Viðskipti erlent

Mikil uppsveifla á mörkuðum í Asíu

Mikil uppsveifla hefur verið á mörkuðum í Asíu í morgun í kjölfar þeirra sem varð á Wall Street í gærdag er Dow Jones vísitalan náði mestu hækkun sinni á einum degi síðustu fimm árin.

Ástæðan er stýrivaxtalækkunin í Bandaríkjunum upp á 75 púnkta. Nikkei-vísitalan í Japan hefur hækkað um 3% í nótt og úrvalsvísitölur annarsstaðar í álfunni um rúm 2%. Hafa markaðirnir í Asíu þar með unnið upp tapið frá því á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×