Selja stofnfé fyrir fimmtán milljarða 13. desember 2006 07:15 Þrír stærstu sparisjóðirnir ætla að selja nýtt stofnfé fyrir fimmán milljarða króna að söluvirði. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Þrír stærstu sparisjóðir landsins, SPRON, SPV/SPH og SpKef, ætla að selja nýtt stofnfé fyrir um 14,7 milljarða króna á næstunni. Þarna er um talsverða fjárhæð að ræða þegar haft er í huga að allt stofnfé í sparisjóðakerfinu nam tæpum sjö milljörðum króna um síðustu áramót. Stofnfjárútgáfan styrkir eiginfjárstöðu sparisjóðanna og gerir þeim kleift að vaxa frekar. Hún býður einnig upp á þann möguleika að arðgreiðslur til stofnfjáreiganda aukist. Fyrir síðustu helgi hófst tíu milljarða króna stofnfjárútboð í SPRON þar sem núverandi stofnfé verður aukið um 90 prósent. Ef allt stofnféð selst verður heildarvirði stofnfjár um 20 milljarðar í SPRON. Þetta er önnur stofnfjáraukningin í SPRON á þessu ári en í vor var nýtt stofnfé selt fyrir fimm milljarða króna. Stjórn hins nýja sameinaða sparisjóðs SPH og SPV hefur ákveðið að nýta heimild til stofnfjáraukningar að fullu með því að selja nýtt stofnfé fyrir 3,7 milljarða króna. Útboðslýsing er til yfirlestrar hjá FME en ekki liggur endanlega fyrir hvort stofnfjáraukningin fari fram á þessu ári. Þá liggur fyrir útboðslýsing í Sparisjóðnum í Keflavík um sölu á stofnfé fyrir hálfan milljarð að nafnvirði samkvæmt heimild frá árinu 2003. Þetta samsvarar einum milljarði króna miðað við uppreiknað gengi stofnfjárbréfa sjóðsins. Útboðið hefst þann 21. desember. „Tilgangurinn með þessari sölu er að styrkja eiginfjárgrunn félagsins. Afkoma sparisjóðsins verður góð á þessu ári en aukinn stærð og meiri hagnaður taka í svokölluð eiginfjárhlutföll,“ segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í SpKef. Jafnframt liggur fyrir fyrir stofnfjáreigendafundi í Spkef tillaga um að stjórn sparisjóðsins fái heimild til að gefa út nýtt stofnfé fyrir 700 milljónir króna að nafnvirði eða 1,4 milljarða að söluvirði. Geirmundur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um sölu þess hlutar samþykki fundurinn tillöguna. Á fundinum verður lögð fram tillaga um breytingar á samþykktum sjóðsins vegna samruna við Sparisjóðinn í Ólafsvík. Þar er gert ráð fyrir að starfssvæði sparisjóðsins verði útvíkkað. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Þrír stærstu sparisjóðir landsins, SPRON, SPV/SPH og SpKef, ætla að selja nýtt stofnfé fyrir um 14,7 milljarða króna á næstunni. Þarna er um talsverða fjárhæð að ræða þegar haft er í huga að allt stofnfé í sparisjóðakerfinu nam tæpum sjö milljörðum króna um síðustu áramót. Stofnfjárútgáfan styrkir eiginfjárstöðu sparisjóðanna og gerir þeim kleift að vaxa frekar. Hún býður einnig upp á þann möguleika að arðgreiðslur til stofnfjáreiganda aukist. Fyrir síðustu helgi hófst tíu milljarða króna stofnfjárútboð í SPRON þar sem núverandi stofnfé verður aukið um 90 prósent. Ef allt stofnféð selst verður heildarvirði stofnfjár um 20 milljarðar í SPRON. Þetta er önnur stofnfjáraukningin í SPRON á þessu ári en í vor var nýtt stofnfé selt fyrir fimm milljarða króna. Stjórn hins nýja sameinaða sparisjóðs SPH og SPV hefur ákveðið að nýta heimild til stofnfjáraukningar að fullu með því að selja nýtt stofnfé fyrir 3,7 milljarða króna. Útboðslýsing er til yfirlestrar hjá FME en ekki liggur endanlega fyrir hvort stofnfjáraukningin fari fram á þessu ári. Þá liggur fyrir útboðslýsing í Sparisjóðnum í Keflavík um sölu á stofnfé fyrir hálfan milljarð að nafnvirði samkvæmt heimild frá árinu 2003. Þetta samsvarar einum milljarði króna miðað við uppreiknað gengi stofnfjárbréfa sjóðsins. Útboðið hefst þann 21. desember. „Tilgangurinn með þessari sölu er að styrkja eiginfjárgrunn félagsins. Afkoma sparisjóðsins verður góð á þessu ári en aukinn stærð og meiri hagnaður taka í svokölluð eiginfjárhlutföll,“ segir Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í SpKef. Jafnframt liggur fyrir fyrir stofnfjáreigendafundi í Spkef tillaga um að stjórn sparisjóðsins fái heimild til að gefa út nýtt stofnfé fyrir 700 milljónir króna að nafnvirði eða 1,4 milljarða að söluvirði. Geirmundur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um sölu þess hlutar samþykki fundurinn tillöguna. Á fundinum verður lögð fram tillaga um breytingar á samþykktum sjóðsins vegna samruna við Sparisjóðinn í Ólafsvík. Þar er gert ráð fyrir að starfssvæði sparisjóðsins verði útvíkkað.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira