Viðskipti innlent

Greining Kaupþings spáir 8,6 prósenta verðbólgu í mars

Greiningardeild Kaupþings spáir 1,4 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í mars og gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 8,6 prósent samanborið við 6,8 prósent verðbólgu í febrúar.

Veiking krónunnar ásamt verðhækkun á hrávörum skýrIR mikið af þeim verðhækkunum sem koma fram í mánuðinum. Vaxtakostnaður vegna eigin húsnæðis mun áfram hækka, hins vegar gerir Greiningin ráð fyrir að markaðsverð húsnæðis muni hafa óveruleg áhrif til hækkunar.

Áhrif vegna útsöluloka koma fram í mánuðinum sem mun skila sér í verðhækkun á fatnaði og skóm. Verðbólguhorfur hafa versnað þegar litið er til skamms tíma og væntanlega eiga frekari verðhækkanir eftir að koma fram á næstu mánuðum sem rekja má til gengisveikingar krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×