Viðskipti innlent

Gnúpur kaupir og selur í FL

Fjárfestarnir Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.

Jafnframt hefur Gnúpur selt um fimm prósenta hlut til FL sem á nú um sjö prósent í eigin bréfum. Öll viðskiptin fóru fram á genginu 23,1 sem var undir þáverandi markaðsgengi hlutabréfa í FL.

Eignarhlutur Gnúps er því um 17,2 prósent í FL eða rúmir 32 milljarðar að markaðsvirði. Félög í eigu Magnúsar héldu utan um 14,5 prósenta hlut í FL fyrir viðskiptin, en félag í eigu Kristins og systkina hans um 7,7 prósent.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Kristinn og Magnús eigi samanlagt 93 prósent hlutafjár í Gnúpi. Fjárfestingafélagið Brekka, sem er í eigu Þórðar Más, er einnig meðal hluthafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×