Lengri vinnudag? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 13. maí 2013 07:00 Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Formennirnir hafa aðallega rætt um efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs sem eðlilegt er. Efnislega fékkst þó lítið upp úr þeim nema að þeir eru sammála um að einfalda skattkerfið og Bjarni Benediktsson vísar í áherslur flokksins um lækkun skatta til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Fram hefur komið að formennirnir leggja áherslu á einföldun á kerfinu og jákvæða hvata. Hvað eiga formennirnir við? Atvinnuþátttaka var mest á Íslandi árið 2011 af OECD-ríkjunum, eða tæp 80%. Það ár unnum við Íslendingar líka flestar vinnustundir á ári miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar og erum rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna. Við eignuðumst líka flest börn Evrópuþjóða, að Írum einum undanskildum. Þá hefur komið fram í skýrslu McKinsey um vaxtarmöguleika á Íslandi að framleiðni er minni hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Í fróðlegri rannsókn ASÍ um lífskjör á Norðurlöndunum kemur fram að ?Íslendingar þurfi að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara ? og hafi þar af leiðandi lakari lífskjör þar sem frítími er styttri?. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að skattbyrði hér á landi er mun lægri en í Danmörku og Svíþjóð og heldur hærri en í Noregi. Þegar litið er til tekna upp að rúmlega 300.000 krónum á mánuði er skattbyrðin langlægst hér á landi. Getur verið að formennirnir vilji að fólk vinni meira og auki þannig ráðstöfunartekjur sínar? Í því sambandi er rétt að minna á að BSRB hefur ályktað um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna í 36 stundir. Það er eðlileg krafa í landi þar sem atvinnuþátttaka kvenna og karla er mikil, vinnutími langur og fjölskyldur barnmargar. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að efla verðmætaskapandi atvinnugreinar og auka framleiðni í íslensku atvinnulífi. Ég vona að formennirnir tveir velji að halda áfram á þeirri braut í stað þess að skapa ?jákvæða hvata? til lengri vinnudags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Formennirnir hafa aðallega rætt um efnahagsmál og stöðu ríkissjóðs sem eðlilegt er. Efnislega fékkst þó lítið upp úr þeim nema að þeir eru sammála um að einfalda skattkerfið og Bjarni Benediktsson vísar í áherslur flokksins um lækkun skatta til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Fram hefur komið að formennirnir leggja áherslu á einföldun á kerfinu og jákvæða hvata. Hvað eiga formennirnir við? Atvinnuþátttaka var mest á Íslandi árið 2011 af OECD-ríkjunum, eða tæp 80%. Það ár unnum við Íslendingar líka flestar vinnustundir á ári miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar og erum rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna. Við eignuðumst líka flest börn Evrópuþjóða, að Írum einum undanskildum. Þá hefur komið fram í skýrslu McKinsey um vaxtarmöguleika á Íslandi að framleiðni er minni hér en annars staðar á Norðurlöndunum. Í fróðlegri rannsókn ASÍ um lífskjör á Norðurlöndunum kemur fram að ?Íslendingar þurfi að vinna meira en aðrir Norðurlandabúar til að afla álíkra efnahagslegra lífskjara ? og hafi þar af leiðandi lakari lífskjör þar sem frítími er styttri?. Í sömu rannsókn kemur einnig fram að skattbyrði hér á landi er mun lægri en í Danmörku og Svíþjóð og heldur hærri en í Noregi. Þegar litið er til tekna upp að rúmlega 300.000 krónum á mánuði er skattbyrðin langlægst hér á landi. Getur verið að formennirnir vilji að fólk vinni meira og auki þannig ráðstöfunartekjur sínar? Í því sambandi er rétt að minna á að BSRB hefur ályktað um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna í 36 stundir. Það er eðlileg krafa í landi þar sem atvinnuþátttaka kvenna og karla er mikil, vinnutími langur og fjölskyldur barnmargar. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að efla verðmætaskapandi atvinnugreinar og auka framleiðni í íslensku atvinnulífi. Ég vona að formennirnir tveir velji að halda áfram á þeirri braut í stað þess að skapa ?jákvæða hvata? til lengri vinnudags.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun