Viðskipti erlent

Northern Rock segir upp tvö þúsund manns

MYND/AP

Breski bankinn Northern Rock hyggst segja upp tvö þúsund manns, um þriðjungi starfsfólks síns, og draga úr húsnæðislánum sínum um helming, Þetta gerir bankinn í þeirri von að geta endurgreitt Englandsbanka milljarða punda sem hann fékk að láni til að forðast gjaldþrot í fyrra.

Breska ríkið tók bankann undir sinn verndarvæng og segir stjórnandi bankans að lánastarfsemin verði dregin töluvert saman. Hann hefur nú skilað nýrri áætlun um rekstur bankans sem evrópskar eftirlitsstofnanir þurfa að leggja blessun sína yfir.

Northern Rock fékk lánaða um 25 milljara punda, jafnvirði nærri 3800 milljarða króna, frá Englandsbanka vegna erfiðleika sinna í tengslum við undirmálslánakreppuna í Bandaríkjunum og lausfjárþurrð í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×