Heilsa fyrirtækja Hildur Jakobína Gísladóttir skrifar 15. maí 2013 09:00 Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í „dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við „tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun. Ábyrgð æðsta stjórnenda fyrirtækja á hegðun starfsmanna innan fyrirtækisins er mikil. Sá aðili eða sú stjórn sem þá ábyrgð ber, þarf að hafa gott eftirlit með því að heilbrigð samskipti séu á milli starfsmanna. Þeir bera ábyrgð á því að fyrirtækinu sé stjórnað með heilbrigðum og viðurkenndum stjórnunaraðferðum. Ef þessu er ekki sinnt eykur það líkurnar á að vinnuumhverfið verði það sem kallast „toxic“ eða óheilbrigt og hefur bein neikvæð áhrif á starfsmannaanda, þjónustu og afkomu fyrirtækisins. Menning sem er óheilbrigð getur fests í sessi og skaðað ímynd fyrirtækisins eða stofnun. Stjórnendur sem taka ekki á vanda sem er erfiður og forðast nauðsynleg átök sitja uppi með vinnustað sem hægt er að líkja við fjölskyldu sem þjáist af einkennum alkóhólisma. Andrúmsloftið er þrungið, enginn tjáir sig um sýnilegan vanda og fólk fer að verða meðvirkt. Það er augljóst að þetta hefur lamandi áhrif á alla framgöngu innan fyrirtækisins auk þess sem þetta getur haft neikvæð áhrif á þjónustu og svo afkomu fyrirtækja. Heilbrigt starfsfólk fær oftast nóg af ástandinu og hættir. Sá sem er spilltur situr hins vegar sem fastast. Þannig sitja fyrirtækin uppi með veikasta hlekkinn af starfsmönnum í veiku fyrirtæki eða stofnun. Rétt eins og mannfólkið geta fyrirtæki fengið „pestir“ sem hægt er að laga með hæfilegum skammti af sýklalyfjum en kúnstin er að greina vandann og taka á honum áður en hann verður alvarlegri og jafnvel ólæknandi. Yfirsýnin er hér mjög mikilvæg. Yfirsýn æðsta stjórnanda og vissa hans um að millistjórnendur séu að sinna fyrirtækinu út frá hagsmunum þess í stað eigin hagsmuna. Fyrirtæki eru lifandi afl, þar vinnur fólk. Það er því eins með fyrirtækin eins og manninn sem þarf að huga að heilsunni, borða hollt, hreyfa sig reglulega og fara í læknisskoðun, það þarf að viðhalda, fylgjast með, taka púlsinn, greina og meðhöndla. Þetta snýst allt um menningu og þróun fyrirtækisins og að byggja góðan og heilbrigðan grunn sem stoð fyrir það sem á ofan er byggt. Hegðun fólks er hægt að breyta og það skiptir höfuðmáli að reka og geta unnið á heilbrigðum vinnustað og ráða inn stjórnendur og annað starfsfólk með heilbrigð viðhorf og sterka siðferðiskennd til að innleiða þau gildi til annarra starfsmanna og mynda þar með sterkan grunn. Þú sem berð þessa ábyrgð á þínum vinnustað, yfir til þín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að fyrirtæki eða opinber stofnun sé manneskja úr holdi og blóði. Manneskja sem hefur sinn eigin karakter og hefur mótað lífsskoðanir sínar og viðhorf út frá reynslu og uppeldi. Það getur veikst af bæði smávægilegum og alvarlegum sjúkdómum, verið í „dysfunctional“ samskiptum og þarf stundum á stuðningi og aðstoð að halda þegar á móti blæs. Það getur verið með heilbrigð lífsviðhorf og sterka siðferðiskennd, getur glímt við „tilfinningalegan vanda“ eða jafnvel verið haldið persónuleikaröskun. Ábyrgð æðsta stjórnenda fyrirtækja á hegðun starfsmanna innan fyrirtækisins er mikil. Sá aðili eða sú stjórn sem þá ábyrgð ber, þarf að hafa gott eftirlit með því að heilbrigð samskipti séu á milli starfsmanna. Þeir bera ábyrgð á því að fyrirtækinu sé stjórnað með heilbrigðum og viðurkenndum stjórnunaraðferðum. Ef þessu er ekki sinnt eykur það líkurnar á að vinnuumhverfið verði það sem kallast „toxic“ eða óheilbrigt og hefur bein neikvæð áhrif á starfsmannaanda, þjónustu og afkomu fyrirtækisins. Menning sem er óheilbrigð getur fests í sessi og skaðað ímynd fyrirtækisins eða stofnun. Stjórnendur sem taka ekki á vanda sem er erfiður og forðast nauðsynleg átök sitja uppi með vinnustað sem hægt er að líkja við fjölskyldu sem þjáist af einkennum alkóhólisma. Andrúmsloftið er þrungið, enginn tjáir sig um sýnilegan vanda og fólk fer að verða meðvirkt. Það er augljóst að þetta hefur lamandi áhrif á alla framgöngu innan fyrirtækisins auk þess sem þetta getur haft neikvæð áhrif á þjónustu og svo afkomu fyrirtækja. Heilbrigt starfsfólk fær oftast nóg af ástandinu og hættir. Sá sem er spilltur situr hins vegar sem fastast. Þannig sitja fyrirtækin uppi með veikasta hlekkinn af starfsmönnum í veiku fyrirtæki eða stofnun. Rétt eins og mannfólkið geta fyrirtæki fengið „pestir“ sem hægt er að laga með hæfilegum skammti af sýklalyfjum en kúnstin er að greina vandann og taka á honum áður en hann verður alvarlegri og jafnvel ólæknandi. Yfirsýnin er hér mjög mikilvæg. Yfirsýn æðsta stjórnanda og vissa hans um að millistjórnendur séu að sinna fyrirtækinu út frá hagsmunum þess í stað eigin hagsmuna. Fyrirtæki eru lifandi afl, þar vinnur fólk. Það er því eins með fyrirtækin eins og manninn sem þarf að huga að heilsunni, borða hollt, hreyfa sig reglulega og fara í læknisskoðun, það þarf að viðhalda, fylgjast með, taka púlsinn, greina og meðhöndla. Þetta snýst allt um menningu og þróun fyrirtækisins og að byggja góðan og heilbrigðan grunn sem stoð fyrir það sem á ofan er byggt. Hegðun fólks er hægt að breyta og það skiptir höfuðmáli að reka og geta unnið á heilbrigðum vinnustað og ráða inn stjórnendur og annað starfsfólk með heilbrigð viðhorf og sterka siðferðiskennd til að innleiða þau gildi til annarra starfsmanna og mynda þar með sterkan grunn. Þú sem berð þessa ábyrgð á þínum vinnustað, yfir til þín.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun