2007 í augsýn! Sighvatur Björgvinsson skrifar 15. maí 2013 06:00 Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna „forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. Þessa sömu kröfu má eins orða þannig: „Við viljum fá 2007 aftur!” Þá þegar voru samt 16 þúsund heimili komin á vanskilaskrá – höfðu sem sé lifað langt um efni fram og sáu fram á greiðsluþrot. Níu þúsund heimili bættust við skrána við hrunið. Er fólk þá sátt við að einungis þeim heimilum, sem bættust á vanskilaskrána í hruninu, verði hjálpað? Er krafan um að „forsendubresturinn” sé bættur ekki einvörðungu sú? Að hin 16 þúsundin verði þá skilin eftir eins og þau voru á sig komin af eigin völdum fyrir hrun – án nokkurs „forsendubrests”? Eða er ætlast til þess að skuldlitlir lífeyrisþegar, skuldlitlir skattborgarar – nú eða erlendir lánveitendur, sem skuldunautar þeirra kalla „hrægamma”, taki þeirra vanda á sig líka? Vanda þessara 16 þúsunda sem komu sér á vanskilaskrá án nokkurrar utanaðkomandi „aðstoðar”? Af einhverjum orsökum hefur hin sjálfhverfa kynslóð aldrei gefið neitt svar við þessari einföldu spurningu? Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð vita því ekki hvað skuldsetta fólkið vill nákvæmlega. Vill það „forsendubrestinn” einan bættan - eða vill það að skuldir þess alls séu greiddar niður, hvernig svo sem skuldavandinn er til kominn?2007 á góðri leið Vill þetta fólk virkilega fá lífshættina eins og þeir voru fyrir hrun aftur – fá aftur ástandið, sem skóp „forsendubrestinn”? Þegar draumurinn var að græða á daginn og grilla á kvöldin. Þegar íslensk heimili urðu á fjórum árum skuldsettustu heimili innan OECD. Ég fæ satt að segja ekki séð annað en að íslenska þjóðin sé á góðri leið áleiðis að því markmiði – án nokkurrar hjálpar annarra en sjálfrar sín. Árið 2007 námu yfirdráttarskuldir heimilanna, kreditkortaskuldir og neyslulán 77 milljörðum króna. Nú nálgast þessar skuldir 90 milljarða! Fyrir hrun hugðust fjölmargir Íslendingar hagnast á því að slá lán til hlutafjárkaupa, græða á því morðfjár og komast með tærnar á hæla gulldrengjanna, sem var æðsti óskadraumur fjölmargra heimilisfeðra. Nú eru menn aftur byrjaðir á sama athæfi. Slá lán til hlutafjárkaupa í von um margfalda uppskeru. 2007 er komið á færibandið og færist nær!Aftur hægt að grilla Heildarhagsmunir er orð, sem virðist vera illskiljanlegt, a.m.k. er það ekki í hávegum haft. Góðkunnur rithöfundur og íslenskumaður sagði mér á dögunum, að nú skildu nemendur í íslenskunámi; framhaldsnámi; ekki lengur orðið „blæbrigði”. Hví ætti fólk þá að skilja orðið „heildarhagsmunir”? Samt er þó enn fullur skilningur á orðinu „eiginhagsmunir”. Þar er átt við budduna, hvað kemur mikið af aurum í hana og að aurarnir komi strax. Sama hvaðan „gott” kemur; hvort heldur frá afa og ömmu, frá nágrönnunum nú eða „hrægömmunum” – bara að það komi, komi strax og komi nóg. Þá getum við nefnilega aftur farið að grilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna „forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. Þessa sömu kröfu má eins orða þannig: „Við viljum fá 2007 aftur!” Þá þegar voru samt 16 þúsund heimili komin á vanskilaskrá – höfðu sem sé lifað langt um efni fram og sáu fram á greiðsluþrot. Níu þúsund heimili bættust við skrána við hrunið. Er fólk þá sátt við að einungis þeim heimilum, sem bættust á vanskilaskrána í hruninu, verði hjálpað? Er krafan um að „forsendubresturinn” sé bættur ekki einvörðungu sú? Að hin 16 þúsundin verði þá skilin eftir eins og þau voru á sig komin af eigin völdum fyrir hrun – án nokkurs „forsendubrests”? Eða er ætlast til þess að skuldlitlir lífeyrisþegar, skuldlitlir skattborgarar – nú eða erlendir lánveitendur, sem skuldunautar þeirra kalla „hrægamma”, taki þeirra vanda á sig líka? Vanda þessara 16 þúsunda sem komu sér á vanskilaskrá án nokkurrar utanaðkomandi „aðstoðar”? Af einhverjum orsökum hefur hin sjálfhverfa kynslóð aldrei gefið neitt svar við þessari einföldu spurningu? Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð vita því ekki hvað skuldsetta fólkið vill nákvæmlega. Vill það „forsendubrestinn” einan bættan - eða vill það að skuldir þess alls séu greiddar niður, hvernig svo sem skuldavandinn er til kominn?2007 á góðri leið Vill þetta fólk virkilega fá lífshættina eins og þeir voru fyrir hrun aftur – fá aftur ástandið, sem skóp „forsendubrestinn”? Þegar draumurinn var að græða á daginn og grilla á kvöldin. Þegar íslensk heimili urðu á fjórum árum skuldsettustu heimili innan OECD. Ég fæ satt að segja ekki séð annað en að íslenska þjóðin sé á góðri leið áleiðis að því markmiði – án nokkurrar hjálpar annarra en sjálfrar sín. Árið 2007 námu yfirdráttarskuldir heimilanna, kreditkortaskuldir og neyslulán 77 milljörðum króna. Nú nálgast þessar skuldir 90 milljarða! Fyrir hrun hugðust fjölmargir Íslendingar hagnast á því að slá lán til hlutafjárkaupa, græða á því morðfjár og komast með tærnar á hæla gulldrengjanna, sem var æðsti óskadraumur fjölmargra heimilisfeðra. Nú eru menn aftur byrjaðir á sama athæfi. Slá lán til hlutafjárkaupa í von um margfalda uppskeru. 2007 er komið á færibandið og færist nær!Aftur hægt að grilla Heildarhagsmunir er orð, sem virðist vera illskiljanlegt, a.m.k. er það ekki í hávegum haft. Góðkunnur rithöfundur og íslenskumaður sagði mér á dögunum, að nú skildu nemendur í íslenskunámi; framhaldsnámi; ekki lengur orðið „blæbrigði”. Hví ætti fólk þá að skilja orðið „heildarhagsmunir”? Samt er þó enn fullur skilningur á orðinu „eiginhagsmunir”. Þar er átt við budduna, hvað kemur mikið af aurum í hana og að aurarnir komi strax. Sama hvaðan „gott” kemur; hvort heldur frá afa og ömmu, frá nágrönnunum nú eða „hrægömmunum” – bara að það komi, komi strax og komi nóg. Þá getum við nefnilega aftur farið að grilla.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar