Fleiri fréttir Verðbólgumarkmið næst á nýju ári Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að verðbólga lækki hratt á næsta ári og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á seinni hluta næsta árs. 12.12.2006 16:49 Airbus fær leyfi fyrir risaþotuna Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og í Evrópu hafa veitt evrópsku flugvélaverksmiðjum Airbus leyfi til að flytja farþega í A380 risaþotunni, sem kemur á markað næsta haust. Leyfið var veitt eftir 2.600 klukkustunda æfingaflug en meðal annars var flogið hingað til lands og lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun síðasta mánaðar. 12.12.2006 16:27 Kaup DM á Dreifingarmiðstöðinni háð skilyrðum Samkeppniseftirlitið hefur athugað kaup félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga og náð samkomulagi við DM um ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir óheppileg áhrif af samruna fyrirtækjanna. 12.12.2006 16:15 Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og tekur ákvörðun um hvort breytinga sé þörf á stýrivaxtastigi í landinu. Greiningardeild Glitnis segir flesta benda til að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum. 12.12.2006 14:27 Viðskiptahallinn minnkar í Bandaríkjunum Viðskiptahalli minnkaði snarlega á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Halllinn nam 64,3 milljörðum bandaríkjadala eða 4.470 milljörðum króna í september en var 58,9 milljarðar dala eða tæplega 4.100 milljarðar króna í október. Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lægra olíuverðs. 12.12.2006 14:01 Kristinn og Magnús flytja bréf í Gnúp Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag, sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhanessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss. 12.12.2006 11:19 Fjármálaeftirlitið gerir saming við Mön Fjármálaeftirlitið hefur gert samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES. Samninginn er kominn til vegna starfsemi dótturfélaga Kaupthing Singer & Friedlander á Mön. 12.12.2006 10:49 Nasdaq leggur fram tilboði í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq lagt fram formlega óvinveitt yfirtökutilboð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um 110 prósent á árinu vegna yfirtökutilrauna. 12.12.2006 09:27 Atvinna eykst milli ára í löndum OECD Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári. 12.12.2006 06:00 Landsbankinn sótti 18 milljarða til Kanada Landsbankinn hefur lokið við 300 milljón kanadadollara skuldabréfaútgáfu í Kanada, eða sem nemur ríflega 18 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er á föstum vöxtum í Kanada á gjalddaga í janúar 2010. 12.12.2006 06:00 Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. 11.12.2006 17:11 Nýtt yfirtökutlboð í Corus Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækiið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði fyirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna. 11.12.2006 15:43 5,9 prósenta atvinnuleysi innan OECD Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári. 11.12.2006 12:06 Sanyo innkallar farsímarafhlöður Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði talsvert í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægra síðan árið 1975. 11.12.2006 11:15 Landsbankinn gefur út út 18 milljarða skuldabréf Landsbankinn hefur lokið við skuldabréfaútgáfu í Kanada fyrir 300 milljónir kanadíska dala eða 18 milljarða íslenskra króna. Útgáfan er á gjalddaga í janúar 2010. 11.12.2006 09:56 Peningakápurinn… Ólögmætur opnunartími Verslun er komin á blússandi siglingu fyrir jólin og þyngist með hverjum deginum sem líður. Nú bregður svo við að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, hafa ákveðið að stytta opnunartímann fyrir jólin með því að hefja kvöldopnun síðar en oftast áður. 9.12.2006 00:01 Miklar hækkanir á norrænum mörkuðum Miklar hækkanir hafa verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er ársfjórðungsins. Greiningardeild Landsbankans segir að þegar norrænu markaðirnir séu skoðaðir kemur í ljós að einungis 15 félög af 95 hafa lækkað á tímabilinu. Mesta hækkunin nemur 120% í danska fyrirtækinu Vestas Wind, sem framleiðr tækjabúnað og vindmyllur til raforkuframleiðslu. 8.12.2006 16:27 Nýtt flugfélag á Akureyri Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, var stofnað á Akureyri í dag en hefur starfsemi næsta vor. Stofnendur eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Fjárfestingar ehf. Hlutafé er 50 milljónir króna. 8.12.2006 15:56 Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins. 8.12.2006 14:14 Hráolíuverð yfir 63 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað talsvert og fór yfir 63 dali á tunnu í dag. Beðið er eftir ákvörðun OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja, sem sögð er hyggjast að draga enn frekar úr olíuframleiðslu til að minnka birgðastöðu á hráolíu og sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu. 8.12.2006 13:54 Samruni SPV og SH samþykktur Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Sparisjóðs vélstjóra, SPV og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH. Stofnfjáreigendur beggja sjóðanna samþykktu samrunann fyrir réttri viku. Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjórar sameinaðs sparisjóðs, segja að við sameininguna verði til „mjög öflugt fjármálafyrirtæki.“ 8.12.2006 13:17 Glitnir spáir hækkun stýrivaxta Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í næstu viku. Greiningardeild Glitnir spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1 prósent á milli mánaða og muni verðbólga mælast 7 prósent. Deildin spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 25 punkta 21. desember næstkomandi en segir það verða endirinn á hækkanaferli bankans. 8.12.2006 11:30 HP greiðir 1 milljarð króna Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir Bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins, sem sakaðir eru um að njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP. 8.12.2006 10:51 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 44,6 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru um 600 milljónir króna til leiguíbúðalána. Almenn útlán sjóðsins námu því um 4,1 milljörðum króna sem er um 3% aukning á milli mánaða. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum króna. 8.12.2006 10:27 Vöxtur í Japan undir væntingum Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu. 8.12.2006 09:44 Peningaskápurinn ... Milljarður í húfi Þeir sem urðu vitni að síðustu mínútunum í leik Porto og Arsenal í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hljóta að hafa getað skemmt sér betur í lyftu. 8.12.2006 00:01 Kaupþing spáir einni breytingu á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir óbreyttri skipan 15 stærstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrri helmingi næsta árs. Einu breytinguna segir deildin vera þá að Atlantic Petroleum muni víkja fyrir Icelandic Group. 7.12.2006 16:48 Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa. Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs. 7.12.2006 16:29 Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir á evrusvæðinu eftirleiðis 3,5 prósent. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans á árinu til að stemma stigu við aukinni verðbólgu á evrusvæðinu. 7.12.2006 13:31 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki greindi frá því í dag að ákveðið hefði verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5 prósentum. Greinendur bjuggust almennt við þessari ákvörðun. 7.12.2006 12:06 Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. 7.12.2006 11:28 GM dregur úr framleiðslu sportjeppa Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð. 7.12.2006 10:15 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5 prósent og hafa aldrei verið hærri. 7.12.2006 09:40 Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna. 7.12.2006 09:20 Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna. 7.12.2006 07:45 Fötin í jólaköttinn Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti. 7.12.2006 00:01 Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði. 6.12.2006 16:55 Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum. 6.12.2006 15:45 Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið. 6.12.2006 15:03 Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra. 6.12.2006 14:04 Vöruskipti óhagstæð um 13 milljarða í október Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13 milljarða krónur í nóvember samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er 2 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Aukinn vöruskiptajöfnuð má rekja til sveiflna í olíuinnflutningi. 6.12.2006 09:27 Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. 6.12.2006 09:21 Glitnir opnar fyrstur í Asíu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra klippti á borða ásamt Bjarna Ármannssyni forstjóra og Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Glitnis, við opnun skrifstofu Glitnis í Sjanghæ í gær. 6.12.2006 07:30 Framtíðin björt að refsingu afstaðinni Eftir uppstokkun og endurskipulagningu er Teymi til í slaginn í hörðu samkeppnisumhverfi íslenskra fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækja. Óli Kristján Ármannsson hitti Árna Pétur Jónsson, forstjóra Teymis, að máli í höfuðstöðvum félagsins í Skútuvogi í 6.12.2006 04:00 Fjármálalæsi er tæki sem nýtist í lífinu Það er mál manna að fjármálalæsi hér á landi er ábótavant. En hvað er til ráða? Skólar og samtök hafa lagst á eitt að auka fjármálalæsi unglinga til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir skilji eftir sig skuldaslóð. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynnti sé 6.12.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Verðbólgumarkmið næst á nýju ári Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að verðbólga lækki hratt á næsta ári og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á seinni hluta næsta árs. 12.12.2006 16:49
Airbus fær leyfi fyrir risaþotuna Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og í Evrópu hafa veitt evrópsku flugvélaverksmiðjum Airbus leyfi til að flytja farþega í A380 risaþotunni, sem kemur á markað næsta haust. Leyfið var veitt eftir 2.600 klukkustunda æfingaflug en meðal annars var flogið hingað til lands og lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun síðasta mánaðar. 12.12.2006 16:27
Kaup DM á Dreifingarmiðstöðinni háð skilyrðum Samkeppniseftirlitið hefur athugað kaup félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga og náð samkomulagi við DM um ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir óheppileg áhrif af samruna fyrirtækjanna. 12.12.2006 16:15
Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og tekur ákvörðun um hvort breytinga sé þörf á stýrivaxtastigi í landinu. Greiningardeild Glitnis segir flesta benda til að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum. 12.12.2006 14:27
Viðskiptahallinn minnkar í Bandaríkjunum Viðskiptahalli minnkaði snarlega á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Halllinn nam 64,3 milljörðum bandaríkjadala eða 4.470 milljörðum króna í september en var 58,9 milljarðar dala eða tæplega 4.100 milljarðar króna í október. Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lægra olíuverðs. 12.12.2006 14:01
Kristinn og Magnús flytja bréf í Gnúp Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag, sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhanessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss. 12.12.2006 11:19
Fjármálaeftirlitið gerir saming við Mön Fjármálaeftirlitið hefur gert samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES. Samninginn er kominn til vegna starfsemi dótturfélaga Kaupthing Singer & Friedlander á Mön. 12.12.2006 10:49
Nasdaq leggur fram tilboði í LSE Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq lagt fram formlega óvinveitt yfirtökutilboð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um 110 prósent á árinu vegna yfirtökutilrauna. 12.12.2006 09:27
Atvinna eykst milli ára í löndum OECD Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári. 12.12.2006 06:00
Landsbankinn sótti 18 milljarða til Kanada Landsbankinn hefur lokið við 300 milljón kanadadollara skuldabréfaútgáfu í Kanada, eða sem nemur ríflega 18 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan er á föstum vöxtum í Kanada á gjalddaga í janúar 2010. 12.12.2006 06:00
Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. 11.12.2006 17:11
Nýtt yfirtökutlboð í Corus Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækiið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði fyirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna. 11.12.2006 15:43
5,9 prósenta atvinnuleysi innan OECD Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári. 11.12.2006 12:06
Sanyo innkallar farsímarafhlöður Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði talsvert í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægra síðan árið 1975. 11.12.2006 11:15
Landsbankinn gefur út út 18 milljarða skuldabréf Landsbankinn hefur lokið við skuldabréfaútgáfu í Kanada fyrir 300 milljónir kanadíska dala eða 18 milljarða íslenskra króna. Útgáfan er á gjalddaga í janúar 2010. 11.12.2006 09:56
Peningakápurinn… Ólögmætur opnunartími Verslun er komin á blússandi siglingu fyrir jólin og þyngist með hverjum deginum sem líður. Nú bregður svo við að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, hafa ákveðið að stytta opnunartímann fyrir jólin með því að hefja kvöldopnun síðar en oftast áður. 9.12.2006 00:01
Miklar hækkanir á norrænum mörkuðum Miklar hækkanir hafa verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er ársfjórðungsins. Greiningardeild Landsbankans segir að þegar norrænu markaðirnir séu skoðaðir kemur í ljós að einungis 15 félög af 95 hafa lækkað á tímabilinu. Mesta hækkunin nemur 120% í danska fyrirtækinu Vestas Wind, sem framleiðr tækjabúnað og vindmyllur til raforkuframleiðslu. 8.12.2006 16:27
Nýtt flugfélag á Akureyri Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, var stofnað á Akureyri í dag en hefur starfsemi næsta vor. Stofnendur eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Fjárfestingar ehf. Hlutafé er 50 milljónir króna. 8.12.2006 15:56
Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins. 8.12.2006 14:14
Hráolíuverð yfir 63 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað talsvert og fór yfir 63 dali á tunnu í dag. Beðið er eftir ákvörðun OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja, sem sögð er hyggjast að draga enn frekar úr olíuframleiðslu til að minnka birgðastöðu á hráolíu og sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu. 8.12.2006 13:54
Samruni SPV og SH samþykktur Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Sparisjóðs vélstjóra, SPV og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH. Stofnfjáreigendur beggja sjóðanna samþykktu samrunann fyrir réttri viku. Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjórar sameinaðs sparisjóðs, segja að við sameininguna verði til „mjög öflugt fjármálafyrirtæki.“ 8.12.2006 13:17
Glitnir spáir hækkun stýrivaxta Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í næstu viku. Greiningardeild Glitnir spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1 prósent á milli mánaða og muni verðbólga mælast 7 prósent. Deildin spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 25 punkta 21. desember næstkomandi en segir það verða endirinn á hækkanaferli bankans. 8.12.2006 11:30
HP greiðir 1 milljarð króna Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir Bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins, sem sakaðir eru um að njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP. 8.12.2006 10:51
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 44,6 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru um 600 milljónir króna til leiguíbúðalána. Almenn útlán sjóðsins námu því um 4,1 milljörðum króna sem er um 3% aukning á milli mánaða. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum króna. 8.12.2006 10:27
Vöxtur í Japan undir væntingum Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu. 8.12.2006 09:44
Peningaskápurinn ... Milljarður í húfi Þeir sem urðu vitni að síðustu mínútunum í leik Porto og Arsenal í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar hljóta að hafa getað skemmt sér betur í lyftu. 8.12.2006 00:01
Kaupþing spáir einni breytingu á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir óbreyttri skipan 15 stærstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrri helmingi næsta árs. Einu breytinguna segir deildin vera þá að Atlantic Petroleum muni víkja fyrir Icelandic Group. 7.12.2006 16:48
Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa. Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs. 7.12.2006 16:29
Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir á evrusvæðinu eftirleiðis 3,5 prósent. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans á árinu til að stemma stigu við aukinni verðbólgu á evrusvæðinu. 7.12.2006 13:31
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki greindi frá því í dag að ákveðið hefði verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5 prósentum. Greinendur bjuggust almennt við þessari ákvörðun. 7.12.2006 12:06
Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. 7.12.2006 11:28
GM dregur úr framleiðslu sportjeppa Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur ákveðið að draga úr framleiðslu á stærri gerðum sportjeppa af gerðinni Chevrolet og GMC. Ákvörðunin var tekin vegna mun minni sölu á bílum af þessari gerð en áætlanir stóðu til, aukinnar samkeppni frá Japan og hærri eldsneytisverð. 7.12.2006 10:15
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Stýrivextir í Bretlandi eru nú 5 prósent og hafa aldrei verið hærri. 7.12.2006 09:40
Lufthansa fær vélar frá Boeing og Airbus Hollenska flugfélagið Lufthansa hefur pantað 20 nýjar 747 farþegarflugvélar frá Boeing auk þess að tryggja sér rétt til að kaupa 20 til viðbótar. Þá hefur flugfélagið ennfremur keypt sjö A340 farþegaflugvélar frá Airbus. Samanlagt kaupvirði nemur 6,9 milljörðum bandaríkjadala eða 477 milljarða íslenskra króna. 7.12.2006 09:20
Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna. 7.12.2006 07:45
Fötin í jólaköttinn Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti. 7.12.2006 00:01
Landsbankinn spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í desember. Gangi þetta eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 7,1% í jólamánuðinum, sem er lækkun úr 7,3% frá síðasta mánuði. 6.12.2006 16:55
Grænt ljós á kaup NYSE á Euronext Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext greindi frá því í dag að ráðgjafaþjónusta um góða stjórnarhætti fyrirtækja (ISS) hefði mælt með yfirtökutilboði NYSE Group, sem rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum. 6.12.2006 15:45
Ryanair framlengir tilboðsfrest í Aer Lingus Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboðsfrest í írska innanlandsflugfélagið Aer Lingus fram til 22. desember næstkomandi í kjölfar þess að innan við 1 prósent hluthafa í Aer Lingus studdi tilboðið. 6.12.2006 15:03
Egils Premium hlaut silfurverðlaun í Bæjaralandi Egils Premium sem Ölgerðin framleiðr hlaut silfurverðlaun í flokki hátíðarbjóra (Festival Beers) í European Beer Star keppninni, sem samtökum ölgerða í Bæjaralandi standa fyrir. Í sömu keppni fékk Egils Lite bronsverðlaun í flokki mildra bjóra. 6.12.2006 14:04
Vöruskipti óhagstæð um 13 milljarða í október Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 13 milljarða krónur í nóvember samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þetta er 2 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Aukinn vöruskiptajöfnuð má rekja til sveiflna í olíuinnflutningi. 6.12.2006 09:27
Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. 6.12.2006 09:21
Glitnir opnar fyrstur í Asíu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra klippti á borða ásamt Bjarna Ármannssyni forstjóra og Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Glitnis, við opnun skrifstofu Glitnis í Sjanghæ í gær. 6.12.2006 07:30
Framtíðin björt að refsingu afstaðinni Eftir uppstokkun og endurskipulagningu er Teymi til í slaginn í hörðu samkeppnisumhverfi íslenskra fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtækja. Óli Kristján Ármannsson hitti Árna Pétur Jónsson, forstjóra Teymis, að máli í höfuðstöðvum félagsins í Skútuvogi í 6.12.2006 04:00
Fjármálalæsi er tæki sem nýtist í lífinu Það er mál manna að fjármálalæsi hér á landi er ábótavant. En hvað er til ráða? Skólar og samtök hafa lagst á eitt að auka fjármálalæsi unglinga til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir skilji eftir sig skuldaslóð. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynnti sé 6.12.2006 00:01