Viðskipti erlent

Sterling selur viðhaldsþjónustuna

Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling. Sterling hefur stofnað nýtt félag utan um viðhaldsþjónustu sína sem verður selt á næstu sex mánuðum.
Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling. Sterling hefur stofnað nýtt félag utan um viðhaldsþjónustu sína sem verður selt á næstu sex mánuðum.

Norska lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu FL Group, hyggst stofna nýtt félag undir nafninu Essential Aircraft Maintenance Services A/S (EAMS) utan um viðhaldsþjónustu sína.

Félagið verður selt í tveimur hlutum á næstu sex mánuðum, þann 1. febrúar og 1. maí. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, segir þann háttinn hafðan á til þess að Sterling hafi áfram ákveðna stjórn yfir fyrirtækinu á meðan breytingarnar ganga í gegn.

Kaupendur nýja félagsins eru meðal annarra fyrrverandi stjórnendur hjá SAS og aðrir sem hafa langa reynslu af viðhaldsrekstri, bæði í Skandinavíu og Evrópu, ásamt hópi fjárfesta. Nýja félagið mun, auk Sterling, sinna öðrum viðskiptavinum og sérhæfa sig sérstaklega í Boeing 737 og Airbus 320 flugvélum.

Almar segir söluna í takti við það sem önnur lággjaldaflugfélög hafa gert. Óvenjulegt sé að þau sinni viðhaldi á flota sínum sjálf. Það að nýja félgið muni jafnframt sinna öðrum viðskiptavinum feli í sér kostnaðarhagræðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×