Fleiri fréttir S&P lækkar mögulega lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. S&P staðfestir lánshæfismat langtíma- og skammtímaskuldbindinga. 20.3.2008 14:18 Mikilvægast að draga úr viðskiptahalla Skörp lækkun krónunnar kemur sér illa fyrir efnahagslífið og skuldsett heimili að mati Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra. Hann telur mikilvægast að draga úr viðskiptahalla til að rétta þjóðarskútuna af. 20.3.2008 12:15 Dýrast að leigja verslunarhúsnæði í Kringlunni Leiga á verslunarhúsnæði er dýrust í Kringlunni og næsta nágrenni en ódýrust í Hafnarfirði. 20.3.2008 10:45 Kaupþing hækkar í Svíþjóð en íslenski markaðurinn lokaður Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 4,4 prósent í OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinU Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, lækkað um 1,1 prósent, í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Á sama tíma eru engin viðskipti með hlutabréf hér enda hlutabréfamarkaðurinn lokaður vegna Skírdagsins. 20.3.2008 09:55 Markaðsaðstæður éta upp hagnaðinn Hagnaður svissneska alþjóðabankans Credit Suisse nam 7,76 milljörðum franka, jafnvirði 620,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Erfiðar markaðsaðstæður í byrjun árs munu líklega éta upp hagnað bankans á fyrsta ársfjórðungi, að mati stjórnenda. 20.3.2008 09:14 Skipti gera stuttan stans í Kauphöllinni Skipti, móðurfélag Símans, höfðu verið í um 20 mínútur á markaði þegar yfirtökutilboð barst í félagið frá Existu. 20.3.2008 06:00 Hvað geta ríkisvaldið og Seðlabanki Íslands gert? Menn velta fyrir sér hvað ríkisvaldið og Seðlabanki Íslands geti gert til að hafa áhrif á efnahagslífið á Íslandi, segir Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis. 20.3.2008 03:57 FL lækkaði um 21% í vikunni Þessa stutta vika hefur verið svört fyrir FL Group og Exista. Frá opnun markaða á mánudagsmorgun hefur FL Group lækkað um 21% og hefur markaðsverðið farið úr 113 milljörðum í 87. 19.3.2008 17:48 Viðsnúningur á síðustu metrunum Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi Skipta, móðurfélags Símans, féll um rúm þréttan prósent á fyrsta degi frá útboðsgengi. 19.3.2008 16:43 Úrvalsvísitalan fellur - átta mánuðir frá hæsta gildi Sléttir átta mánuðir voru í gær síðan Úrvalsvísitalan fór í sitt hæsta gildi áður en hún tók að falla. Vísitalan stóð í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra. Hún hefur fallið um 5,7 prósent í dag í mikilli lækkanahrinu og hefur því fallið um rúmlega 51 prósent síðan þá. Samkvæmt þessu þarf hún að hækka um 105 prósent eigi hún að ná sömu hæðum og fyrir átta mánuðum síðan. 19.3.2008 13:53 Mátti búast við gengislækkun Án aðhalds Seðlabankans hefði verðbólgan farið úr böndum fyrir löngu síðan, sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri í hádegisviðtali Stöðvar 2. 19.3.2008 12:51 Uppgjör Morgan Stanley yfir væntingum Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Forstjórinn spáir því að aðstæður verði erfiðar næstu mánuði. 19.3.2008 12:45 Viðskipti með bréf Skipta hafin aftur - gengið fellur Búið er að opna fyrir viðskiptin með bréf Skipta aftur og hefur gengið fallið um tæp 10% eða úr 6,64 kr. sem var upphafsgengið og niður í 6 kr. sléttar. 19.3.2008 11:17 Markaðsaðstæður útilokuðu að Skipti gætu verið á markaði Það var ekki ekki grundvöllur fyrir eðlilega verðmyndun á hlutabréfum í Skiptum og því var ákveðið að taka félagið af markaði, að sögn Erlends Hjaltasonar, forstjóra Exista. Exista gerði yfirtökutilboð í Skiptum, móðurfélag Símans, í dag. 19.3.2008 10:55 Exista gerir yfirtökutilboð í Skipti Stjórn Exista hf. ákvað á fundi sínum í morgun að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Skipta hf. Tilboð Exista hljóðar upp á 6,64 krónur á hlut sem er sama verð og í nýafstöðnu hlutafjárútboði Skipta. Voru viðskipti með bréf Skipta stöðvuð tímabundið af þessum sökum. 19.3.2008 10:39 Rauður dagur fyrir páska í Kauphöllinni Gengi FL Group og Existu féll um rúm þrjú prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag, á síðasta viðskiptadeginum fyrir páska. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hefur fallið um tvö prósent. Allir bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa lækkað í dag. Einungis gengi Össurar hefur hækkað, um 0,46 prósent. 19.3.2008 10:14 Greining Kaupþings segir verðbólguna 8 prósent út árið Greining Kaupþings hefur sent frá sér verðbólguspá fyrir árin 2008-2010. Þar kemur fram að skammtímahorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir um átta prósenta verðbólgu út þetta ár. 19.3.2008 09:42 Visa skráð á markað í dag Ef allt gengur eftir verður kortafyrirtækið Visa skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Tæpir átján milljarðar bandaríkjadalir, jafnvirði 1.384 milljarðar króna, söfnuðust í almennu hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað og hefur viðlíka tala aldrei áður sést fyrir skráningu nokkurs félags í Bandaríkjunum. 19.3.2008 09:32 Gengið féll af því að vaxta- skiptamarkaðurinn þornaði upp Hið mikla fall á gengi krónunnar undanfarna tvo daga skýrist að stórum hluta af því að vaxtaskiptamarkaðurinn hefur þornað upp en hann er ein helsta leið vaxtamunarviðskipta og fjárfestar með stöðutöku í krónunni hafa skipt yfir í stutt ríkisbréf. 19.3.2008 09:10 Í skoðun að rýmka lánskjör bankanna Stjórnvöld funda um fjármálastöðugleika. Forsætisráðherra tekur fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar. Krónan fellur áfram. 19.3.2008 08:00 Mikil uppsveifla á mörkuðum í Asíu Mikil uppsveifla hefur verið á mörkuðum í Asíu í morgun í kjölfar þeirra sem varð á Wall Street í gærdag er Dow Jones vísitalan náði mestu hækkun sinni á einum degi síðustu fimm árin. 19.3.2008 07:31 Ris fall FL Group Allir horfðu af aðdáun á ris FL Group og hvernig stjórnendur félagsins náðu að breyta litlu flugfélagi í risastórt alþjóðlegt fjárfestingarfélag. Það var á þeim tíma sem Íslendingar víluðu ekkert fyrir sér og voru að sigra heiminn. 19.3.2008 00:01 Bankahólfið: Glatt á hjalla Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. 19.3.2008 00:01 Efla viðskiptatengslin í Mónakó Formúla 1 er einhver vinsælasta sjónvarpsíþrótt heims. Hér mun áberandi hversu mikill áhugi er á sportinu meðal forsvarsmanna fyrirtækja. 19.3.2008 00:01 Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19.3.2008 00:01 Arðgreiðslurnar dragast saman um helming Þau íslensku fyrirtæki sem mynda Úrvalsvísitöluna taka upp veskið á næstu dögum og greiða hluthöfum sínum rúma þrjátíu milljarða króna vegna afkomunnar á síðasta ári. Pyngja sumra er tóm eftir tap í fyrra en önnur fyrirtæki eru að skoða næstu skref. 19.3.2008 00:01 Óvirk samkeppni Mjög fáir raforkukaupendur hafa skipt um raforkusala, frá því að samkeppnismarkaður hófst hér með raforku. Iðnaðarráðherra segir fjarri því að markaðurinn virki. 19.3.2008 00:01 Sjófrystingin verðminni Aflaverðmæti sjófrystra afurða í fyrra nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra og dróst saman um tæplega fjögur prósent, miðað við árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. 19.3.2008 00:01 Tryggingamiðstöðin fjárfesti fyrir 500 milljónir í Glitni Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis banka, fjárfesti í gær fyrir 100 milljónir að nafnvirði í skuldafjárútboði bankans. Einnig keypti Tryggingamiðstöðin skuldabréf fyrir 500 milljónir að nafnvirði. 18.3.2008 22:50 Óeðlileg hreyfing á hlutabréfamörkuðum Það hefur ekki verið eðlileg hreyfing á hlutabréfamörkuðum að undanförnu, að mati Kjartans Freys Jónssonar, hjá SPRON verðbréfum. Kjartan var gestur Sindra „Í lok dags" og ræddi þar meðal annars stöðuna á hlutabréfamörkuðum að stöðu krónunnar. Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá viðtalið við Kjartan. 18.3.2008 19:51 Bandaríski seðlabankinn lækkar vexti um 75 punkta Bandaríski seðlabankinn ákvað í dag að lækka stýrivexti þar í landi um 75 punkta eða niður í 2,25% til að örva hagvöxt. Við þetta tækifæri sagðist George W. Bush Bandaríkjaforseti ekki hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. „Ég er viss um að við munum spjara okkur til langs tíma litið," sagði Bush. 18.3.2008 18:37 Metviðskipti á gjaldeyrismarkaði Markaðir með skuldabréf og gjaldeyri opnuðu með látum í morgun. Eftir einungis klukkustundar viðskipti hafði veltan náð tæpum 28 milljörðum króna á skuldabréfamarkaði og gengi krónunnar fallið um tæp 4%, eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans. 18.3.2008 18:08 OMXI15 hækkaði lítillega en krónan enn í frjálsu falli Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,14% í dag. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 4,84%, Føroya Banki hækkaði um 2,11%. 18.3.2008 17:34 Glitnir selur breytanleg skuldabréf fyrir 15 milljarða Góð eftirspurn var eftir breytanlegum skuldabréfum Glitnis í skuldabréfaútboði bankans sem lauk í gær. Heildarfjárhæð útgáfunnar var 15 milljarðar króna en bréfin voru seld í lokuðu útboði til innlendra fagfjárfesta sem hófst í síðustu viku. 18.3.2008 15:57 Uppsveifla um allan heim - nema hér Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs. Á sama tíma standa flest hlutabréf á rauðu í Kauphöllinni. 18.3.2008 15:31 FL Group niður um tæp fimm prósent í dag Dagurinn í Kauphöllinni hefur verið áhugaverður. Eik Banki hefur lækkað mest eða um 5,74% þá hefur Atlantic Petroleum lækkað um 5,69% og Færesyki bankinn 4,93%. 18.3.2008 14:25 Enginn krónukvíði hjá Exista Sigurður Nordal hjá fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista kvað menn ekki vera með böggum hildar þar á bæ vegna gengisþróunarinnar. „Við gerum upp í evrum svo þetta ástand breytir ekki miklu fyrir okkar forsendur. 18.3.2008 13:52 3G punginn með í bústaðinn Sumarbústaðasvæðin í Grímsnesi, Biskupstungum, á Flúðum og Þingvöllum eru nú öll tengd 3G háhraðaneti Nova. Nýstárleg, færanleg nettenging fyrir fartölvur – 3G pungurinn – tengist fartölvunni sjálfri og hana er auðvelt að taka með í bústaðinn um páskana fyrir þá sem vilja vera nettengdir í fríinu. 18.3.2008 13:11 Rogers hafði rétt fyrir sér Bandaríski kaupsýslu- og ævintýramaðurinn Jim Rogers, sem ók um Ísland fyrir nokkrum árum, reyndist sannspár þegar hann spáði fyrir ári að olíuverð myndi hækka verulega eigi síðar en í ársbyrjun árið 2009. 18.3.2008 12:15 Viðskiptaráðherra í hádegisviðtalinu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra verður gestur úr hádegisviðtali Markaðarins í dag sem sent er út á Stöð 2 og Vísi. 18.3.2008 11:26 Greining Kaupþings spáir 8,6 prósenta verðbólgu í mars Greiningardeild Kaupþings spáir 1,4 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í mars og gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 8,6 prósent samanborið við 6,8 prósent verðbólgu í febrúar. 18.3.2008 10:34 Markaðurinn í mínus og krónan fellur áfram Markaðurinn í kauphöllinni byrjar daginn í mínus og hefur úrvalsvísitalan fallið um 0,2 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún í 4646 stigum. Þá hefur gengi krónunnar fallið um tæp fjögur prósent og er gengisvísitalan komin yfir 159 stig. 18.3.2008 10:29 Northern Rock segir upp tvö þúsund manns Breski bankinn Northern Rock hyggst segja upp tvö þúsund manns, um þriðjungi starfsfólks síns, og draga úr húsnæðislánum sínum um helming, Þetta gerir bankinn í þeirri von að geta endurgreitt Englandsbanka milljarða punda sem hann fékk að láni til að forðast gjaldþrot í fyrra. 18.3.2008 10:23 Olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu seinkar Atlantic Petroleum hefur sent frá sér tilkynningu um að olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu muni seinka í ár. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að olíuvinnslan myndi hefjast á fyrripart þessa árs en nú er rætt um að hún hefjist á þriðja ársfjórðungi. 18.3.2008 09:58 Markaðir í Evrópu opnuðu í plús í morgun Markaðir í Evrópu opnuðu í plús í morgun eftir slæman dag í gær. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1,8% í fyrstu viðskiptum dagsins. Dax í Frankfurt er upp um 1,7% og Cac í París er 1,4% í plús. 18.3.2008 09:26 Sjá næstu 50 fréttir
S&P lækkar mögulega lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. S&P staðfestir lánshæfismat langtíma- og skammtímaskuldbindinga. 20.3.2008 14:18
Mikilvægast að draga úr viðskiptahalla Skörp lækkun krónunnar kemur sér illa fyrir efnahagslífið og skuldsett heimili að mati Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra. Hann telur mikilvægast að draga úr viðskiptahalla til að rétta þjóðarskútuna af. 20.3.2008 12:15
Dýrast að leigja verslunarhúsnæði í Kringlunni Leiga á verslunarhúsnæði er dýrust í Kringlunni og næsta nágrenni en ódýrust í Hafnarfirði. 20.3.2008 10:45
Kaupþing hækkar í Svíþjóð en íslenski markaðurinn lokaður Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 4,4 prósent í OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinU Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, lækkað um 1,1 prósent, í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Á sama tíma eru engin viðskipti með hlutabréf hér enda hlutabréfamarkaðurinn lokaður vegna Skírdagsins. 20.3.2008 09:55
Markaðsaðstæður éta upp hagnaðinn Hagnaður svissneska alþjóðabankans Credit Suisse nam 7,76 milljörðum franka, jafnvirði 620,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Erfiðar markaðsaðstæður í byrjun árs munu líklega éta upp hagnað bankans á fyrsta ársfjórðungi, að mati stjórnenda. 20.3.2008 09:14
Skipti gera stuttan stans í Kauphöllinni Skipti, móðurfélag Símans, höfðu verið í um 20 mínútur á markaði þegar yfirtökutilboð barst í félagið frá Existu. 20.3.2008 06:00
Hvað geta ríkisvaldið og Seðlabanki Íslands gert? Menn velta fyrir sér hvað ríkisvaldið og Seðlabanki Íslands geti gert til að hafa áhrif á efnahagslífið á Íslandi, segir Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis. 20.3.2008 03:57
FL lækkaði um 21% í vikunni Þessa stutta vika hefur verið svört fyrir FL Group og Exista. Frá opnun markaða á mánudagsmorgun hefur FL Group lækkað um 21% og hefur markaðsverðið farið úr 113 milljörðum í 87. 19.3.2008 17:48
Viðsnúningur á síðustu metrunum Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi Skipta, móðurfélags Símans, féll um rúm þréttan prósent á fyrsta degi frá útboðsgengi. 19.3.2008 16:43
Úrvalsvísitalan fellur - átta mánuðir frá hæsta gildi Sléttir átta mánuðir voru í gær síðan Úrvalsvísitalan fór í sitt hæsta gildi áður en hún tók að falla. Vísitalan stóð í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra. Hún hefur fallið um 5,7 prósent í dag í mikilli lækkanahrinu og hefur því fallið um rúmlega 51 prósent síðan þá. Samkvæmt þessu þarf hún að hækka um 105 prósent eigi hún að ná sömu hæðum og fyrir átta mánuðum síðan. 19.3.2008 13:53
Mátti búast við gengislækkun Án aðhalds Seðlabankans hefði verðbólgan farið úr böndum fyrir löngu síðan, sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri í hádegisviðtali Stöðvar 2. 19.3.2008 12:51
Uppgjör Morgan Stanley yfir væntingum Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Forstjórinn spáir því að aðstæður verði erfiðar næstu mánuði. 19.3.2008 12:45
Viðskipti með bréf Skipta hafin aftur - gengið fellur Búið er að opna fyrir viðskiptin með bréf Skipta aftur og hefur gengið fallið um tæp 10% eða úr 6,64 kr. sem var upphafsgengið og niður í 6 kr. sléttar. 19.3.2008 11:17
Markaðsaðstæður útilokuðu að Skipti gætu verið á markaði Það var ekki ekki grundvöllur fyrir eðlilega verðmyndun á hlutabréfum í Skiptum og því var ákveðið að taka félagið af markaði, að sögn Erlends Hjaltasonar, forstjóra Exista. Exista gerði yfirtökutilboð í Skiptum, móðurfélag Símans, í dag. 19.3.2008 10:55
Exista gerir yfirtökutilboð í Skipti Stjórn Exista hf. ákvað á fundi sínum í morgun að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Skipta hf. Tilboð Exista hljóðar upp á 6,64 krónur á hlut sem er sama verð og í nýafstöðnu hlutafjárútboði Skipta. Voru viðskipti með bréf Skipta stöðvuð tímabundið af þessum sökum. 19.3.2008 10:39
Rauður dagur fyrir páska í Kauphöllinni Gengi FL Group og Existu féll um rúm þrjú prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag, á síðasta viðskiptadeginum fyrir páska. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hefur fallið um tvö prósent. Allir bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa lækkað í dag. Einungis gengi Össurar hefur hækkað, um 0,46 prósent. 19.3.2008 10:14
Greining Kaupþings segir verðbólguna 8 prósent út árið Greining Kaupþings hefur sent frá sér verðbólguspá fyrir árin 2008-2010. Þar kemur fram að skammtímahorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir um átta prósenta verðbólgu út þetta ár. 19.3.2008 09:42
Visa skráð á markað í dag Ef allt gengur eftir verður kortafyrirtækið Visa skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Tæpir átján milljarðar bandaríkjadalir, jafnvirði 1.384 milljarðar króna, söfnuðust í almennu hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað og hefur viðlíka tala aldrei áður sést fyrir skráningu nokkurs félags í Bandaríkjunum. 19.3.2008 09:32
Gengið féll af því að vaxta- skiptamarkaðurinn þornaði upp Hið mikla fall á gengi krónunnar undanfarna tvo daga skýrist að stórum hluta af því að vaxtaskiptamarkaðurinn hefur þornað upp en hann er ein helsta leið vaxtamunarviðskipta og fjárfestar með stöðutöku í krónunni hafa skipt yfir í stutt ríkisbréf. 19.3.2008 09:10
Í skoðun að rýmka lánskjör bankanna Stjórnvöld funda um fjármálastöðugleika. Forsætisráðherra tekur fyrir aðkomu ríkisstjórnarinnar. Krónan fellur áfram. 19.3.2008 08:00
Mikil uppsveifla á mörkuðum í Asíu Mikil uppsveifla hefur verið á mörkuðum í Asíu í morgun í kjölfar þeirra sem varð á Wall Street í gærdag er Dow Jones vísitalan náði mestu hækkun sinni á einum degi síðustu fimm árin. 19.3.2008 07:31
Ris fall FL Group Allir horfðu af aðdáun á ris FL Group og hvernig stjórnendur félagsins náðu að breyta litlu flugfélagi í risastórt alþjóðlegt fjárfestingarfélag. Það var á þeim tíma sem Íslendingar víluðu ekkert fyrir sér og voru að sigra heiminn. 19.3.2008 00:01
Bankahólfið: Glatt á hjalla Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár. 19.3.2008 00:01
Efla viðskiptatengslin í Mónakó Formúla 1 er einhver vinsælasta sjónvarpsíþrótt heims. Hér mun áberandi hversu mikill áhugi er á sportinu meðal forsvarsmanna fyrirtækja. 19.3.2008 00:01
Metarður að utan Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands. 19.3.2008 00:01
Arðgreiðslurnar dragast saman um helming Þau íslensku fyrirtæki sem mynda Úrvalsvísitöluna taka upp veskið á næstu dögum og greiða hluthöfum sínum rúma þrjátíu milljarða króna vegna afkomunnar á síðasta ári. Pyngja sumra er tóm eftir tap í fyrra en önnur fyrirtæki eru að skoða næstu skref. 19.3.2008 00:01
Óvirk samkeppni Mjög fáir raforkukaupendur hafa skipt um raforkusala, frá því að samkeppnismarkaður hófst hér með raforku. Iðnaðarráðherra segir fjarri því að markaðurinn virki. 19.3.2008 00:01
Sjófrystingin verðminni Aflaverðmæti sjófrystra afurða í fyrra nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra og dróst saman um tæplega fjögur prósent, miðað við árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. 19.3.2008 00:01
Tryggingamiðstöðin fjárfesti fyrir 500 milljónir í Glitni Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis banka, fjárfesti í gær fyrir 100 milljónir að nafnvirði í skuldafjárútboði bankans. Einnig keypti Tryggingamiðstöðin skuldabréf fyrir 500 milljónir að nafnvirði. 18.3.2008 22:50
Óeðlileg hreyfing á hlutabréfamörkuðum Það hefur ekki verið eðlileg hreyfing á hlutabréfamörkuðum að undanförnu, að mati Kjartans Freys Jónssonar, hjá SPRON verðbréfum. Kjartan var gestur Sindra „Í lok dags" og ræddi þar meðal annars stöðuna á hlutabréfamörkuðum að stöðu krónunnar. Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá viðtalið við Kjartan. 18.3.2008 19:51
Bandaríski seðlabankinn lækkar vexti um 75 punkta Bandaríski seðlabankinn ákvað í dag að lækka stýrivexti þar í landi um 75 punkta eða niður í 2,25% til að örva hagvöxt. Við þetta tækifæri sagðist George W. Bush Bandaríkjaforseti ekki hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. „Ég er viss um að við munum spjara okkur til langs tíma litið," sagði Bush. 18.3.2008 18:37
Metviðskipti á gjaldeyrismarkaði Markaðir með skuldabréf og gjaldeyri opnuðu með látum í morgun. Eftir einungis klukkustundar viðskipti hafði veltan náð tæpum 28 milljörðum króna á skuldabréfamarkaði og gengi krónunnar fallið um tæp 4%, eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans. 18.3.2008 18:08
OMXI15 hækkaði lítillega en krónan enn í frjálsu falli Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,14% í dag. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 4,84%, Føroya Banki hækkaði um 2,11%. 18.3.2008 17:34
Glitnir selur breytanleg skuldabréf fyrir 15 milljarða Góð eftirspurn var eftir breytanlegum skuldabréfum Glitnis í skuldabréfaútboði bankans sem lauk í gær. Heildarfjárhæð útgáfunnar var 15 milljarðar króna en bréfin voru seld í lokuðu útboði til innlendra fagfjárfesta sem hófst í síðustu viku. 18.3.2008 15:57
Uppsveifla um allan heim - nema hér Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs. Á sama tíma standa flest hlutabréf á rauðu í Kauphöllinni. 18.3.2008 15:31
FL Group niður um tæp fimm prósent í dag Dagurinn í Kauphöllinni hefur verið áhugaverður. Eik Banki hefur lækkað mest eða um 5,74% þá hefur Atlantic Petroleum lækkað um 5,69% og Færesyki bankinn 4,93%. 18.3.2008 14:25
Enginn krónukvíði hjá Exista Sigurður Nordal hjá fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista kvað menn ekki vera með böggum hildar þar á bæ vegna gengisþróunarinnar. „Við gerum upp í evrum svo þetta ástand breytir ekki miklu fyrir okkar forsendur. 18.3.2008 13:52
3G punginn með í bústaðinn Sumarbústaðasvæðin í Grímsnesi, Biskupstungum, á Flúðum og Þingvöllum eru nú öll tengd 3G háhraðaneti Nova. Nýstárleg, færanleg nettenging fyrir fartölvur – 3G pungurinn – tengist fartölvunni sjálfri og hana er auðvelt að taka með í bústaðinn um páskana fyrir þá sem vilja vera nettengdir í fríinu. 18.3.2008 13:11
Rogers hafði rétt fyrir sér Bandaríski kaupsýslu- og ævintýramaðurinn Jim Rogers, sem ók um Ísland fyrir nokkrum árum, reyndist sannspár þegar hann spáði fyrir ári að olíuverð myndi hækka verulega eigi síðar en í ársbyrjun árið 2009. 18.3.2008 12:15
Viðskiptaráðherra í hádegisviðtalinu Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra verður gestur úr hádegisviðtali Markaðarins í dag sem sent er út á Stöð 2 og Vísi. 18.3.2008 11:26
Greining Kaupþings spáir 8,6 prósenta verðbólgu í mars Greiningardeild Kaupþings spáir 1,4 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í mars og gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 8,6 prósent samanborið við 6,8 prósent verðbólgu í febrúar. 18.3.2008 10:34
Markaðurinn í mínus og krónan fellur áfram Markaðurinn í kauphöllinni byrjar daginn í mínus og hefur úrvalsvísitalan fallið um 0,2 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún í 4646 stigum. Þá hefur gengi krónunnar fallið um tæp fjögur prósent og er gengisvísitalan komin yfir 159 stig. 18.3.2008 10:29
Northern Rock segir upp tvö þúsund manns Breski bankinn Northern Rock hyggst segja upp tvö þúsund manns, um þriðjungi starfsfólks síns, og draga úr húsnæðislánum sínum um helming, Þetta gerir bankinn í þeirri von að geta endurgreitt Englandsbanka milljarða punda sem hann fékk að láni til að forðast gjaldþrot í fyrra. 18.3.2008 10:23
Olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu seinkar Atlantic Petroleum hefur sent frá sér tilkynningu um að olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu muni seinka í ár. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að olíuvinnslan myndi hefjast á fyrripart þessa árs en nú er rætt um að hún hefjist á þriðja ársfjórðungi. 18.3.2008 09:58
Markaðir í Evrópu opnuðu í plús í morgun Markaðir í Evrópu opnuðu í plús í morgun eftir slæman dag í gær. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1,8% í fyrstu viðskiptum dagsins. Dax í Frankfurt er upp um 1,7% og Cac í París er 1,4% í plús. 18.3.2008 09:26