
Borgarstjórn hrósað
Til viðbótar þeim dæmum sem Þórey nefnir þótti mér sérstaklega vænt um tvennt. Annars vegar dregur nefndin fram að kostnaður við miðlæga stjórnsýslu, öðru nafni ráðhúsið, hefur lækkað ár frá ári síðan 2008, úr um tveimur milljörðum í um 1,6 milljarð eða um hálfan milljarð króna.
Þetta hefur verið aðalsmerki núverandi meirihluta. Að standa vörð um grunnþjónustuna en spara í yfirstjórn.
Í öðru lagi er ein meginniðurstaða úttektarnefndarinnar að borgarráð hafi „sinnt vel því hlutverki sem snýr að fjármálum og framkvæmd fjárhagsáætlunar innan ársins, einkum á seinni hluta þess tímabils sem til skoðunar er“.
Þetta er mjög mikilvæg niðurstaða. Stærstu og mikilvægustu verkefnin á sviði fjármálastjórnar hafa verið björgunaraðgerðir vegna alvarlegrar stöðu Orkuveitunnar og það risaverkefni að tryggja góða og örugga þjónustu við borgarbúa þrátt fyrir minni tekjur en áður.
Hversu mikið minni eru tekjurnar? Skatttekjur borgarinnar 2012 voru tæplega 7 milljörðum lægri að raunvirði en borgin naut árið 2008. Það eru 9%. Alls eru útgjöld borgarinnar um 9,3 milljörðum lægri (13%) að raunvirði á síðasta ári en árið 2008. Fyrir mismuninum hefur þurft að spara. Ýmsu fleiru er hrósað en annað í niðurstöðum úttektarnefndarinnar er ekki eins jákvætt.
Í skýrslunni er fjöldi ábendinga um atriði sem betur mega fara og þarf nú að ræða skipulega og nýta til umbóta. Til þess var líka ráðist í úttektina. Við þurfum að bæta um betur í skipulagsmálum, utanumhaldi um fyrirtæki borgarinnar og eftirfylgni í stjórnsýslunni, svo nokkuð sé nefnt. Líkt og fram kemur í úttektinni hrundi traust á borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.
Stóra verkefni borgarstjórnar er því ekki eitthvað eitt, heldur nákvæmlega það, að endurvinna traust og trúnað við borgarbúa.
Tengdar fréttir

Borgarstjórn hrósað
Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga.
Skoðun

Yfir hverju er verið að brosa?
Árni Kristjánsson skrifar

Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax
Atli Harðarson skrifar

Stjórnvöld sem fjárfestatenglar
Baldur Thorlacius skrifar

Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Vindorkuvæðing í skjóli nætur
Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar

Þátttökuverðlaun Þórdísar
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Fjármálaráðherra búinn að segja A
Ögmundur Jónasson skrifar

Hagfræði-tilgáta ómeðtekin
Karl Guðlaugsson skrifar

Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit
Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Stattu vörð um launin þín
Davíð Aron Routley skrifar

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt
Ólafur Margeirsson skrifar

Hlustum í eitt skipti á foreldra
Jón Pétur Zimsen skrifar

Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Örn Sigurðsson skrifar

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Skólaskætingur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni
Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar

Ný sókn í menntamálum
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir?
Viðar Hreinsson skrifar

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar