Viðskipti erlent

Sátt í vafasamri rannsókn HP

Patricia dunn á leið í réttarsal. Innanhússrannsókn bandaríska tölvuframleiðandans HP leiddi til þess að stjórnarformaður fyrirtækisins varð að segja af sér.
Markaðurinn/AFP
Patricia dunn á leið í réttarsal. Innanhússrannsókn bandaríska tölvuframleiðandans HP leiddi til þess að stjórnarformaður fyrirtækisins varð að segja af sér. Markaðurinn/AFP

Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins.

Stjórnendurnir voru sakaðir um að láta njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP. Patricia Dunn, stjórnarformaður HP, neyddist til að segja af sér vegna málsins.

Æðstu stjórnendur HP eru sakaðir um að hafa beitt vafasömum aðferðum til að komast fyrir leka af stjórnarfundum fyrirtækisins. Patricia Dunn, stjórnarformaður HP, var meðal annars sökuð um að hafa látið njósna um aðra stjórnarmenn, látið hlera síma þeirra og skoða tölvuskeyti starfsmanna. Hún sagði af sér eftir að málið komst í hámæli í september.

Rannsóknin leiddi í ljós að einn stjórnarmanna lak fréttum af stjórnarfundum til fjölmiðla. Hann neitaði að segja af sér en hefur gefið kost á sér í stjórnina á nýjan leik.

Í bandarískum fjölmiðlum í lok síðustu viku segir að dómsyfirvöld vestanhafs muni ekki leggja fram ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins vegna málsins en fyrirtækið mun áfram verða undir smásjá bandarískra dómsyfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×