Fleiri fréttir Stjórn FL Group hefur ekki rætt um afskráningu félagsins Vegna fréttaumfjöllunar vill stjórn FL Group taka fram að engar umræður hafa farið fram í stjórn félagsins um afskráningu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeir Jónssyni, stjórnarformanni FL Group, til Kauphallarinnar.FL Group hf. lækkaði um 13,21% í Kauphöll Íslands í dag eftir að það spurðist út að FL Group yrði tekið af markaði. 17.3.2008 17:15 Ekki hægt að fullyrða um hvort botninum sé náð Gylfi Magnússson, hagfræðingur og dósent við háskóla Íslands segir að Seðlabankinn hafi enga góða kosti í þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku fjármálalífi. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvort botninum sé náð, það eina sem hægt sé að fullyrða um er að menn vita ekkert. Gylfi var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags á Vísi í dag. 17.3.2008 17:09 FL Group niður um rúm 13% í Kauphöllinni í dag FL Group hf. lækkaði um 13,21% í Kauphöll Íslands í dag. Gengi félagsins stendur nú í 7,23. Þá lækkaði Exista um 10,32% og 365 hf. um 7,97%. 17.3.2008 16:52 FL Group lokar ekki í London Júlíus Þorfinnsson forstöðumaður samskiptasviðs hjá FL Group segir félagið ekki ætla að loka skrifstofum félagsins í London. 17.3.2008 15:36 FL Group nálgast 13 prósentin í dag FL Group hf. hefur lækkað um 12,61% það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Gengi félagsins stendur nú í 7,28. Þá hefur Exista lækkað um 9,72% og 365 hf. um 7,97%. 17.3.2008 15:22 Stærstu hluthafar FL Group og Exista hafa misst 100 milljarða Stærstu hluthafar fjárfestingafélaganna FL Group og Existu hafa misst 100 milljarða af eignum sínum það sem af er þessu ári. Gengi beggja félaga hefur lækkað um meira en 40% á þeim tveimur og hálfa mánuði sem liðinn er af árinu 2008. 17.3.2008 14:58 „Held að þetta breyti engu fyrir FL Group“ Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs, segir brottnám FL Group af markaði í sjálfu sér ekki breyta miklu. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt, þetta þýðir bara að opinber verðskráning á hlutum hverfur og ekki er hægt að sjá verð bréfanna frá degi til dags. 17.3.2008 13:12 FL Group tekið af markaði FL Group verður tekið af markaði á næstu vikum. Þetta herma heimildir Markaðarins en greint var frá tíðindunum í hádegisfréttum hans. 17.3.2008 12:24 Seðlabankinn verður að horfast í augu við veruleikann Seðlabankinn verður að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandann sem hlýst af háum stýrivöxtum og áhrif þeirra á gengi krónunnar, segja tveir fjármálasérfræðingar. 17.3.2008 12:00 Bear Stearns kominn á botninn Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag. 17.3.2008 11:34 Greining Glitnis spáir þriggja prósenta lækkun á íbúðaverði Í nýrri spá greiningar Glitnis um þróun íbúðaverðs er reiknað með því að íbúðaverð muni lækka um þrjú prósent yfir þetta ár. 17.3.2008 10:31 Krónan í frjálsu falli í morgun Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli í viðskiptum á millibankamarkaði í morgun. Frá því að opnað var fyrir viðskipti hefur gengi krónunnar fallið um tæp fimm prósent. 17.3.2008 10:19 Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum. 17.3.2008 10:04 Fall á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hafa fallið um 4,5 prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta er nokkuð í takti við mikla dýfu á hlutabréfamörkuðum víða um heim í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan keypti kollega sinn hjá Bear Stearns með miklum afslætti. 17.3.2008 09:21 Kaupin á Bear Stearns kölluð brunaútsala J.P. Morgan hefur fest kaup á fjármálafyrirtækinu Bear Stearns á verði sem blaðið Wall Street Journal kallar brunaútsölu. 17.3.2008 07:54 ESB hvetur banka til að greina frá tapi Leiðtogar Evrópusambandsin hvöttu alþjóðabanka fyrir helgina að hjálpa til við að róa markaði með því að gefa upp tap þeirra á síðustu mánuðum. Hvatningin kemur í kjölfar skýrslu sem sýnir að verðbólga á Evrusvæðinu hafi náð nýjum hæðum. Styrkur Evrunnar var meðal umræðuefna leiðtogafundar ESB en málið veldur vaxandi áhyggjum innan sambandsins. 16.3.2008 20:49 Danir kvarta um ósanngjarna samkeppnisstöðu Danskir bankar hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og kvartað yfir „ósanngjarnri samkeppnisstöðu“ sem þeir segja að stuðningur bresku stjórnarinnar gefi Northern Rock bankanum sem ákveðið hefur verið að ríkisvæða tímabundið. 16.3.2008 17:25 Gagnrýna skipan stjórnarformanns M&S Lord Burns stjórnarformaður verslunarkeðjunnar Marks & Spencer mun í vikunni reyna að sannfæra reiða fjárfesta um að stöðuhækkun Stuart Rose, eins yfirmanna fyrirtækisins upp í starfandi stjórnarformann, sé fyrirtækinu í hag. 16.3.2008 15:46 Alitalia samþykkir yfirtökutilboð Air France Ítalska flugfélagið Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans Air France fyrir 138 milljónir Evra, eða rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Ítalska ríkið sem á 49,9 prósenta hlut í flugfélaginu tókst ekki að selja fyrirtækið á síðasta ári. Taprekstur hefur verið á félaginu síðstliðin fimm ár. 16.3.2008 12:49 Enn mögulegt að loka sjóðum Ein af jákvæðustu innlendu fréttum liðinnar viku var að það virðist enn vera hægt að loka sjóði, að sögn Ragnars Hannesar Guðmundssonar, sérfræðings hjá Askar Capital. 16.3.2008 08:44 Áform um Virgin banka Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. 15.3.2008 17:20 JP Morgan útvegar Bear Stearns neyðarfjármagn Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarfjármagn til að reyna að forða bankanum frá gjaldþroti samkvæmt heimildum erlendra miðla. JP Morgan Chase mun útvega fjármagnið í 28 daga og nýtur stuðnings varasjóðs New York ríkis. JP Morgan er einnig að reyna að fá langtímafjármagn fyrir bankann. 15.3.2008 15:06 Krónan féll um 1,56 prósent í gær Gengi íslensku krónunnar féll um 1,56 prósent í gær og hefur gengið því lækkað um nærri fjögur prósent á síðustu tveimur dögum. Dollarinn er nú 71 króna og breska pundið um 144 krónur. Evran var 111 krónur við lokun markaðar í gær en hún var 92 krónur í upphafi árs. 15.3.2008 10:29 Ingvar Eyfjörð aðstoðarforstjóri Icelandic Group Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals. Við því starfi tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins. Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í matvælaframleiðslu. 15.3.2008 09:47 Nýherji eykur hlutafé um 45 milljónir króna Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 45 milljónir króna á genginu 22,0. Þar af verða 15.902.553 hlutir nýttir sem greiðsla til seljenda TM Software hf. og 29.097.447 hlutir verða ætlaðir til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna samstæðunnar. Hverjum og einum starfsmanni samstæðunnar sem eru í starfi 14. Mars 2008 býðst að kaupa annað hvort 5.000 eða 10.000 hluti. 14.3.2008 22:38 Forsætisráðherra heimsótti NASDAQ-höllina Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands heimsótti NASDAQ OMX kauphöllina í New York í dag ásamt fríðu föruneyti. Þar hitti hann forstjóra NASDAQ OMX Group, Bob Greifeld. 14.3.2008 19:48 Sigurjón Þ. Árnason: Mikilvægt að koma í veg fyrir misskilning „Það er mikilvægt að skýra út íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir misskilning,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn í dag. 14.3.2008 19:24 Spáir 8,5% verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 8,5% í mars samanborið við 6,8% í febrúar. 14.3.2008 17:35 FL Group lækkaði mest FL Group lækkaði mest allra félaga í Kauphöll Ísland í dag eða um 4,47%. 365 hf lækkaði um 2,82% og Exista hf. Um 2,68%. 14.3.2008 16:59 de CODE tapar 41,5 milljörðum á 11 árum de CODE genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, kynnti í vikunni afkomutölur sínar fyrir lokafjórðung ársins 2007 og fjárhagsárið í heild sinni. Tap lokafjórðungs 2007 var tæplega 2,3 milljarðar íslenskra króna, samanborið við 1,6 milljarða króna á lokafjórðungi ársins 2006. 14.3.2008 16:31 Sameiningarferli lokið hjá Opnum kerfum og Titan Lögformlegu sameiningaferli Opinna kerfa og Titan lauk í dag þegar hluthafafundir fyrirtækjanna samþykktu sameiningu. Hjá sameinuðu fyrirtæki eru 140 starfsmenn og er áætluð velta 4,5 milljarðar króna. Samhliða sameiningunni tekur nýtt skipurit gildi hjá Opnum kerfum. 14.3.2008 15:29 Hagnaður Byrs þrefaldast Byr Sparisjóður hagnaðist um tæp átta milljarða króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. 14.3.2008 15:18 Bear Stearns berst við lausafjárvanda Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. 14.3.2008 14:36 Gengi krónunnar sveiflast mikið Gengi krónunnar hefur sveiflast mikið það sem af er degi. 14.3.2008 12:24 Eimskip tapaði 4,2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi 2008 nam 39 milljónum evra eða sem samsvarar 4,2 milljörðum kr. 14.3.2008 11:13 Óheppileg tímasetning og of hátt gengi hjá Skiptum Lítill áhugi fjárfesta á kaupum á hlutum í Skiptum hf. markast af afar óheppilegri tímasetningu útboðsins og því að gengið á hlutunum var of hátt. 14.3.2008 10:54 Bakkavör hækkar um tæp fjögur prósent Gengi bréfa í Bakkavör hafa hækkað um rúm 3,6 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti í morgun að það hefði keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjavöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverð er trúnaðarmál. Þetta er mesta hækkunin í Kauphöllinni í dag. 14.3.2008 10:31 Bakkavör kaupir matvælafyrirtæki í Hong Kong Bakkavör Group hefur keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjarvöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong, og á kauprétt að eftirstandandi hlutum í félaginu árið 2010. 14.3.2008 10:08 Aðeins 7,5 prósent seldust í útboði Skipta Frekar takmarkaður áhugi var á kaupum á hlutafé í Skiptum hf. en aðeins 7,5 prósent af þeim 30 prósentum sem í boði voru seldust. 14.3.2008 10:01 Föstudagshækkun á hlutabréfamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað lítillega í dag. Óvæntur viðsnúningur var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar matsfyrirtækið Standard & Poor's spáði því að bankar og fjármálafyrirtæki muni draga úr afskriftum vegna gengisfellingar á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. 14.3.2008 09:11 Færa eignir til Invik Íslenskar eignir fjármálafyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða dótturfélög Invik, þar með talin íslensku fjármálafyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins. 14.3.2008 08:15 Verð á gulli komst í 1.000 dollara Heimsmarkaðsverð á gulli komst í 1000 dollara únsan í fyrsta sinn í sögunni og reiknað er með að verðið fari hækkandi í náinni framtíð. 14.3.2008 07:29 Gengi krónunnar veiktist mikið í dag Gengi krónunnar veiktist í dag um 2,3 prósent og hefur samtals veikst um 17 prósent frá áramótum. 13.3.2008 21:58 Pláss fyrir 1500 verslanir í Kína „Við erum að skoða sérstaklega tækifæri sem fæðast við breytingar á alþjóðlegum mörkuðum,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, á ráðstefnu í New York í dag. Nefndi hann sérstaklega Rússland en líka Indland og Kína. Þetta væru vaxtamarkaðir á meðan þróaðri markaðir væru að minnka í hlutfalli við þá. 13.3.2008 21:21 Karlmenn kjósa vefverslun „Um tíu prósent af allri verslun mun fara fram í gegnum netið,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs á ráðstefnu um íslenskt efnahagslíf í New York í dag. 13.3.2008 20:57 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórn FL Group hefur ekki rætt um afskráningu félagsins Vegna fréttaumfjöllunar vill stjórn FL Group taka fram að engar umræður hafa farið fram í stjórn félagsins um afskráningu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeir Jónssyni, stjórnarformanni FL Group, til Kauphallarinnar.FL Group hf. lækkaði um 13,21% í Kauphöll Íslands í dag eftir að það spurðist út að FL Group yrði tekið af markaði. 17.3.2008 17:15
Ekki hægt að fullyrða um hvort botninum sé náð Gylfi Magnússson, hagfræðingur og dósent við háskóla Íslands segir að Seðlabankinn hafi enga góða kosti í þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku fjármálalífi. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvort botninum sé náð, það eina sem hægt sé að fullyrða um er að menn vita ekkert. Gylfi var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags á Vísi í dag. 17.3.2008 17:09
FL Group niður um rúm 13% í Kauphöllinni í dag FL Group hf. lækkaði um 13,21% í Kauphöll Íslands í dag. Gengi félagsins stendur nú í 7,23. Þá lækkaði Exista um 10,32% og 365 hf. um 7,97%. 17.3.2008 16:52
FL Group lokar ekki í London Júlíus Þorfinnsson forstöðumaður samskiptasviðs hjá FL Group segir félagið ekki ætla að loka skrifstofum félagsins í London. 17.3.2008 15:36
FL Group nálgast 13 prósentin í dag FL Group hf. hefur lækkað um 12,61% það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Gengi félagsins stendur nú í 7,28. Þá hefur Exista lækkað um 9,72% og 365 hf. um 7,97%. 17.3.2008 15:22
Stærstu hluthafar FL Group og Exista hafa misst 100 milljarða Stærstu hluthafar fjárfestingafélaganna FL Group og Existu hafa misst 100 milljarða af eignum sínum það sem af er þessu ári. Gengi beggja félaga hefur lækkað um meira en 40% á þeim tveimur og hálfa mánuði sem liðinn er af árinu 2008. 17.3.2008 14:58
„Held að þetta breyti engu fyrir FL Group“ Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs, segir brottnám FL Group af markaði í sjálfu sér ekki breyta miklu. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt, þetta þýðir bara að opinber verðskráning á hlutum hverfur og ekki er hægt að sjá verð bréfanna frá degi til dags. 17.3.2008 13:12
FL Group tekið af markaði FL Group verður tekið af markaði á næstu vikum. Þetta herma heimildir Markaðarins en greint var frá tíðindunum í hádegisfréttum hans. 17.3.2008 12:24
Seðlabankinn verður að horfast í augu við veruleikann Seðlabankinn verður að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandann sem hlýst af háum stýrivöxtum og áhrif þeirra á gengi krónunnar, segja tveir fjármálasérfræðingar. 17.3.2008 12:00
Bear Stearns kominn á botninn Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag. 17.3.2008 11:34
Greining Glitnis spáir þriggja prósenta lækkun á íbúðaverði Í nýrri spá greiningar Glitnis um þróun íbúðaverðs er reiknað með því að íbúðaverð muni lækka um þrjú prósent yfir þetta ár. 17.3.2008 10:31
Krónan í frjálsu falli í morgun Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli í viðskiptum á millibankamarkaði í morgun. Frá því að opnað var fyrir viðskipti hefur gengi krónunnar fallið um tæp fimm prósent. 17.3.2008 10:19
Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum. 17.3.2008 10:04
Fall á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hafa fallið um 4,5 prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta er nokkuð í takti við mikla dýfu á hlutabréfamörkuðum víða um heim í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan keypti kollega sinn hjá Bear Stearns með miklum afslætti. 17.3.2008 09:21
Kaupin á Bear Stearns kölluð brunaútsala J.P. Morgan hefur fest kaup á fjármálafyrirtækinu Bear Stearns á verði sem blaðið Wall Street Journal kallar brunaútsölu. 17.3.2008 07:54
ESB hvetur banka til að greina frá tapi Leiðtogar Evrópusambandsin hvöttu alþjóðabanka fyrir helgina að hjálpa til við að róa markaði með því að gefa upp tap þeirra á síðustu mánuðum. Hvatningin kemur í kjölfar skýrslu sem sýnir að verðbólga á Evrusvæðinu hafi náð nýjum hæðum. Styrkur Evrunnar var meðal umræðuefna leiðtogafundar ESB en málið veldur vaxandi áhyggjum innan sambandsins. 16.3.2008 20:49
Danir kvarta um ósanngjarna samkeppnisstöðu Danskir bankar hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og kvartað yfir „ósanngjarnri samkeppnisstöðu“ sem þeir segja að stuðningur bresku stjórnarinnar gefi Northern Rock bankanum sem ákveðið hefur verið að ríkisvæða tímabundið. 16.3.2008 17:25
Gagnrýna skipan stjórnarformanns M&S Lord Burns stjórnarformaður verslunarkeðjunnar Marks & Spencer mun í vikunni reyna að sannfæra reiða fjárfesta um að stöðuhækkun Stuart Rose, eins yfirmanna fyrirtækisins upp í starfandi stjórnarformann, sé fyrirtækinu í hag. 16.3.2008 15:46
Alitalia samþykkir yfirtökutilboð Air France Ítalska flugfélagið Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans Air France fyrir 138 milljónir Evra, eða rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Ítalska ríkið sem á 49,9 prósenta hlut í flugfélaginu tókst ekki að selja fyrirtækið á síðasta ári. Taprekstur hefur verið á félaginu síðstliðin fimm ár. 16.3.2008 12:49
Enn mögulegt að loka sjóðum Ein af jákvæðustu innlendu fréttum liðinnar viku var að það virðist enn vera hægt að loka sjóði, að sögn Ragnars Hannesar Guðmundssonar, sérfræðings hjá Askar Capital. 16.3.2008 08:44
Áform um Virgin banka Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. 15.3.2008 17:20
JP Morgan útvegar Bear Stearns neyðarfjármagn Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarfjármagn til að reyna að forða bankanum frá gjaldþroti samkvæmt heimildum erlendra miðla. JP Morgan Chase mun útvega fjármagnið í 28 daga og nýtur stuðnings varasjóðs New York ríkis. JP Morgan er einnig að reyna að fá langtímafjármagn fyrir bankann. 15.3.2008 15:06
Krónan féll um 1,56 prósent í gær Gengi íslensku krónunnar féll um 1,56 prósent í gær og hefur gengið því lækkað um nærri fjögur prósent á síðustu tveimur dögum. Dollarinn er nú 71 króna og breska pundið um 144 krónur. Evran var 111 krónur við lokun markaðar í gær en hún var 92 krónur í upphafi árs. 15.3.2008 10:29
Ingvar Eyfjörð aðstoðarforstjóri Icelandic Group Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals. Við því starfi tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins. Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í matvælaframleiðslu. 15.3.2008 09:47
Nýherji eykur hlutafé um 45 milljónir króna Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 45 milljónir króna á genginu 22,0. Þar af verða 15.902.553 hlutir nýttir sem greiðsla til seljenda TM Software hf. og 29.097.447 hlutir verða ætlaðir til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna samstæðunnar. Hverjum og einum starfsmanni samstæðunnar sem eru í starfi 14. Mars 2008 býðst að kaupa annað hvort 5.000 eða 10.000 hluti. 14.3.2008 22:38
Forsætisráðherra heimsótti NASDAQ-höllina Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands heimsótti NASDAQ OMX kauphöllina í New York í dag ásamt fríðu föruneyti. Þar hitti hann forstjóra NASDAQ OMX Group, Bob Greifeld. 14.3.2008 19:48
Sigurjón Þ. Árnason: Mikilvægt að koma í veg fyrir misskilning „Það er mikilvægt að skýra út íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir misskilning,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn í dag. 14.3.2008 19:24
Spáir 8,5% verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 8,5% í mars samanborið við 6,8% í febrúar. 14.3.2008 17:35
FL Group lækkaði mest FL Group lækkaði mest allra félaga í Kauphöll Ísland í dag eða um 4,47%. 365 hf lækkaði um 2,82% og Exista hf. Um 2,68%. 14.3.2008 16:59
de CODE tapar 41,5 milljörðum á 11 árum de CODE genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, kynnti í vikunni afkomutölur sínar fyrir lokafjórðung ársins 2007 og fjárhagsárið í heild sinni. Tap lokafjórðungs 2007 var tæplega 2,3 milljarðar íslenskra króna, samanborið við 1,6 milljarða króna á lokafjórðungi ársins 2006. 14.3.2008 16:31
Sameiningarferli lokið hjá Opnum kerfum og Titan Lögformlegu sameiningaferli Opinna kerfa og Titan lauk í dag þegar hluthafafundir fyrirtækjanna samþykktu sameiningu. Hjá sameinuðu fyrirtæki eru 140 starfsmenn og er áætluð velta 4,5 milljarðar króna. Samhliða sameiningunni tekur nýtt skipurit gildi hjá Opnum kerfum. 14.3.2008 15:29
Hagnaður Byrs þrefaldast Byr Sparisjóður hagnaðist um tæp átta milljarða króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. 14.3.2008 15:18
Bear Stearns berst við lausafjárvanda Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. 14.3.2008 14:36
Gengi krónunnar sveiflast mikið Gengi krónunnar hefur sveiflast mikið það sem af er degi. 14.3.2008 12:24
Eimskip tapaði 4,2 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi 2008 nam 39 milljónum evra eða sem samsvarar 4,2 milljörðum kr. 14.3.2008 11:13
Óheppileg tímasetning og of hátt gengi hjá Skiptum Lítill áhugi fjárfesta á kaupum á hlutum í Skiptum hf. markast af afar óheppilegri tímasetningu útboðsins og því að gengið á hlutunum var of hátt. 14.3.2008 10:54
Bakkavör hækkar um tæp fjögur prósent Gengi bréfa í Bakkavör hafa hækkað um rúm 3,6 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti í morgun að það hefði keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjavöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverð er trúnaðarmál. Þetta er mesta hækkunin í Kauphöllinni í dag. 14.3.2008 10:31
Bakkavör kaupir matvælafyrirtæki í Hong Kong Bakkavör Group hefur keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjarvöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong, og á kauprétt að eftirstandandi hlutum í félaginu árið 2010. 14.3.2008 10:08
Aðeins 7,5 prósent seldust í útboði Skipta Frekar takmarkaður áhugi var á kaupum á hlutafé í Skiptum hf. en aðeins 7,5 prósent af þeim 30 prósentum sem í boði voru seldust. 14.3.2008 10:01
Föstudagshækkun á hlutabréfamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað lítillega í dag. Óvæntur viðsnúningur var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar matsfyrirtækið Standard & Poor's spáði því að bankar og fjármálafyrirtæki muni draga úr afskriftum vegna gengisfellingar á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. 14.3.2008 09:11
Færa eignir til Invik Íslenskar eignir fjármálafyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða dótturfélög Invik, þar með talin íslensku fjármálafyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins. 14.3.2008 08:15
Verð á gulli komst í 1.000 dollara Heimsmarkaðsverð á gulli komst í 1000 dollara únsan í fyrsta sinn í sögunni og reiknað er með að verðið fari hækkandi í náinni framtíð. 14.3.2008 07:29
Gengi krónunnar veiktist mikið í dag Gengi krónunnar veiktist í dag um 2,3 prósent og hefur samtals veikst um 17 prósent frá áramótum. 13.3.2008 21:58
Pláss fyrir 1500 verslanir í Kína „Við erum að skoða sérstaklega tækifæri sem fæðast við breytingar á alþjóðlegum mörkuðum,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, á ráðstefnu í New York í dag. Nefndi hann sérstaklega Rússland en líka Indland og Kína. Þetta væru vaxtamarkaðir á meðan þróaðri markaðir væru að minnka í hlutfalli við þá. 13.3.2008 21:21
Karlmenn kjósa vefverslun „Um tíu prósent af allri verslun mun fara fram í gegnum netið,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs á ráðstefnu um íslenskt efnahagslíf í New York í dag. 13.3.2008 20:57