Viðskipti innlent

Markaðsaðstæður útilokuðu að Skipti gætu verið á markaði

Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista.
Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista. Mynd/ Anton

Það var ekki ekki grundvöllur fyrir eðlilega verðmyndun á hlutabréfum í Skiptum og því var ákveðið að taka félagið af markaði, að sögn Erlends Hjaltasonar, forstjóra Exista. Exista gerði yfirtökutilboð í Skiptum, móðurfélag Símans, í dag.

„Vð teljum að þessu sé best fyrir kmið með því að Exista eignist félaigið en við munum skrá félagið þegar betri tímar eru," segir Erlendur í samtali við Vísi. Hann segir að gert hafi verið samkomulag um að setja það á markað og við það verði staðið þegar markaðsaðstæður batni.


Tengdar fréttir

Exista gerir yfirtökutilboð í Skipti

Stjórn Exista hf. ákvað á fundi sínum í morgun að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Skipta hf. Tilboð Exista hljóðar upp á 6,64 krónur á hlut sem er sama verð og í nýafstöðnu hlutafjárútboði Skipta. Voru viðskipti með bréf Skipta stöðvuð tímabundið af þessum sökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×