Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 15:05 Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni ÁTVR í málinu. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar sem féll í málinu í febrúar síðastliðnum. Þá taldi rétturinn að ÁTVR hefði ekki verið stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Hefðu þurft að byggja synjun á málefnalegum sjónarmiðum Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því. Ákvörðun um sölu á koffíndrykk hefur verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ÁTVR hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Ekki hafi áður reynt fyrir dómi á túlkun tiltekinnar greinar laga um verslun með áfengi og tóbak, sem feli í sér matskennda heimild. Málið hafi jafnframt verulegt gildi um túlkun og skýringu á framkvæmd lögbundins hlutverks ÁTVR á grundvelli laganna en lögin þjóni meðal annars því hlutverki að stuðla að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Einnig hafi þau að markmiði að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Málið hafi verulegt fordæmisgildi um þau sjónarmið sem leyfisbeiðanda sé heimilt að leggja til grundvallar við ákvörðun um að hafna áfengistegund, hvernig hann skuli haga mati sínu og hversu ítarlega þurfi að gera grein fyrir og vísa til þeirra gagna og upplýsinga sem ákvörðun sé reist á. Málið hafi jafnframt verulegt fordæmisgildi um skýringu réttarreglna á sviði stjórnsýsluréttar. Þá hafi málið einnig fordæmisgildi um endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum ákvörðunum sérfróðra stjórnvalda. ÁTVR byggi einnig á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt. Málaferli þegar kostað tæpar fimmtán milljónir Ákvörðun um að taka Shaker ekki í sölu er ekki fyrsta ákvörðun ÁTVR í málefnum Distu sem ratar alla leið fyrir Hæstarétt. Það gerði ákvörðun um að neita að taka tvær tegundir af Faxe bjór ekki í sölu á þeim grundvelli að framlegð þeirra væri ekki nægilega mikil. ÁTVR var gerð afturreka með þá ákvörðun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra varðandi málaferli Distu á hendur ÁTVR. Bryndís spurði ráðherra hver afdrif bjórtegundanna tveggja hefðu orðið eftir dóm Hæstaréttar og hver kostnaður ríkisins af málaferlunum hefði verið. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði ÁTVR ekki hafa tekið bjórtegundirnar og Shaker í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hefðu ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna væri þegar orðinn rétt tæplega fimmtán milljónir króna, fyrir utan óbeinan kostnað ríkislögmanns. Nú er málið sem snýr að Shaker á leið fyrir Hæstarétt og fari svo að ÁTVR lúti enn í lægra haldi hækkar kostnaðurinn enn frekar. Áfengi Dómsmál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni ÁTVR í málinu. Vísir fjallaði ítarlega um dóm Landsréttar sem féll í málinu í febrúar síðastliðnum. Þá taldi rétturinn að ÁTVR hefði ekki verið stætt á að neita að selja drykkinn með vísan til lýðheilsusjónarmiða, meðal annars um að ungmenni sæki frekar í kolsýrða koffíndrykki en aðrir. Hefðu þurft að byggja synjun á málefnalegum sjónarmiðum Með dómi Landsréttar var ekki fallist á að löggjafinn hefði veitt ÁTVR óheft ákvörðunarvald um takmörkun á atvinnufrelsi í andstöðu við stjórnarskrána eða lögmætisreglu íslenskrar stjórnskipunar. Vísað var til þess að ákvörðunin hefði verið reist á matskenndum lagagrundvelli og hefði ÁTVR borið að byggja á málefnalegum sjónarmiðum sem væru til þess fallin að ná því markmiði sem stefnt væri að með heimildinni. Fyrir lægi að ÁTVR hefði heimilað sölu á ýmsum vörum sem hefðu að geyma koffín, þar með talið vörum með meira magni efnisins en hin umdeilda vara. Þá væri ágreiningslaust að örvandi áhrif koffíns væru þau sömu hvort heldur sem því væri blandað við áfengi með kaffi eða öðrum hætti. Ekki var talið að röksemd ÁTVR um að gera bæri greinarmun á vörum, sem hefðu að geyma koffín, með vísan til bragðeinkenna væri til þess fallin að ná þeim markmiðum að bæta lýðheilsu og stemma stigu við blöndun áfengis og koffeins. Væri því ekki um að ræða málefnalegt sjónarmið og hefði ÁTVR verið óheimilt að byggja ákvörðun sína á því. Ákvörðun um sölu á koffíndrykk hefur verulegt almennt gildi Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ÁTVR hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Ekki hafi áður reynt fyrir dómi á túlkun tiltekinnar greinar laga um verslun með áfengi og tóbak, sem feli í sér matskennda heimild. Málið hafi jafnframt verulegt gildi um túlkun og skýringu á framkvæmd lögbundins hlutverks ÁTVR á grundvelli laganna en lögin þjóni meðal annars því hlutverki að stuðla að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Einnig hafi þau að markmiði að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. Málið hafi verulegt fordæmisgildi um þau sjónarmið sem leyfisbeiðanda sé heimilt að leggja til grundvallar við ákvörðun um að hafna áfengistegund, hvernig hann skuli haga mati sínu og hversu ítarlega þurfi að gera grein fyrir og vísa til þeirra gagna og upplýsinga sem ákvörðun sé reist á. Málið hafi jafnframt verulegt fordæmisgildi um skýringu réttarreglna á sviði stjórnsýsluréttar. Þá hafi málið einnig fordæmisgildi um endurskoðunarvald dómstóla á matskenndum ákvörðunum sérfróðra stjórnvalda. ÁTVR byggi einnig á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft verulegt almennt gildi. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt. Málaferli þegar kostað tæpar fimmtán milljónir Ákvörðun um að taka Shaker ekki í sölu er ekki fyrsta ákvörðun ÁTVR í málefnum Distu sem ratar alla leið fyrir Hæstarétt. Það gerði ákvörðun um að neita að taka tvær tegundir af Faxe bjór ekki í sölu á þeim grundvelli að framlegð þeirra væri ekki nægilega mikil. ÁTVR var gerð afturreka með þá ákvörðun. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra varðandi málaferli Distu á hendur ÁTVR. Bryndís spurði ráðherra hver afdrif bjórtegundanna tveggja hefðu orðið eftir dóm Hæstaréttar og hver kostnaður ríkisins af málaferlunum hefði verið. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði ÁTVR ekki hafa tekið bjórtegundirnar og Shaker í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hefðu ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna væri þegar orðinn rétt tæplega fimmtán milljónir króna, fyrir utan óbeinan kostnað ríkislögmanns. Nú er málið sem snýr að Shaker á leið fyrir Hæstarétt og fari svo að ÁTVR lúti enn í lægra haldi hækkar kostnaðurinn enn frekar.
Áfengi Dómsmál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira