Viðskipti innlent

Glæsilegt afmæli

Bakkabræður stóðu í ströngu um helgina, því þeir buðu til veglegrar veislu. Tilefnið var enda ærið, því fyrirtæki þeirra bræðra, Bakkavör, er tvítugt um þessar mundir.

Margt mektarfólks sá ástæðu til að samfagna bræðrunum og fjölskyldu þeirra í tilefni af tímamótunum, enda á ferðinni einstök farsældarsaga í uppbyggingu fyrirtækisins.

Ekki blés þó byrlega í byrjun og róðurinn oft þungur fyrstu árin. Göntuðust þeir bræður með það að eiginkonurnar sem staðið hafa þétt við hlið þeirra við uppbygginguna hafi síður en svo gifst til fjár. Þvert á móti mætti segja að bræðurnir hafi kvænst til fjár, enda oft þröngt í búi fyrstu árin og ekkert eftir til að greiða þeim laun.

Þeir dagar eru að baki og nú blasa við vel rekin og sterk fyrirtæki þeirra bræðra sem eiga eftir að vaxa og dafna um ókomin ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×