Viðskipti innlent

Bankar og blöð

Risarnir í fjármálalífinu hverfast kringum viðskiptabankanna þrjá. Bakkabræður með KB, Baugur með Glitni og Bjöggarnir með Landsbankann.

Nú stefnir í að þessir þrír stólpar láti sér ekki þá pappíra sem finna má í bönkunum duga, heldur muni hver þeirra ráða yfir verulegum eignarhlutum í þremur dagblöðum. Ef viðskiptablaðinu verður breytt í dagblað með fulltingi Bakkabræðra, verða þeir komnir á dagblaðamarkaðinn, en fyrir ræður Björgólfur Guðmundsson og hans félagar Mogganum og Blaðinu og Baugur er stærsti hluthafi í Fréttablaðinu.

Hvort þetta er góður pappír sem verið er að fjárfesta í verður svo að koma í ljós og forvitnilegt að sjá hvernig blaðamarkaðurinn þróast á næstunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×