Viðskipti erlent

Mikill samdráttur hjá Spurs

Framherjinn Dimitar Berbatov Hagnaður Spurs dróst saman um 88 prósent á milli ára.
Framherjinn Dimitar Berbatov Hagnaður Spurs dróst saman um 88 prósent á milli ára. MYND/Getty

Hagnaður Tottenham Hotspurs, sem er skráð í Kauphöllina í Lundúnum, dróst verulega saman á milli tveggja síðustu reikningsára eða um tæp 88 prósent. Hagnaður félagsins fyrir skatta nam 80 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem lauk í júní, samanborið við 650 milljónir króna árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og viðskipti með leikmenn féll um 1.360 milljóni króna á milli ára: úr tveimur milljörðum niður í 625 millljónir króna.

Spurs velti tíu milljörðum króna á síðasta rekstrarári sem var fimm prósenta aukning á milli ára. Tekjur frá styrktaraðilum jukust um tíu prósent á milli ára. félagið gerði samninga við Puma og Mansion fyrr á þessu ári. Rekstrarkostnaður jókst verulega á milli ára sökum leikmannakaupa.

Spurs endaði í fimmta sæti í ensku Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og missti því rétt af þátttökurétti í Meistaradeildinni. Liðið komst hins vegar í Evrópukeppni félagsliða og má því búast við auknum tekjum á yfirstandandi reikningsári.

Hlutabréf í Spurs hafa hækkað um 34 prósent á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×