Viðskipti erlent

Gengi AMR gæti hækkað um 50 prósent

MYND/GVA

Ábendingar FL Group til stjórnar AMR hafa skilað sér í jákvæðari umfjöllun greiningardeilda um félagið. FL Group á rúm níu prósent í AMR.

Þannig segir í nýrri greiningu frá Barron's að gengi bréfa félagsins gæti hækkað um allt að 50 prósentum. Í greiningunni er vísað til möguleika sem tengjast sölu á hluta af starfsemi AMR sem bæta myndi niðurstöðu efnahagsreikninga.

FL Group sendi stjórn AMR í síðustu viku opið bréf þar sem félagið var hvatt til aðgerða í þessa veru, svo sem að skilja frá rekstrinum vildarklúbb félagsins en með því mætti auka virði AMR um allt að fjóra milljarða Bandaríkjadala. Eftir á að koma í ljós hvort hluthafar AMR leggist á árar með FL Group og þrýsti á um stefnubreytingu hjá stjórninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×