Jón Ólafur nýr formaður SA Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur Halldórsson var formaður SVÞ frá 2019 til 2025. Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. Tilkynnt var um kosninguna á aðalfundi samtakanna í dag. Kosningaþátttaka var 73,1 prósent og hlaut Jón Ólafur tæplega 98 prósent atkvæða. Í tilkynningu segir að Jón Ólafur hafi starfað í þágu atvinnulífsins allt frá árinu 2015 þegar hann hafi tekið sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna allt frá árinu 2018. „Jón þekkir vel til þess að starfa sem formaður í Húsi atvinnulífsins en hann sat í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2017 og var formaður SVÞ frá 2019 til 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jóni Ólafi að það sé mikill heiður að njóta trausts til að leiða SA, heildarsamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er fjölbreytt og brýnt. SA hefur um árabil verið mikilvæg rödd fyrir fyrirtækin í landinu, bæði hvað varðar hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð en ekki síður stefnumótun fyrir atvinnulífið. Það eru blikur á lofti í alþjóðamálum og því brýnna en nokkru sinni að búa vel að íslenskum fyrirtækjum. Við í Samtökum atvinnulífsins erum líkt og áður tilbúin í vinnu með stjórnvöldum og almenningi við að styrkja stoðir samfélagsins okkar og ávallt með hagsmuni atvinnulífsins í landinu í fyrsta sæti. Fyrirtækin eru ásamt fjölskyldunum hornsteinn samfélagsins,“ segir Jón Ólafur. Véltæknifræðingur að mennt Jón Ólafur er véltæknifræðingur að mennt en hefur jafnframt lokið MBA námi frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál fyrirtækja og hann hefur einnig lokið MS námi í viðskiptafræði frá sama skóla með áherslu á stefnumörkun og stjórnun fyrirtækja. Ennfremur hefur Jón Ólafur lokið AMP námi við IESE viðskiptaskólann í Barcelona. Jón Ólafur hefur undanfarin 30 ár unnið við stjórnunarstörf í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Olís í sjö ár og starfaði hjá félaginu í 27 ár. Frá árinu 2021 hefur Jón Ólafur sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnarstörfum. Jón Ólafur er fæddur 1962, kvæntur Guðrúnu Atladóttur innanhússarkitekt og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. Atvinnurekendur Vistaskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Tilkynnt var um kosninguna á aðalfundi samtakanna í dag. Kosningaþátttaka var 73,1 prósent og hlaut Jón Ólafur tæplega 98 prósent atkvæða. Í tilkynningu segir að Jón Ólafur hafi starfað í þágu atvinnulífsins allt frá árinu 2015 þegar hann hafi tekið sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann hefur verið í framkvæmdastjórn samtakanna allt frá árinu 2018. „Jón þekkir vel til þess að starfa sem formaður í Húsi atvinnulífsins en hann sat í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu frá árinu 2017 og var formaður SVÞ frá 2019 til 2025,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Jóni Ólafi að það sé mikill heiður að njóta trausts til að leiða SA, heildarsamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Hlutverk Samtaka atvinnulífsins er fjölbreytt og brýnt. SA hefur um árabil verið mikilvæg rödd fyrir fyrirtækin í landinu, bæði hvað varðar hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð en ekki síður stefnumótun fyrir atvinnulífið. Það eru blikur á lofti í alþjóðamálum og því brýnna en nokkru sinni að búa vel að íslenskum fyrirtækjum. Við í Samtökum atvinnulífsins erum líkt og áður tilbúin í vinnu með stjórnvöldum og almenningi við að styrkja stoðir samfélagsins okkar og ávallt með hagsmuni atvinnulífsins í landinu í fyrsta sæti. Fyrirtækin eru ásamt fjölskyldunum hornsteinn samfélagsins,“ segir Jón Ólafur. Véltæknifræðingur að mennt Jón Ólafur er véltæknifræðingur að mennt en hefur jafnframt lokið MBA námi frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál fyrirtækja og hann hefur einnig lokið MS námi í viðskiptafræði frá sama skóla með áherslu á stefnumörkun og stjórnun fyrirtækja. Ennfremur hefur Jón Ólafur lokið AMP námi við IESE viðskiptaskólann í Barcelona. Jón Ólafur hefur undanfarin 30 ár unnið við stjórnunarstörf í íslensku atvinnulífi. Hann var forstjóri Olís í sjö ár og starfaði hjá félaginu í 27 ár. Frá árinu 2021 hefur Jón Ólafur sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnarstörfum. Jón Ólafur er fæddur 1962, kvæntur Guðrúnu Atladóttur innanhússarkitekt og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn.
Atvinnurekendur Vistaskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira