Auðlindin fjöll… Auðlindin Bláfjöll! Hildur Jónsdóttir skrifar 15. maí 2013 06:00 Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni. Af hverju er þetta merkilegt? Jú, maímánuður er nærri hálfnaður og ennþá er fullt af snjó á skíðasvæðinu. Þvílíkt færi, hart og vel troðið um morguninn, sólin mýkti svo snjóinn aðeins síðdegis.Mikil vinna á bak við hvern dag Í vetur hefur verið opið í Bláfjöllum í 74 daga. Þegar mest hefur verið voru um 5.000 gestir á svæðinu. Ef skoðað er meðaltal gesta í vetur hafa verið um 1.100 gestir hvern einasta dag í fjallinu. Það hefur verið ærin vinna að ná þetta mörgum dögum í fjallinu og eiga Einar Bjarnason og hans harðduglegu starfsmenn mikið hrós skilið. Ég held að enginn viti hvað mikil vinna liggur á bak við glæsilegan dag í Bláfjöllum. Eldsnemma þarf að byrja að berja ís af vírum, undirbúa lyftur, kalla til starfsmenn á hverja vinnustöð og halda svo öllu gangandi fram til kvölds. Þegar mest hefur verið að gera eru 50 starfsmenn að vinna á svæðinu. Þetta er atvinnuskapandi og ánægjuskapandi vinnustaður. Á degi eins og síðasta opnunardaginn voru fjölskyldur með fullt af börnum á öllum aldri á leið upp í Töfrateppinu, ein barnalyfta var opin og starfsmaður kallaði hvatningarorð til eins gutta sem datt aftur og aftur: „Þetta er alveg að koma hjá þér.“ Stöðug umferð var í 4ra stóla lyftuna í Kóngsgili og alls staðar var líf og fjör í frábæru veðri. Að rekstrinum standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ef forsvarsmenn þessara sveitarfélaga sæju hversu heilbrigt og gott starf fer þarna fram væru þeir stoltir af að fá að vera með. Ég vil með orðum mínum beina þeirri ósk til sveitarfélaganna sem reka skíðasvæðið að líta á fjöllin sem auðlind og það starf sem þar fer fram. Ég sem skattgreiðandi í þessu samfélagi er stolt af því að leggja eitthvað af mörkum til að þessi frábæra íþrótt fái að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðinn síðasti opnunardagur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fjöllin báru við bláan himinn, sólin skellihló og hvítir toppar toguðu til sín marga skíðamenn á öllum aldri bæði á miðvikudagskvöld og fimmtudag. Haldin var hátíð snjóbretta og skíðamanna miðvikudagskvöldið 7. maí í dulúðlegri kvöldstemningunni. Af hverju er þetta merkilegt? Jú, maímánuður er nærri hálfnaður og ennþá er fullt af snjó á skíðasvæðinu. Þvílíkt færi, hart og vel troðið um morguninn, sólin mýkti svo snjóinn aðeins síðdegis.Mikil vinna á bak við hvern dag Í vetur hefur verið opið í Bláfjöllum í 74 daga. Þegar mest hefur verið voru um 5.000 gestir á svæðinu. Ef skoðað er meðaltal gesta í vetur hafa verið um 1.100 gestir hvern einasta dag í fjallinu. Það hefur verið ærin vinna að ná þetta mörgum dögum í fjallinu og eiga Einar Bjarnason og hans harðduglegu starfsmenn mikið hrós skilið. Ég held að enginn viti hvað mikil vinna liggur á bak við glæsilegan dag í Bláfjöllum. Eldsnemma þarf að byrja að berja ís af vírum, undirbúa lyftur, kalla til starfsmenn á hverja vinnustöð og halda svo öllu gangandi fram til kvölds. Þegar mest hefur verið að gera eru 50 starfsmenn að vinna á svæðinu. Þetta er atvinnuskapandi og ánægjuskapandi vinnustaður. Á degi eins og síðasta opnunardaginn voru fjölskyldur með fullt af börnum á öllum aldri á leið upp í Töfrateppinu, ein barnalyfta var opin og starfsmaður kallaði hvatningarorð til eins gutta sem datt aftur og aftur: „Þetta er alveg að koma hjá þér.“ Stöðug umferð var í 4ra stóla lyftuna í Kóngsgili og alls staðar var líf og fjör í frábæru veðri. Að rekstrinum standa sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Ef forsvarsmenn þessara sveitarfélaga sæju hversu heilbrigt og gott starf fer þarna fram væru þeir stoltir af að fá að vera með. Ég vil með orðum mínum beina þeirri ósk til sveitarfélaganna sem reka skíðasvæðið að líta á fjöllin sem auðlind og það starf sem þar fer fram. Ég sem skattgreiðandi í þessu samfélagi er stolt af því að leggja eitthvað af mörkum til að þessi frábæra íþrótt fái að vaxa og dafna.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun