Fleiri fréttir

Heimilin alltaf í forgang

Orð formanns Framsóknarflokksins um að staða og horfur í ríkisfjármálum væru verri en áður var talið féllu í grýttan jarðveg. Fráfarandi ráðherrar og stuðningsmenn fóru beint í skotgrafirnar og töluðu um að verið væri að svíkja gefin loforð framsóknarmanna.

Heitir rassar og hárlaus höfuð

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Eftirfarandi viðbrögð hefur skemmtikraftur líklega aldrei þurft að heyra eftir að viðskiptavinur spyr hann hvað hann rukki fyrir vinnu sína: "Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt fyrir okkur, við erum aðeins nokkrir aumingjans frímúrarar að halda árshátíð og okkur vantar bara einhvern til að segja örfáa brandara milli kuflatískusýningarinnar og kynningarinnar á nýja leynilega handabandinu okkar.

Hvað er verðbólga pabbi?

Einar G. Harðarson skrifar

Upp úr árunum frá 1970 hófst skeið óðaverðbólgu á Íslandi og frá þeim tíma hefur verðbólga verið viðloðandi íslenskt efnahagslíf eins og ólæknandi sjúkdómur. Verðbólgan hefur skotið rótum í þjóðfélaginu og fólk horfir á hana eins og hún sé hluti af hagkerfinu.

Opin miðborg í andlitslyftingu

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár.

Skarpari en skólakrakki?

Auðbjörg Reynisdóttir skrifar

Á vef landlæknisembættisins er að finna marga nafnalista yfir þá sem fengið hafa starfsleyfi í heilbrigðisþjónustu m.a. ljósmæður, lækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga og aðrar stéttir sem starfa í heilbrigðisþjónustu. Undirrituð hefur verið á einum þessara lista í nær 27 ár en veit ekki hversu ört þeir eru uppfærðir. Ég hef furðað mig á að starfsmannaþjónusta LSH virðist ekki vita af þessum listum eða kunni einfaldlega ekki á veraldarvefinn.

Strangtrúaðir netverjar

Auður Jónsdóttir skrifar

Stuttu fyrir Hrunið skrifaði ég pistil í bók og velti fyrir mér hvort það væri tilviljun að skopmyndirnar af Múhameð spámanni hefðu birst í einu stærsta dagblaðinu í Danmörku á sama tíma og Dansk Folkeparti, alræmdur þjóðernisflokkur, var stuðningsflokkur dönsku ríkisstjórnarinnar. Ætlunin var alls ekki sú að mæla með sjálfskipaðri ritskoðun í þágu bókstafstrúarmanna en af viðbrögðum á netinu að dæma mátti ætla að ég hefði afhjúpað mig sem virkur meðlimur í Al-Kaída.

Ísland með fyrstu einkunn, -að utan!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Í vikunni bárust a.m.k tvær jákvæðar fréttir sem tengjast áherslum Íslands í velferðarmálum. Báðar fréttirnar sýna að viðbrögð okkar við hruninu hafi verið félagslega meðvituð og árangursrík á sviði velferðarmálanna.

Sjúkratryggingar Íslands og ósannindin

Júlía Birgisdóttir skrifar

Framganga SÍ og velferðarráðuneytisins vegna nýrrar lagasetningar og reglugerðar um greiðsluþátttöku SÍ á lyfjum hefur verið ótrúleg, svo ekki sé meira sagt.

Aðkoma hótels við Fógetagarð?

Helgi Þorláksson skrifar

Um þessar mundir er í kynningu tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Landsímareit í Kvosinni í Reykjavík. Samkvæmt henni má reisa hús í Kirkjustræti, á bílastæðinu andspænis hinum gömlu húsum Alþingis

Um Stephen Hawking og öryggi Ísraels

Mikael Allan Mikaelsson skrifar

Í síðustu viku átti sá fréttnæmi atburður sér stað að einn frægasti og merkasti stjarneðlisfræðingur nútímans, Stephen Hawking, tók þá pólitísku ákvörðun að sniðganga ráðstefnuna ”The Israeli Presidential Conference” í Jerúsalem, þar sem margir áhrifamiklir þjóðarleiðtogar koma reglulega saman ásamt mörgum leiðandi forsprökkum á sviði stjórnmála, vísinda, hagfræði, menningar og lista, til að kljást við vandamál framtíðarinnar.

Grindavíkurbær sinnir náttúruvernd betur

Róbert Ragnarsson skrifar

Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun um náttúruvernd á Reykjanesskaga og er það mjög ánægjulegt. Grindavíkurbær er landmesta sveitarfélagið á Reykjanesi og eru margar af perlum svæðisins innan skipulagsmarka bæjarins. Grindavíkurbær hefur tekið það hlutverk sitt mjög alvarlega að huga vel að náttúruperlum svæðisins með því að vinna mjög metnaðarfullt aðalskipulag sem byggir á auðlindastefnu sem samþykkt var 2010. Grindavíkurbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að kortleggja auðlindir sínar og samþykkja stefnu um nýtingu þeirra og verndun.

Hið meinta matvælaöryggi

Margrét Jónsdóttir skrifar

Því hefur verið haldið á lofti á undanförnum árum, undir forystu forsetans, að við yrðum að tryggja matvælaöryggi. Og með hverju?

Hernaðurinn gegn undrum Mývatnssveitar

Ómar Þ. Ragnarsson skrifar

Árið 1992 undirrituðu Íslendingar Ríó-sáttmálann um að sjálfbær þróun yrði höfð í hávegum, rányrkja lögð af og náttúran látin njóta vafans. Undirritun okkar hefur reynst marklaus og ekki pappírsins virði, og er saga gufuaflsvirkjananna eitt versta dæmið um það

Staðlað svar: "The computer says no“

Mikael Torfason skrifar

Talið er að tólf hundruð íslenskar konur beri með sér BRCA 2 genastökkbreytingu eins og Angelina Jolie. Hún komst í heimsfréttirnar í fyrradag þegar hún sagði frá því að hún hefði látið fjarlægja bæði brjóst sín.

Vefjagigt í 20 ár – vitundarvakningar þörf

Arnór Víkingsson og Sigrún Baldursdóttir og Eggert S. Birgisson skrifa

Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur fjölkerfasjúkdómur sem einkennist af útbreiddum stoðkerfisverkjum, þreytu og svefntruflunum. Að auki eru þeir sem þjást af vefjagigt oft með ýmis starfræn einkenni s.s. iðraólgu, mjög hraðan hjartslátt, verulegan augn- og munnþurrk, svima, hand- og fótkulda, þvagblöðrusamdrætti, slaka einbeitingu og minni svo nokkur atriði séu nefnd. Einnig er um þriðjungur sjúklinga með kvíðaröskun

Að gefnu tilefni

Ragnar Þorsteinsson skrifar

Á síðustu dögum hafa birst í fjölmiðlum greinar frá foreldrum þroskahamlaðra barna varðandi inntökureglur í Klettaskóla, fyrrum Öskjuhlíðarskóla. Í þessum greinum hafa ýmsar fullyrðingar verið settar fram. Af því tilefni er rétt að eftirfarandi komi fram: Í grein sem Ágúst Kristmann skrifar á visir.is 16. apríl segir Ágúst að samkvæmt lögum sé það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna sé það skylda. Samkvæmt lögum um grunnskóla er öllum börnum skylt að sækja

Að fara vel með fé ríkisins

G. Pétur Matthíasson skrifar

Það er gott þegar borgarar þessa lands hafa áhyggjur af því hvernig skattfé er varið. Vegagerðin sinnir hlutverki sínu með hagkvæmni að leiðarljósi og reynir eftir fremsta megni að nýta það fé sem er til umráða sem allra best. Ein leið til þess er að viðhafa útboð og freista þess þannig að fá meira fyrir fé ríkisins en ella. Til þess að slíkt gangi upp þurfa reglur að vera gegnsæjar og ganga jafnt yfir alla.

Kæfum ekki hjarta miðbæjarins

Þóra Andrésdóttir skrifar

Nú er í kynningu nýtt deiliskipulag á dýrmætum reit í hjarta borgarinnar, Landsímareitnum í Kvosinni. Ég skora á fólk að kynna sér það vel og senda inn athugasemdir á skipulag@reykjavik.is fyrir 23.maí. Það telst annars samþykkt, þótt það hafi mótmælt áformum um hótelrekstur á þessum reit á www.ekkihotel.is ásamt 17.000 öðrum. Framtíð dýrmætustu almenningssvæða Reykjavíkur er í húfi. Eiga hagsmunir lóðareiganda sem þarna hefur keypt upp eignir að vega þyngra en hagsmunir

Skólaheilsugæslan: Réttir aðilar á réttum stað

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar

Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu (úr 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Ég á mér draum. Draum um samfélag sem býður öllum tækifæri til farsældar og hefur rými fyrir alla. Þar sem byggt er á fyrirhyggju við sköpun raunverulegra úrræða sem hafa að markmiði að mæta veikindum og vanlíðan. Börnin eru fjársjóður framtíðarinnar og ber okkur sem nú berum ábyrgð á velferð samfélagsins að hafa framtíðarsýn og sjá fyrir okkur hvaða eiginleikum við viljum að þau búi yfir. Það kennum við þeim með okkar eigin

Borgarstjórn hrósað

Dagur B. Eggertsson skrifar

Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifar drengilega grein í Fréttablaðið þar sem hún rekur jákvæðar einkunnir sem borgarstjórn fær í nýrri úttektarskýrslu um stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

Margt er skrítið í kýrhausnum

Reynir Vilhjálmsson skrifar

Þegar ég hugsa um íslensk stjórnmál verður mér oft hugsað til þessa málsháttar. Nú eru kosningar nýafstaðnar og tveir flokkar fengu samtals meirihluta þingmanna. Það er eðlilegt að þessir flokkar hugsi til samstarfs um stjórnarmyndun. En hvað gerist? Formenn þessara flokka, trúlega í fylgd einhverra aðstoðarmanna, setjast niður í einhverju sumarhúsi einhvers staðar á landinu og ræða stefnumálin. Fréttamenn fá af og til einhverjar ábendingar um hvað sé rætt en allt virðist þetta á léttu nótunum.

Sjálfbær umbreyting til aukinna atvinnutækifæra

Forysta norrænu verkalýðshreyfingarinnar skrifar

Á tímum óstöðugleika í efnahagsmálum verða Norðurlandaríkin að fjárfesta til framtíðar. Þetta er skoðun norræna verkalýðssambandsins (NFS). Samstarfshefð norrænu ríkjanna er traust og nýtur alþjóðlegrar virðingar, en það dugir ekki til.

Um bolta og bækur

Ragnar Trausti Ragnarsson skrifar

Kolbrún Bergþórsdóttir vakti heldur betur upp umræðu á kaffistofum margra landsmanna þegar hún gagnrýndi einlæga aðdáendur Alex Fergusson í grein sinni "Gamall maður hættir í vinnu“ sem birtist í Morgunblaðinu 13. maí sl. Í lok greinarinnar bætir hún við að knattspyrna sé "heldur ómerkilegur leikur þeirra sem ekki nenna að lesa bækur“. Nú veit ég ekki hvort Kolbrún hefur horft á knattspyrnuleik eða íþróttaviðburð einhvern tímann á ævinni, ég geri samt fastlega ráð fyrir því. Því þegar Kolbrún segir að knattspyrna sé ómerkilegur leikur þá er hún í raun að segja að allar hópíþróttir séu ómerkilegar og fyrir alla þá sem hafa ekki "gáfur“ til þess að lesa bækur.

Kjarasamningar – ný þjóðarsátt

Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar

Fram undan eru tímar þar sem leysa þarf úr mikilvægum málum á hinum pólitíska vettvangi og afar brýnt er að það verði gert með þeim hætti að þjóðin fái ekki annan skell í ætt við þann sem hún fékk í október árið 2008. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glímdi við mörg erfið mál, kláraði sum þeirra en skildi önnur eftir í uppnámi. Staðan er þannig núna að það skortir stöðugleika og festu til þess að atvinnustarfsemi geti blómstrað. Þeir sem leggja út í atvinnurekstur vilja og þurfa að geta treyst því að hægt sé að gera áætlanir til nánustu framtíðar. Fjárfestingar eru nú í algjöru lágmarki og meira að segja hefur vantað allan fjárfestingarvilja þeirra sem starfa í höfuðatvinnugrein okkar, sjávarútvegi, því ríkisstjórnarflokkarnir komu málum þannig fyrir að óvissan um atvinnugreinina varð alger.

Heilsa fyrirtækja

Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar

Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í "dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við "tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun.

Ákall til innanríkisráðherra

Helga Tryggvadóttir skrifar

Í liðinni viku vakti mál samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu athygli og hneykslan margra, en umsókn hans um hæli hér á landi hefur verði synjað án þess að hafa verið tekin til efnislegrar meðferðar hér og Útlendingastofnun hyggst senda viðkomandi aftur til Ítalíu þaðan sem hann kom hingað til lands. Á Ítalíu hefur umsókn hans um stöðu flóttamanns velkst um í kerfinu í níu ár. Í þessi níu ár hefur maðurinn neyðst til að búa á götunni og reynt að sjá sér farborða án þess að eiga heimili, möguleika á atvinnu eða aðstoð frá stjórnvöldum. Vegna staðsetningar Ítalíu er mikill fjöldi flóttamanna sem þangað leitar en ár hvert tekur Ítalía við 50 þúsund hælisumsóknum. Hvort sem flóttafólki er veitt réttarstaða flóttamanns eða ekki, blasir við því ömurlegt ástand. Fyrir flóttamenn eru atvinnuhorfur nánast engar, þeir lenda á jaðri samfélagsins og verða í æ meira mæli fyrir ofbeldi og árásum af hálfu rasista.

Hindrum ranglæti

Toshiki Toma skrifar

Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar.

2007 í augsýn!

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna "forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun.

Auðlindin fjöll… Auðlindin Bláfjöll!

Hildur Jónsdóttir skrifar

Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni.

Sérskólar

Ágúst Kristmanns skrifar

Í umræðunni um Klettaskóla tala yfirvöld fjálglega um skóla fyrir alla, mannréttindi og fjölbreytt samfélag en minnast aldrei einu orði á hvernig þeim börnum líður sem eru neydd til að ganga í almennan skóla.

Skemmdarverk á miðborg Reykjavíkur

Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Borgarstjórn Reykjavíkur heldur áfram á þeirri vondu braut að stuðla að byggingu risahótels í hjarta borgarinnar sem mun eyðileggja hið sögufræga Sjálfstæðishús (Nasa), þrengja mjög að almannarýmum og Alþingi Íslendinga, auka skuggavarp á Austurvöll og eyðileggja suðurhlið Ingólfstorgs.

Borgarstjórn hrósað

Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar

Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga.

Framtíðarflugvöllur í Vatnsmýri

Björn Jón Bragason skrifar

Nú hafa hugmyndir um flugvöll á Hólmsheiði enn á ný skotið upp kollinum og raunar með ólíkindum að stjórnmálamenn sem vilja taka sig alvarlega skuli ljá máls á slíkri framkvæmd.

Samfylkingin og staða leigjenda

Þorleifur Gunnlaugsson skrifar

Fyrir kosningar rigndi inn blaðagreinum frá frambjóðendum þar sem ágæti framboðs var tíundað. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi og frambjóðandi Samfylkingarinnar, fékk eina slíka birta í Fréttablaðinu 25. apríl sl. Þar sagði hún það vera eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar að bæta stöðu leigjenda.

Lengri vinnudag?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Formennirnir hafa aðallega rætt um efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs sem eðlilegt er. Efnislega fékkst þó lítið upp úr þeim nema að þeir eru sammála um að einfalda skattkerfið og Bjarni Benediktsson vísar í áherslur flokksins um lækkun skatta til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Fram hefur komið að formennirnir leggja áherslu á einföldun á kerfinu og jákvæða hvata.

Fjölmenningin blómstrar á Íslandi

Mikael Torfason skrifar

Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega.

Nafnlausum dalunnanda svarað

Björn Guðmundsson skrifar

Nýlega birtist í þessu blaði grein eftir mig undir fyrirsögninni „Skógræktaröfgar í Elliðaárdal“.

Gleðilegan Fjölmenningardag!

Margrét Sverrisdóttir skrifar

Í dag, laugardaginn 11. maí, er Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar haldinn hátíðlegur í fimmta sinn.

Hver ber ábyrgðina?

Ólafur Hallgrímsson skrifar

Lífríkið í Lagarfljóti er að deyja út. Ekki kemur það þeim beinlínis á óvart sem vöruðu við afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar.

Ármann, eldhress gamlingi

Freyr Ólafsson skrifar

Ármann er kominn til ára sinna. Hann steig sín fyrstu skref í miðborg Reykjavíkur undir lok þar síðustu aldar. Hann var nefndur eftir gömlum glímuþjálfara ofan úr Þingvallasveit, Ármanni í Ármannsfelli.

Gerjun í utanríkispólitíkinni

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fjármálakreppan hefur víða dregið úr tiltrú á alþjóðasamvinnu. Að sama skapi hefur einangrunarhyggju vaxið fiskur um hrygg. Í einstökum ríkjum Evrópusambandsins hafa viðhorfsbreytingar af þessu tagi skerpt átakalínur í pólitík.

Þetta er ekki pistill sem mun breyta lífi þínu

Óttar M. Norðfjörð skrifar

Þetta er ekki pistill sem mun breyta lífi þínu. Það eru heldur engin svör í honum og ég veð úr einu í annað. Ég er ekki að segja neitt nýtt eða frumlegt en samt sit ég hér og held áfram að skrifa. Ég held áfram að skrifa vegna þess að það er svo margt í kringum mig sem ég skil ekki. Þannig hefur það verið síðan ég var lítill og þá skildi ég það heldur ekki.

Ábyrgðina til fólksins

Stefán Jón Hafstein skrifar

Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar,

Sjá næstu 50 greinar