Viðskipti innlent

Áburðarverð hækkar

Bændur greiða um 200 þúsund krónum meira fyrir áburðinn í ár en í fyrra.
Bændur greiða um 200 þúsund krónum meira fyrir áburðinn í ár en í fyrra.

Gera má ráð fyrir að bændur greiði nú um tvö hundruð þúsund krónum meira á ári fyrir áburðinn en þeir gerðu í fyrra. Könnun sem Búnaðarsamband Suðurlands lét gera nýverið og Bændablaðið segir frá leiðir í ljós að áburðarverð hefur hækkað verulega milli ára. Er hækkunin á bilinu tíu til sautján prósentum.

Áætlað er að þau fjögur fyrirtæki sem bítast um áburðarmarkaðinn, Áburðarverksmiðjan, Betra land, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands, annist sölu á um 55 til 60 þúsundum tonna af áburði hér á landi árlega. Áburðarsalar hafa skýrt verðhækkunina með gengisþróun hér á landi og hækkun flutningskostnaðar í kjölfar olíuverðshækkana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×