Viðskipti innlent

FL Group niður um tæp fimm prósent í dag

Dagurinn í Kauphöllinni hefur verið áhugaverður. Eik Banki hefur lækkað mest eða um 5,74% þá hefur Atlantic Petroleum lækkað um 5,69% og Færeyski bankinn 4,93%.

Exista hefur lækkað um um 4,60% og FL Group um 4,56%. Gengi FL Group stendur nú í 6,90.

6 félög hafa hækkað í dag og Century Aluminum Company þeirra mest um 6,21%. Glitnir hefur hækkað um 0,93% og Bakkavör Group um 0,52%.

Úrvalsvísitalan hefur farið niður um 0,13% það sem af er degi og stendur í tæpum 4646 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×