Viðskipti erlent

Fataframleiðandinn JBS sakaður um klám

Samtökin Pornofrit Miljö í Danmörku og Dansk Kvindesamfund hafa sakað nærfataframleiðandann JBS um klám í nýrri auglýsingaherferð JBS um herranærbuxur. Þegar farið er inn á heimasíðu JBS þessa daganna er maður boðinn velkominn með myndum af einkaritara, hjúkrunarkonu, nunnu og þjónustustúlku, allar léttklæddar, með klofið opið og þefandi að herranærbuxum.

Meðlimir beggja fyrrgreindra samtaka eru reiðir yfir þessum auglýsingum JBS og telja þær ekkert annað en hreinræktað klám. "Ég tel þessar auglýsingar klámfengnar, niðurlægjandi fyrir konur og beinlínis skaðlegar fyrir börn," segir Lone Skov Al Awssi formaður samtakanna Pornofrit Miljö í samtali við Politiken.

Helle Skræddergaard auglýsingastjóri JBS furðar sig á þessum viðbrögðum og hafnar því að um klám sé að ræða. "Þessum auglýsingum er beint að hópnum 17 til 35 ára og hann getur vel séð í gegnum hlutina og fundið það skemmtilega í þessu," segir Helle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×