Fleiri fréttir

Frekara tap vegna fasteignalána

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gerir ráð fyrir því að bankinn skili tapi á þriðja ársfjórðungi vegna tapaðra fasteignalána í Bandaríkjunum. Gangi spáin eftir verður þetta í fyrsta sinn sem bankinn skilar tapi í sex ár.

Styttist í risayfirtöku

Royal Bank of Scotland, belgíski bankinn Fortis og hinn spænski Santander hafa tryggt sér samþykki 85 prósent hluthafa fyrir yfirtökutilboði í hollenska bankann ABN Amro.

Einkageirinn er með áhættufjármagnið

Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan.

Velta á fasteignamarkaði í hæstu hæðum

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í september var í hæstu hæðum eða rúmlega 19 milljarða kr. Veltan hefur aðeins einu sinni verið jafn há sem var í júní á þessu ári en þá var veltan einnig rúmir 19 milljarða kr. Kaupsamningar hafa aftur á móti verið fleiri en nú en það var í nóvember 2004 og voru þeir þá 1.165 talsins. Var það skömmu eftir að samkeppni ÍLS og bankanna hófst en nú í september voru þeir alls 924.

Grænt á nær öllum tölum

Úrvalsvísitalan hækkaði um rúmt prósent í dag og stendur nú í tæpum 8.500 stigum. Grænt var á nær öllum tölum í dag fyrir utan Eik Banki en gengi hans féll lítillega eða um 0,15%.

Fataframleiðandinn JBS sakaður um klám

Samtökin Pornofrit Miljö og Dansk Kvindesamfund í Danmörku hafa sakað nærfataframleiðandann JBS um klám í nýrri auglýsingaherferð JBS um herranærbuxur. Þegar farið er inn á heimasíðu JBS þessa daganna er maður boðinn velkominn með myndum af einkaritara, hjúkrunarkonu, nunnu og þjónustustúlku, allar léttklæddar, með klofið opið og þefandi að herranærbuxum.

Össur leiðir hækkanalestina í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók ágætan kipp við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Athygli vekur að gengi allra hlutabréfa í félögum sem greiningardeild Glitnis segir í afkomuspá sinni búa yfir helstu tækifærunum hækkaði í morgun.

Gistinóttum fjölgar

Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 181.500 en voru 163.800 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 17.700 nætur eða tæplega 11%. Hagstofan greinir frá þessu.

Peningaskápurinn...

Ekki gekk alveg áfallalaust að koma gestum með flugi frá Reykjavíkurflugvelli á fjárfestakynningu FL Group í Lundúnum í gær. Fara átti í loftið klukkan átta að morgni, en vegna þess hversu hægt gekk í öryggisskoðun var töfin orðin klukkustund þegar allir voru komnir um borð, sumir hverjir án tannkrems, rakspíra og hárgels sem er víst meðal stærstu ógna flugöryggis.

Íslendingar nálægt yfirtökumörkum í JJB Sports og Moss Bros

Íslenskir fjárfestar eru nálægt 30% yfirtökumörkum í bresku verslunarkeðjunum JJB Sports og Moss Bros. Þetta kemur fram í umfjöllun Hálf fimm frétta Kaupþingsbanka í dag. Þar er fjallað um markaðsverðmæti hlutabréfa íslenskra fjárfesta í verslanakeðjunum Debenhams, French Connection, JJB Sports, Moss Bros og Woolworths.

Nokkur félög í methæðum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Atorku hækkaði langmest skráðra félaga, eða um 8,19 prósent, og fór í 11,10 krónur á hlut og hefur aldrei verið hærra. Þá fór gengi fleiri félaga í methæðir, svo sem Landsbankans.

Glitnir semur í Shanghai

Glitnir og kínverska matvælafyrirtækið Fu Ji skrifuðu í dag undir samning sem felur í sér að Glitnir mun verða ráðgjafi Fu Ji, við vöxt fyrirtækisins á kínverska markaðinum. Með samningnum hyggst Fu Ji nýta sér þekkingu Glitnis á alþjóðlegri matvælaframleiðslu. Skrifstofa bankans í Shanghai mun leiða verkefnið fyrir Glitni en þar er að finna mikla þekkingu á kínverskum markaði.

REI á eignir í þremur heimsálfum

Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy verður til eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði jarðvarma, bæði í rafmagnsframleiðslu og hitaveitna. Um er að ræða eignir í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum á evrusvæðinu. Þetta er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga. Bankinn hefur engu að síður viljað hækka vextina upp á síðkastið en haldið að sér höndum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði auk þess sem gengi evru gagnvart bandaríkjadal hefur sjaldan verið hærra.

Vöruskiptahallinn 10 milljarðar í september

Hagstofan birti í morgun bráðabirgðatölur um vöruskipti í september. Samkvæmt þeim nam vöruútflutningur í síðasta mánuði 18,1 mlljörðum kr. en vörur voru hins vegar fluttar inn fyrir 28,1 milljarða kr. og því var 10 milljarða kr. halli á vöruskiptum í september. Er það 2 milljörðum kr. minni halli en í ágúst.

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandabanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósent. Þetta er í takt við spár sérfræðinga, sem segja bankann vilja skoða áhrif óróleika á fjármálamörkuðum á breskt efnahagslíf áður en næstu skref verði tekin.

BA velur hugbúnað frá Calidris

Breska flugfélagið British Airways hefur valið að nota hugbúnaðarpakka sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Calidris hefur hannað og þróað og ber nafnið "Business Change Management. Raunar hefur BA notað þennan pakka undanfarið ár en Calidris tilkynnti fyrst um málið í dag.

LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð

Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósent í dag, stendur í 42,3 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra.

Gengi Atorku rýkur upp

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað afar lítið eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Atorku hefur hækkað langmest það sem af er dags, eða um 6,73 prósent. Gengi einungis þriggja félaga hefur hækkað en jafn mörg lækkað. Önnur félög standa í stað.

Lækkun í Evrópu og Asíu

Hlutabréf hafa fallið í verði bæði í Asíu og Evrópu það sem af er þessum degi. Við lokun markaða í Japan hafði Nikkei vísitalan fallið um 0,6 prósent og er nú 17.092,49 stig. Hátæknifyrirtæki lækkuðu mest í verði.

Tíu prósentum færri bílar nýskráðir

Nýskráningar bíla á fyrstu níu mánuðum ársins drógust saman um rúm tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós.

Kreditkortavelta eykst milli ára

Kreditkortavelta heimila var 17,8 prósentum meiri á fyrstu átta mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast

Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára.

Samruni BYRS við SPK samþykktur einróma

Fundur stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs, sem haldinn var í dag, samþykkti einróma, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, samruna Byrs sparisjóðs við Sparisjóð Kópavogs samkvæmt samrunaáætlun, sem stjórnir sparisjóðanna undirrituðu 27. júní sl.

Straumur hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Straumi hækkaði mest, eða um 3,33 prósent og standa bréf fjárfestingabankans í 21,7 krónum á hlut. Gengi bréfa í FL Group hækkaði næstmest, eða um 3,1 prósent.

Nyhedsavisen gengur vel, Politiken að sligast

Rjómagangur er á dönsku fríblöðunum þessa daganna þar með talið hinu íslenskættaða Nyhedsavisen. Á sama tíma á stærsta dagblaðaútgáfa Danmerkur, JP/Politikens hus, í miklum fjárhagsvandræðum en sú útgáfa gefur jafnframt út stærsta fríblaðið 24timer. Hefur fjárhagstapið á 24timer leitt til niðurskurðaraðgerða hjá Politiken.

Sameining í orkugeiranum

Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag.

Gengi AMR gæti hækkað um 50 prósent

Ábendingar FL Group til stjórnar AMR hafa skilað sér í jákvæðari umfjöllun greiningardeilda um félagið. FL Group á rúm níu prósent í AMR.

Gengi Northern Rock rýkur upp vegna yfirtökufrétta

Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock hefur hækkað um heil tíu prósent í dag eftir að fjárfestingafélagið JC Flowers greindi frá því að það hefði tryggt sér 15 milljarða punda, jafnvirði tæpra 1.900 milljarða íslenskra króna, sem mun nýtast við yfirtöku á félaginu.

Greiða atkvæði um sameiningu BYRS og SPK

Stjórn BYRS hefur boðað til stofnfjáreigendafundar í sparisjóðnum í dag. Ef og þegar stofnfjáreigendur hafa samþykkt sameininguna við Sparisjóð Kópavogs, sem allar líkur eru á að gerist, er búist er við að Fjármálaeftirlitið muni taka sér sinn tíma áður en stofnunin leggur blessun sína yfir málið.

Enn þröngt um lausafé á fjármálamörkuðum

Þrátt fyrir að losnað hafi um lausafé á ýmsum helstu fjármálamörkuðum heims er aðgengi að lausafé mun takmarkaðra en var fyrir óróann sem hófst í júlílok, og vextir á skammtímalánum enn háir. Álag á helstu millibankamörkuðum, miðað við stýrivexti, er þannig enn mun hærra en var í júlílok og raunar er álag á 3 mánaða innlánsvexti í Bandaríkjum og á evrusvæði með því hæsta sem verið hefur frá því sviptingarnar hófust.

Athafnalán fyrir konur hjá SPRON

Athafnalán eru ný lán sem veitt eru vegna rekstrar þar sem konur eru í lykilhlutverki. Lánin bjóðast fyrirtækjum sem eru í eigu kvenna eða rekin af konum og veitir SPRON lánin í samvinnu við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbankann.

Brú fjárfestir í útgerðarfyrirtæki

Brú II Venture Capital Fund hefur fjárfest fyrir sjö milljónir bandaríkjadala eða sem nemur 449 milljónum króna í sprotafyrirtækinu FS-10 ehf. sem er útgerðarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. FS-10 var stofnað í þeim tilgangi að nýta íslenska sérfræðiþekkingu við útgerð stórra fiskiskipa á hafinu undan Máritaníu en stofnendur fyrirtækisins hafa víðtæka reynslu af sjávarútvegi.

Kraftur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group.

Milestone tekur stöðu í Carnegie

Fjárfestingafyrirtækið Milestone, í eigu þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, hefur fjárfest grimmt í sænska bankanum Carnegie og er nú stærsti hluthafi bankans með 9,7% hlut. Að sögn danska blaðsins Börsen hefur Milestone greitt um 7,4 milljarða skr. fyrir hlutinn eða um 74 milljarða kr. Glitnir hefur einnig keypt hluti í bankanum og á nú 1,8 milljón hluti.

Morgan Stanley segir upp 600 manns

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley ætlar að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni. Endurskipulagning stendur yfir á fasteignalánadeild fyrirtækisins. Fimm hundruð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evrópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa gripið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi

Samtök verslunar í Bretlandi segir nauðsynlegt að Englandsbanki lækki stýrivexti en það muni auka bjartsýni neytenda á horfur í efnahagsmálum. Vaxtaákvörðunarfundur Englandsbanka er á morgun en reiknað er með því að bankastjórnin haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum að sinni.

Hlutabréf lækka lítillega í Evrópu

Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Evrópu þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan féll um 0,1 prósent.

Vísitölurnar upp og niður

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Hækkun var við lok viðskipta í Asíu í morgun og sló vísitalan í Kína enn eitt metið. Vísitölur í Evrópu hafa verið upp og niður. Bloomberg varar við of mikilli bjartsýni.

Sjá næstu 50 fréttir