Viðskipti erlent

Hlutabréf á Asíumarkaði hækka enn

Það er líf á mörkuðum í Asíu.
Það er líf á mörkuðum í Asíu.
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu halda áfram að hækka. Bréf á mörkuðum í Hong Kong hafa nú hækkað fimm daga í röð. Hang Seng vísitalan hækkaði um 328 stig í nótt. Hún er nú komin upp í rúm 28.500 stig. Japanska Nikkei vísitalan hækkaði einnig um 0,5% og er komin upp í rúm sautjánþúsund og eitthundrað stig. Þróunin á Wall Street er hins vegar óljós. Í gær hækkaði Nasdaq um 0,2% en Dow Jones fór niður um 0,3%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×