Viðskipti innlent

Viðskipti með bréf Skipta hafin aftur - gengið fellur

Búið er að opna fyrir viðskiptin með bréf Skipta aftur og hefur gengið fallið um tæp 10% eða úr 6,64 kr. sem var upphafsgengið og niður í 6 kr. sléttar.

Tekið skal fram að ekki eru háar upphæðir á bakvið þessi viðkipti eða aðeins 38 milljónir kr.

Þegar viðskiptin voru stöðvuð í morgun hafði gengi bréfanna í Skipta fallið niður í 6,37 kr. Hinsvegar hefur Exista gert yfirtökutilboð í Skipta á genginu 6,64 og stendur tilboðið næstu átta vikurnar.

Exista er stærsti hluthafinn í Skipta með rúmlega 44% hlutafjár. Næst þar á eftir kemur Kaupþing með um 20% hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×