Viðskipti erlent

Ósætti milli HoF og Barclaycard

House of Fraser og Barclaycard til tíu ára er sagður hafa komist í uppnám eftir að Baugur tók yfir verslanakeðjuna.
House of Fraser og Barclaycard til tíu ára er sagður hafa komist í uppnám eftir að Baugur tók yfir verslanakeðjuna.

Samningur milli verslanakeðjunnar House of Fraser og Barclaycard, sem er í eigu Barclays-banka, er í uppnámi að sögn breska vefmiðilsins Telegraph. Árið 2004 skrifuðu fyrirtækin undir tíu ára samning þess efnis að frá og með júní næstkomandi myndi Barclaycard sjá um útgáfu FraserCard, nokkurs konar vildarkorts HoF.

Meðal annars var fólgið í samningnum að fyrirtækin myndu skipta með sér hagnaðinum sem af þessu hlytist til helminga. Var þá talið að hann yrði um tíu milljónir punda á ári, sem nemur um 1,4 milljörðum króna.

Í greininni segir að eftir að nýr hópur fjárfesta tók House of Fraser yfir, með Baug þar fremstan í flokki, hafi forsvarsmenn Barclaycard verið kallaðir til fundar til endurskoðunar samningsins. Viðræður hafi átt sér stað á undanförnum vikum sem enn hafi ekki borið árangur.

Haft er eftir heimildamanni að inni í myndinni sé að House of Fraser snúi aftur til samninga við GE sem fram að þessu hefur séð um vildarkortsþjónustu verslanakeðjunnar. 1,2 milljónir manna í Bretlandi nota FraserCard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×