Viðskipti innlent

Olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu seinkar

Atlantic Petroleum hefur sent frá sér tilkynningu um að olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu muni seinka í ár. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að olíuvinnslan myndi hefjast á fyrripart þessa árs en nú er rætt um að hún hefjist á þriðja ársfjórðungi.

Ástæðan fyrir seinkunni eru tæknilegs eðlis. Það er borpallurinn Hummingbird sem á að vinna olíuna en uppsetning á honum og búnaði tengdum vinnslunni hefur dregist og gengur hægar en áætlað hefur verið.

Wilhelm Petersen forstjóri Atlantic segir í tilkynningu um málið að þessi seinkun valdi stjórn félagsins vonbrigðum. Hinsvegar bendi margt til að svæðið muni gefa af sér meira verðmæti en áður var talið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×