Fleiri fréttir

Eignir lífeyrissjóða aukast

Eignir lífeyrissjóðanna voru komnar í 1.425 milljarða króna í lok október samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Þetta var níu milljarða aukning milli mánaða eða 0,6 prósenta hækkun.

Ósætti milli HoF og Barclaycard

Samningur milli verslanakeðjunnar House of Fraser og Barclaycard, sem er í eigu Barclays-banka, er í uppnámi að sögn breska vefmiðilsins Telegraph. Árið 2004 skrifuðu fyrirtækin undir tíu ára samning þess efnis að frá og með júní næstkomandi myndi Barclaycard sjá um útgáfu FraserCard, nokkurs konar vildarkorts HoF.

CCP verður útskrifað í janúar

CCP verður útskrifað úr samtökum sprotafyrirtækja (SSP) eftir að velta félagsins fór yfir einn milljarð króna á þessu ári. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að sprotafyrirtæki sé skilgreint sem fyrirtæki er hafi veltu undir einum milljarði króna og býst við útskriftarathöfn í janúar.

Stýrivöxtum haldið óbreyttum vestra

Stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á þriðjudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Almennt var búist við þessari niðurstöðu. Vextirnir hafa ekki breyst síðan í júní eftir tveggja ára samfellt vaxtahækkan

Tilboði hafnað frá Macquarie

Stjórn ástralska flugfélagsins Qantas hafnaði í gær yfirtökutilboði sem ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríski sjóðurinn Texas Pacific gerðu í félagið í undir lok síðasta mánaðar. Tilboðið hljóðaði upp á 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 598 milljarða íslenskra króna.

ANZA kaupir af ICEconsult

Fyrirtækin ICEconsult og ANZA hf. hafa gert með sér samkomulag um innleiðingu þjónustu- og gæðakerfisins Stjóralausna frá ICEconsult hjá ANZA.

Mikill samdráttur hjá Spurs

Hagnaður Tottenham Hotspurs, sem er skráð í Kauphöllina í Lundúnum, dróst verulega saman á milli tveggja síðustu reikningsára eða um tæp 88 prósent. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 80 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem lauk í júní, samanborið við 650 milljónir króna árið áður.

Actavis vill kaupa Antibiotice

Actavis hefur sent rúmensku ríkisstjórninni bréf þess efnis að félagið hafi áhuga á að kaupa 53 prósenta hlut ríkisins í samheitalyfjafyrirtækinu Antibiotice. Fyrirtækið hefur níu prósenta markaðshlutdeild í Rúmeníu. Fyrir hefur Actavis sjö prósenta markaðshlutdeild á rúmenska samheitalyfjamarkaðnum eftir kaup á lyfjafyrirtækinu Sindan í mars síðastliðnum.

Fraktflugfélög að sameinast?

Bandarísku fraktflugfélögin United og Continental eru sögð eiga í viðræðum sem geti leitt til þess að félögin verði sameinuð. Viðræðurnar eru sagðar hafa farið í gang eftir að U.S. Airways gerði yfirtökutilboð í Delta.

Stýrivextir hækkaðir í Noregi

Seðlabanki Noregs hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Vaxtahækkunin tekur gildi á morgun. Í rökstuðningi stjórnar bankans segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Þá gaf stjórnin í skyn, að vextirnir yrðu hækkaðir frekar.

Lækkað verðmat á Össur

Verðmatsgengi á stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur verið lækkað úr 132,4 krónum á hlut í 125,0 krónur. Verðmatsgengið er talsvert yfir markaðsgengi en greiningardeild Glitnis ráðleggur fjárfestum að kaupa bréf í félaginu horfi þeir til langs tíma.

Tilboð í Qantas fellt

Stjórn ástralska flugfélagsins Qantas hafnaði í dag yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie og fjárfestingafélagsins Texas Pacific. Tilboðið hljóðaði upp á 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 598 milljarða íslenskra króna.

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Danmörku

Samkeppnishæfasta og kraftmesta hagkerfi innan Evrópusambandsins er í Danmörku, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Í fimmta sæti á lista WEF er Þýskaland, en Bretland og Frakkland skipa sjötta og níunda sæti.

Kýr rokseljast

Þó nokkuð er um að kýr gangi kaupum og sölum um þessar mundir. Í viðtali Bændablaðsins við Jóhannes Símonarson héraðsráðunaut kemur fram að eftirspurn eftir þjónustu Kúatorgs Búnaðarsambands Suðurlands, þangað sem bændum gefst kostur á að leita ef þeir hyggjast kaupa eða selja kýr, hafi ekki verið ýkja mikil.

Benda á veiku blettina hjá fyrirtækjum

Á annað þúsund fyrirtæki gætu orðið gjaldþrota eða fengið á sig árangurslaust fjárnám innan tólf mánaða gangi spár LT-skors Lánstrausts eftir. Upplýsingar úr ársreikningaskrá og vanskilaskrá eru veigamestu upplýsingarnar við útreikninga á ógjaldfærni.

Glæsilegt afmæli

Bakkabræður stóðu í ströngu um helgina, því þeir buðu til veglegrar veislu. Tilefnið var enda ærið, því fyrirtæki þeirra bræðra, Bakkavör, er tvítugt um þessar mundir.

Fjölmiðlarisar fara gegn YouTube

Bandarísku fjölmiðla- og afþreyingarrisarnir News Corp., Fox, Viacom, CBS og NBC, eru sagðir eiga í viðræðum um að búa til vefsvæði þar sem sjónvarpsefni frá fyrirtækjunum verður birt.Vefsvæðið mun verða sett á laggirnar gegn YouTube.

FME semur um eftirlit Mön

Fjármálaeftirlitið undirritaði á mánudag samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES.

Fimm þúsund manns hjá Sko

Símafyrirtækið Sko hefur á undanförnum mánuðum náð góðri fótfestu á íslenska símamarkaðnum. Um fimm þúsund manns eru nú í viðskiptum við félagið sem er vel umfram þau markmið sem stjórnendur félagsins settu sér í upphafi.

Áburðarverð hækkar

Gera má ráð fyrir að bændur greiði nú um tvö hundruð þúsund krónum meira á ári fyrir áburðinn en þeir gerðu í fyrra. Könnun sem Búnaðarsamband Suðurlands lét gera nýverið og Bændablaðið segir frá leiðir í ljós að áburðarverð hefur hækkað verulega milli ára. Er hækkunin á bilinu tíu til sautján prósentum.

Mannabreytingar hjá Eimskipi

Heiðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri starfsþróunar- og samskiptasviðs Eimskips, auk þess sem hún sinnir lögfræðilegum verkefnum.

Aflaverðmæti eykst

Heildarafli íslenskra skipa var 105 þúsund tonn í síðasta mánuði en það er ríflega sex þúsund tonnum og sex prósentum meira en fyrir ári. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nemur 1.251 þúsund tonni það sem af er árs en það er 22 prósenta samdráttur á milli ára.

Nissan framleiðir umhverfisvæna bíla

Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors svipti hulunni af umhverfisvænum bíl sem gengur fyrir etanólblöndu á bílasýningu í Los Angeles í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Framleiðsla hefst á næsta ári. Bíllinn er liður í bættri umhverfisstefnu fyrirtækisins en vél hans byggist á tækni frá Toyota, einum helsta keppinauti Nissan í Japan.

Selja stofnfé fyrir fimmtán milljarða

SPRON, SPV og SpKef vilja auka stofnfé sem styrkir eiginfjárstöðu sparisjóðanna. Heildarstofnfé í sparisjóðakerfinu nam sjö milljörðum um síðustu áramót.

Nýjar reglur losa um peninga

Stærri fjármálafyrirtæki kunna að geta losað um töluverða fjármuni í rekstri sínum eftir að um áramót taka gildi nýjar alþjóðlegar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja gildi. Reglurnar byggja á svonefndum Basel II staðli.

Engar breytingar á Úrvalsvísitölunni

Engar tilfærslur urðu á félögum inn eða út úr nýrri Úrvalsvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní á næsta ári. Sömu fimmtán félög og skipuðu eldri Úrvalsvísitölu sitja því sem fastast áfram.

Gnúpur kaupir og selur í FL

Fjárfestarnir Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.

Myntráð án myntar - leiðin inn í evruna?

Umræða um framtíð krónunnar sem gjaldmiðill landsins hefur verið áberandi á þessu ári og forsvarsmenn stærri fyrirtækja á markaði gjarnan bent á að hún standi í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér.

Sátt í vafasamri rannsókn HP

Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins.

Fiskiverðið lækkaði

Meðalverð fyrir fisk á mörkuðum landsins lækkaði um 4,7 prósent í síðustu viku frá vikunni á undan. Alls seldust tæp 2.100 tonn á mörkuðunum og var meðalverðið 169,37 krónur á kíló sem er 8,33 króna lækkun á milli vikna. Verðið hefur lækkað talsverð síðustu vikurnar frá því það stóð í hæstu hæðum á haustdögum.

Evran án aðildar að ESB

Peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill kann að vera leið sem hentar hér á landi, segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Hann stingur upp á því að hugað verði að vænleika þessarar leiðar, en með henni yrði tekið hér upp myntráð og vaxtaákvarðanir yrðu hér áfram sjálfstæðar að því marki að ákvörðunarvaldið lægi hjá Seðlabanka Íslands.

Microsoft stefnir hátt með Zune

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft stefnir að því að selja rúm milljón eintök af Zune, nýja spilastokknum sem fyrirtækið framleiðir, á fyrri helmingi næsta árs.

Verðmæti flaka jókst um 30%

Samanlagt útflutningsverðmæti fyrir fersk þorsk- og ýsuflök nam 10 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þetta er 30 prósenta aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum Landssambands smábátaeigenda.

Krefjast öruggari rafhlaða í fartölvur

Hagsmunahópur sem berst fyrir betri ferðarafhlöðum segir öruggari rafhlöður fyrir fartölvur verða að líta dagsins ljós á næstunni. Hópurinn nefnist The Portable Battery Working Group og eiga fulltrúar frá nokkrum tölvufyrirtækjum sæti í honum.

Seðlabankinn þegir í tvær til þrjár vikur

Erlend ásókn í upplýsingar hefur knúið Seðlabankann til að setja reglur um þagnartímabil fyrir vaxtaákvarðanir. Greiningardeildir spá 25 til 50 punkta hækkun næst.

Alfesca selur höfuðstöðvar

Alfesca hefur gengið frá sölu á fasteign félagsins að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar félagsins hafa verið þar til húsa en húsnæðið var á sínum tíma hannað og byggt utan um saltfiskstarfsemi félagsins á Íslandi. Það var því orðið óhentugt fyrir starfsemi Alfesca í dag.

Fremstir að mati S&P

Kaupthing Fund Global Value, sjóður í umsjá eignastýringar Kaupþings, fékk nýverið fjórar stjörnur af fimm í einkunn frá matsfyrirtækinu Standard & Poors. Þetta er hæsta einkunn erlendra hlutabréfasjóða hér.

Minni verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04 prósent milli mánaða í desember og jafngildir það 7,0 prósents verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburðar var verðbólgan 7,3 prósent í nóvember.

Búið að redda jólunum

Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri.

iFöroya bank skráður hér

Undirbúningur að einkavæðingu Föroya Banki, elsta og annars stærsta banka Færeyja, er hafinn og hafa ráðgjafar verið ráðnir til verkefnisins.

Bankar og blöð

Risarnir í fjármálalífinu hverfast kringum viðskiptabankanna þrjá. Bakkabræður með KB, Baugur með Glitni og Bjöggarnir með Landsbankann.

Brasilíumenn að kaupa Corus?

Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði yfirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna.

Sterling selur viðhaldsþjónustuna

Norska lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group, hyggst stofna nýtt félag undir nafninu Essential Aircraft Maintenance Services A/S (EAMS) utan um viðhaldsþjónustu sína.

Sjá næstu 50 fréttir