Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða aukast

Eignir lífeyrissjóðanna voru komnar í 1.425 milljarða króna í lok október samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Þetta var níu milljarða aukning milli mánaða eða 0,6 prósenta hækkun.

Stærstan hluta aukningarinnar má rekja til verðbréfa með föstum tekjum, til dæmis íbúðabréfa. Greining Glitnis telur að lífeyrissjóðir hafi gripið tækifærið og keypt skuldabréf í síðasta mánuði á sama tíma og þónokkrar lækkanir urðu á skuldabréfamarkaði

Glitnir bendir á að eignir lífeyrissjóðanna hafi aukist um rúma tvö hundruð milljarða króna á árinu og reiknar með að hlutfall heildareigna af landsframleiðslu verði um 130 prósent í árslok. Það er hæsta hlutfallið af öllum OECD-ríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×