Viðskipti innlent

Bakkavör Group kaupir breskan hráefnisframleiðanda

Bakkavararbræður styrkja stöðu sína á Bretlandi.
Bakkavararbræður styrkja stöðu sína á Bretlandi.
Bakkavör Group hefur keypt breska matvælafyrirtækið Welcome Food Ingredients Ltd. Fyrirtækið framleiðir bragðefni og sósur til matvælaframleiðslu. Kaupin voru fjármögnuð úr sjóðum félagsins en kaupverðið er trúnaðarmál.

Í tilkynningu frá Bakkavör segir að Welcome Food Ingredients hafi verið stofnað árið 1994 og sérhæfi sig í notkun ferskra og þurrkaðra hráefna við framleiðslu bragðefna og blandna á borð við sósur, deig og þykkni fyrir matvælaiðnaðinn. Fyrirtækið sé staðsett í Nottinghamshire í Bretlandi og starfsmenn þess 115 talsins.

Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, telur að kaupin á fyrirtækinu komi til með að styrkja stöðu Bakkavör Group í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×