Hver ber ábyrgðina? Ólafur Hallgrímsson skrifar 11. maí 2013 07:00 Lífríkið í Lagarfljóti er að deyja út. Ekki kemur það þeim beinlínis á óvart sem vöruðu við afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar. Öllum, sem af því vildu vita, mátti vera ljóst að það að hleypa vatninu úr Jökulsá á Dal austur í Lagarfljót hlyti að hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér og breyta ásýnd fljótsins á marga vegu, hækka vatnsborð með tilheyrandi rofi á bökkum, litur þess myndi breytast verulega með auknum svifaur samfara kólnun, sem hefði í för með sér versnandi lífsskilyrði í fljótinu. Nú er þetta að koma í ljós. Nánast öll viðvörunarorð okkar andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru að rætast. Það er verið að eyðileggja Lagarfljót. Það virðist hafa tekið skemmri tíma en vænta mátti, eða aðeins hálfan áratug. Vanhæfir pólitíkusar réðu för í þessu óheillamáli. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar tók ákvörðun um virkjunina, og ákvörðunin var dyggilega studd af Landsvirkjunarforstjóranum Friðrik Sophusssyni. Allar viðvaranir vísindamanna voru hunsaðar, t.d. viðvaranir Helga Hallgrímssonar sem gjörþekkir fljótið og hefur skrifað um það merka bók (2005), þar sem hann varaði m.a. sterklega við vatnaflutningunum. Á slíka menn var að sjálfsögðu ekki hlustað né aðra þá sem gagnrýndu virkjanaáformin. Endapunktinn setti svo „umhverfisráðherra“ Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir, sem í árslok 2001 sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar, sem lagðist eindregið gegn virkjuninni vegna „óafturkræfra umhverfisáhrifa“. Ábyrgð hennar hlýtur því að teljast mikil. Nú standa menn frammi fyrir gerðum hlut og afleiðingarnar að koma í ljós. Afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar verða sýnilegri á Héraði með hverju árinu sem líður. Lagarfljót er gjörbreytt og lífríki þess hnignar, rof og landbrot við Fljótið, Jökulsá og Keldá í Fljótsdal hefur verið umturnað ásamt fögrum fossum. Farið er að bera á sandfoki úr aurum Jökulsár á Dal, í Hróarstungu sem nú eru orðnir þurrir stærstan hluta ársins. Trúað gæti ég að margir landeigendur við Lagarfljót séu áhyggjufullir þessa dagana. Gunnar Jónsson á Egilsstöðum, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, segir í Fréttablaðinu nýlega: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti“.Beittu valdi Vissu menn ekki, hvað þeir voru að gera? Þau Davíð, Halldór, Valgerður og Siv vissu hvað þau voru að gera. Þau hunsuðu viðvaranir og beittu valdi sínu, voru ákveðin strax í upphafi að fórna Lagarfljóti fyrir álver á Reyðarfirði. Og fjölmargir Austfirðingar fylgdu þeim að málum. Það var fórnarkostnaðurinn, sem menn töldu réttlætanlegan vegna þessarar framkvæmdar, sem efla átti atvinnulíf á Austurlandi, sem hefur þó ekki gerst nema að litlu leyti. Viðbrögð Sivjar Friðleifsdóttur nú eru með ólíkindum, þar örlar hvorki á iðrun né afsökun, þótt skömmin sé orðin öllum ljós. Hún telur, að stjórnvöld myndu fara eins að í dag, kæmi slík staða upp. Líklega er það rétt hjá henni, a.m.k. ef Framsókn ætti sæti í ríkisstjórn. Hver ber ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun, var það Alþingi og ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar, eða var það Landsvirkjun? Spyr sá sem ekki veit. Búum við ekki í réttarríki, eða er það þannig, eins og oft hefur tíðkast hér á landi, að enginn beri ábyrgð á neinu, þegar upp er staðið, sama hvaða mistök eru gerð. Er ósanngjarnt, að þeir sem stóðu fyrir þessu skemmdarverki sæti ábyrgð? Eða er þetta kannski verkefni Landsdóms? Við sem alin erum upp á bökkum Lagarfljóts horfum með sorg í hjarta til þess hvernig þetta fagra stöðuvatn hefur verið leikið, sjálf lífæð Héraðsins. Það er þyngra en tárum taki. Dapurlegast er þó til þess að vita, að Héraðsbúar sjálfir skuli eiga þar drjúgan hlut að máli. En við það verða þeir líklega að búa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Lífríkið í Lagarfljóti er að deyja út. Ekki kemur það þeim beinlínis á óvart sem vöruðu við afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar. Öllum, sem af því vildu vita, mátti vera ljóst að það að hleypa vatninu úr Jökulsá á Dal austur í Lagarfljót hlyti að hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér og breyta ásýnd fljótsins á marga vegu, hækka vatnsborð með tilheyrandi rofi á bökkum, litur þess myndi breytast verulega með auknum svifaur samfara kólnun, sem hefði í för með sér versnandi lífsskilyrði í fljótinu. Nú er þetta að koma í ljós. Nánast öll viðvörunarorð okkar andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar eru að rætast. Það er verið að eyðileggja Lagarfljót. Það virðist hafa tekið skemmri tíma en vænta mátti, eða aðeins hálfan áratug. Vanhæfir pólitíkusar réðu för í þessu óheillamáli. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar tók ákvörðun um virkjunina, og ákvörðunin var dyggilega studd af Landsvirkjunarforstjóranum Friðrik Sophusssyni. Allar viðvaranir vísindamanna voru hunsaðar, t.d. viðvaranir Helga Hallgrímssonar sem gjörþekkir fljótið og hefur skrifað um það merka bók (2005), þar sem hann varaði m.a. sterklega við vatnaflutningunum. Á slíka menn var að sjálfsögðu ekki hlustað né aðra þá sem gagnrýndu virkjanaáformin. Endapunktinn setti svo „umhverfisráðherra“ Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir, sem í árslok 2001 sneri við úrskurði Skipulagsstofnunar, sem lagðist eindregið gegn virkjuninni vegna „óafturkræfra umhverfisáhrifa“. Ábyrgð hennar hlýtur því að teljast mikil. Nú standa menn frammi fyrir gerðum hlut og afleiðingarnar að koma í ljós. Afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar verða sýnilegri á Héraði með hverju árinu sem líður. Lagarfljót er gjörbreytt og lífríki þess hnignar, rof og landbrot við Fljótið, Jökulsá og Keldá í Fljótsdal hefur verið umturnað ásamt fögrum fossum. Farið er að bera á sandfoki úr aurum Jökulsár á Dal, í Hróarstungu sem nú eru orðnir þurrir stærstan hluta ársins. Trúað gæti ég að margir landeigendur við Lagarfljót séu áhyggjufullir þessa dagana. Gunnar Jónsson á Egilsstöðum, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, segir í Fréttablaðinu nýlega: „Lífríkið er nánast búið í Lagarfljóti“.Beittu valdi Vissu menn ekki, hvað þeir voru að gera? Þau Davíð, Halldór, Valgerður og Siv vissu hvað þau voru að gera. Þau hunsuðu viðvaranir og beittu valdi sínu, voru ákveðin strax í upphafi að fórna Lagarfljóti fyrir álver á Reyðarfirði. Og fjölmargir Austfirðingar fylgdu þeim að málum. Það var fórnarkostnaðurinn, sem menn töldu réttlætanlegan vegna þessarar framkvæmdar, sem efla átti atvinnulíf á Austurlandi, sem hefur þó ekki gerst nema að litlu leyti. Viðbrögð Sivjar Friðleifsdóttur nú eru með ólíkindum, þar örlar hvorki á iðrun né afsökun, þótt skömmin sé orðin öllum ljós. Hún telur, að stjórnvöld myndu fara eins að í dag, kæmi slík staða upp. Líklega er það rétt hjá henni, a.m.k. ef Framsókn ætti sæti í ríkisstjórn. Hver ber ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun, var það Alþingi og ríkisstjórn eða einstakir ráðherrar, eða var það Landsvirkjun? Spyr sá sem ekki veit. Búum við ekki í réttarríki, eða er það þannig, eins og oft hefur tíðkast hér á landi, að enginn beri ábyrgð á neinu, þegar upp er staðið, sama hvaða mistök eru gerð. Er ósanngjarnt, að þeir sem stóðu fyrir þessu skemmdarverki sæti ábyrgð? Eða er þetta kannski verkefni Landsdóms? Við sem alin erum upp á bökkum Lagarfljóts horfum með sorg í hjarta til þess hvernig þetta fagra stöðuvatn hefur verið leikið, sjálf lífæð Héraðsins. Það er þyngra en tárum taki. Dapurlegast er þó til þess að vita, að Héraðsbúar sjálfir skuli eiga þar drjúgan hlut að máli. En við það verða þeir líklega að búa.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar