Auðlindin fjöll… Auðlindin Bláfjöll! Hildur Jónsdóttir skrifar 15. maí 2013 06:00 Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni. Af hverju er þetta merkilegt? Jú, maímánuður er nærri hálfnaður og ennþá er fullt af snjó á skíðasvæðinu. Þvílíkt færi, hart og vel troðið um morguninn, sólin mýkti svo snjóinn aðeins síðdegis.Mikil vinna á bak við hvern dag Í vetur hefur verið opið í Bláfjöllum í 74 daga. Þegar mest hefur verið voru um 5.000 gestir á svæðinu. Ef skoðað er meðaltal gesta í vetur hafa verið um 1.100 gestir hvern einasta dag í fjallinu. Það hefur verið ærin vinna að ná þetta mörgum dögum í fjallinu og eiga Einar Bjarnason og hans harðduglegu starfsmenn mikið hrós skilið. Ég held að enginn viti hvað mikil vinna liggur á bak við glæsilegan dag í Bláfjöllum. Eldsnemma þarf að byrja að berja ís af vírum, undirbúa lyftur, kalla til starfsmenn á hverja vinnustöð og halda svo öllu gangandi fram til kvölds. Þegar mest hefur verið að gera eru 50 starfsmenn að vinna á svæðinu. Þetta er atvinnuskapandi og ánægjuskapandi vinnustaður. Á degi eins og síðasta opnunardaginn voru fjölskyldur með fullt af börnum á öllum aldri á leið upp í Töfrateppinu, ein barnalyfta var opin og starfsmaður kallaði hvatningarorð til eins gutta sem datt aftur og aftur: „Þetta er alveg að koma hjá þér.“ Stöðug umferð var í 4ra stóla lyftuna í Kóngsgili og alls staðar var líf og fjör í frábæru veðri. Að rekstrinum standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ef forsvarsmenn þessara sveitarfélaga sæju hversu heilbrigt og gott starf fer þarna fram væru þeir stoltir af að fá að vera með. Ég vil með orðum mínum beina þeirri ósk til sveitarfélaganna sem reka skíðasvæðið að líta á fjöllin sem auðlind og það starf sem þar fer fram. Ég sem skattgreiðandi í þessu samfélagi er stolt af því að leggja eitthvað af mörkum til að þessi frábæra íþrótt fái að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni. Af hverju er þetta merkilegt? Jú, maímánuður er nærri hálfnaður og ennþá er fullt af snjó á skíðasvæðinu. Þvílíkt færi, hart og vel troðið um morguninn, sólin mýkti svo snjóinn aðeins síðdegis.Mikil vinna á bak við hvern dag Í vetur hefur verið opið í Bláfjöllum í 74 daga. Þegar mest hefur verið voru um 5.000 gestir á svæðinu. Ef skoðað er meðaltal gesta í vetur hafa verið um 1.100 gestir hvern einasta dag í fjallinu. Það hefur verið ærin vinna að ná þetta mörgum dögum í fjallinu og eiga Einar Bjarnason og hans harðduglegu starfsmenn mikið hrós skilið. Ég held að enginn viti hvað mikil vinna liggur á bak við glæsilegan dag í Bláfjöllum. Eldsnemma þarf að byrja að berja ís af vírum, undirbúa lyftur, kalla til starfsmenn á hverja vinnustöð og halda svo öllu gangandi fram til kvölds. Þegar mest hefur verið að gera eru 50 starfsmenn að vinna á svæðinu. Þetta er atvinnuskapandi og ánægjuskapandi vinnustaður. Á degi eins og síðasta opnunardaginn voru fjölskyldur með fullt af börnum á öllum aldri á leið upp í Töfrateppinu, ein barnalyfta var opin og starfsmaður kallaði hvatningarorð til eins gutta sem datt aftur og aftur: „Þetta er alveg að koma hjá þér.“ Stöðug umferð var í 4ra stóla lyftuna í Kóngsgili og alls staðar var líf og fjör í frábæru veðri. Að rekstrinum standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ef forsvarsmenn þessara sveitarfélaga sæju hversu heilbrigt og gott starf fer þarna fram væru þeir stoltir af að fá að vera með. Ég vil með orðum mínum beina þeirri ósk til sveitarfélaganna sem reka skíðasvæðið að líta á fjöllin sem auðlind og það starf sem þar fer fram. Ég sem skattgreiðandi í þessu samfélagi er stolt af því að leggja eitthvað af mörkum til að þessi frábæra íþrótt fái að vaxa og dafna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun