp í rösklega þrettán hundruð þúsund með öllum uppbótum og sporslum. Laun verkafólks, sem voru mun lægri en forstjóranna, hækkuðu hins vegar aðeins um rúmlega níu og hálft prósent samkvæmt launarannsóknum Hagstofunnar. Þegar allt er talilð reyndust laun þeirra vera 316 þúsund, eða rétt um milljón lægri en forstjóralaunin. Bilið milli þessara hópa breikkaði því enn í fyrra.

Laun ófaglærðra starfsmanna í byggingageiranum lækkuðu hins vegar um hátt í sex prósent. Engin haldbær skýring er á þeirri þróun. Ef litið er á heildina hækkuðu laun kvenna meira en karla, eða um tólf og hálft prósent á móti níu og hálfu prósenti hjá körlum. Þrátt fyrir það eru laun kvenna almennt lægri en karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×