Kjarasamningar – ný þjóðarsátt Jón Tryggvi Jóhannsson skrifar 16. maí 2013 07:00 Fram undan eru tímar þar sem leysa þarf úr mikilvægum málum á hinum pólitíska vettvangi og afar brýnt er að það verði gert með þeim hætti að þjóðin fái ekki annan skell í ætt við þann sem hún fékk í október árið 2008. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glímdi við mörg erfið mál, kláraði sum þeirra en skildi önnur eftir í uppnámi. Staðan er þannig núna að það skortir stöðugleika og festu til þess að atvinnustarfsemi geti blómstrað. Þeir sem leggja út í atvinnurekstur vilja og þurfa að geta treyst því að hægt sé að gera áætlanir til nánustu framtíðar. Fjárfestingar eru nú í algjöru lágmarki og meira að segja hefur vantað allan fjárfestingarvilja þeirra sem starfa í höfuðatvinnugrein okkar, sjávarútvegi, því ríkisstjórnarflokkarnir komu málum þannig fyrir að óvissan um atvinnugreinina varð alger.Ný ríkisstjórn Nýrrar ríkisstjórnar bíða risavaxin og vandasöm verkefni. Annars vegar þarf ný ríkisstjórn að koma með áætlun um hvernig efna skuli helstu kosningaloforðin, t.d. um hvernig taka skuli á skuldavanda heimilanna. Hins vegar þarf hún að leggja fram áætlun um hvernig stöðugleika verði náð þannig að efnahagslífið fái þann vind í seglin sem það þarf. Leggja þarf fram trúverðuga áætlun um losun gjaldeyrishafta, endurskoða skattkerfið, skapa sátt um sjávarútvegsmálin og tryggja gengisstöðugleika.Verðbólgan Á síðari hluta þessa árs og í byrjun árs 2014 renna út gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Vitað er að ýmsar starfsstéttir hugsa sér gott til glóðarinnar. Nú skal reynt að vinna til baka það sem verðbólgan hefur hirt úr vasa launþeganna. Maður skynjar nú í samfélaginu vantraust á því að hægt sé að hemja verðbólguna. Þegar slíkt ástand skapast fer í gang eins konar vítisvél þar sem öll skynsemi hverfur og hver hugsar bara um sig. Launþegar vilja sem hæsta krónutöluhækkun og seljendur vöru og þjónustu hækka verð sín og gjaldskrár án umhugsunar. Hækka verðin um rúmlega það sem þyrfti því verðbólgan mun jú halda áfram! ASÍ heldur því nú fram að innfluttar vörur hafi ekki lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar síðustu mánuði. Skýringin er eflaust sú að innflytjendum finnst varla taka því að standa í því að lækka verðin þar sem verðbólgan sé hvort eð er komin til að vera. Auk þess eiga neytendur erfitt með að fylgjast með þegar verðbólga hefur verið svo mikil sem raun ber vitni um frá bankahruni. Ný þjóðarsátt Nú fer að fara af stað vinna við undirbúning næstu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Við lærðum það af núgildandi kjarasamningum að fullkomið traust þarf að ríkja á milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins ef vel á að takast til. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst ekki, að mati aðila vinnumarkaðarins, að standa við allt það sem hún lofaði við gerð síðustu kjarasamninga. Það sem þjóðin þarf nú virkilega á að halda er að gerðir verði nýir þjóðarsáttarsamningar í anda samninganna sem gerðir voru árið 1990 og kenndir hafa verið við Einar Odd Kristjánsson og Þröst Ólafsson. Þeir samningar einkenndust af því að að þeim komu margir ólíkir hagsmunaaðilar og ríkisstjórnin var einn af þeim en á þeim tíma þótti það ekki sjálfsagt. Hornsteinninn var stöðugt gengi og hætt var að nota verðtryggingarákvæði. Menn sammæltust um að halda verðlagi stöðugu og var t.d. verði á búvöru haldið óbreyttu en það þrengdi tímabundið mjög að kjörum bænda. Fyrirhuguðum hækkunum á verði fyrir opinbera þjónustu var haldið í algjöru lágmarki. Nafnvextir voru lækkaðir til hagsbóta fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og skattar voru lækkaðir á fyrirtæki. Gerðir voru kjarasamningar til langs tíma og einblínt á að auka kaupmáttinn. Þessir samningar skiluðu miklum árangri en lykillinn var mikil samstaða margra aðila. Hvað þarf til? Nýja þjóðarsáttarsamninga er ekki hægt að gera nema með aðkomu nýrrar ríkisstjórnar sem er einhuga, stefnuföst og sterk og býr yfir aga til þess að koma á stöðugleika. Tryggja þarf að verðlag haldist stöðugt með því að ná fram jafnvægi í gengi krónunnar. Finna þarf út hvað svigrúm til launahækkana er mikið og gæta þess að innistæða sé fyrir þeim launahækkunum sem samið verður um. Vexti þarf að lækka og ef það næst ekki fram með núgildandi fyrirkomulagi þarf að huga að breytingu á stjórn peningamála. Raunstýrivextir hér á landi eru um 3% en eru neikvæðir víða erlendis. Þetta er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið og uppbyggingu þess og stendur í raun í vegi fyrir allri framför. Lækka þarf skatta á fyrirtæki og einfalda skattkerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fram undan eru tímar þar sem leysa þarf úr mikilvægum málum á hinum pólitíska vettvangi og afar brýnt er að það verði gert með þeim hætti að þjóðin fái ekki annan skell í ætt við þann sem hún fékk í október árið 2008. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glímdi við mörg erfið mál, kláraði sum þeirra en skildi önnur eftir í uppnámi. Staðan er þannig núna að það skortir stöðugleika og festu til þess að atvinnustarfsemi geti blómstrað. Þeir sem leggja út í atvinnurekstur vilja og þurfa að geta treyst því að hægt sé að gera áætlanir til nánustu framtíðar. Fjárfestingar eru nú í algjöru lágmarki og meira að segja hefur vantað allan fjárfestingarvilja þeirra sem starfa í höfuðatvinnugrein okkar, sjávarútvegi, því ríkisstjórnarflokkarnir komu málum þannig fyrir að óvissan um atvinnugreinina varð alger.Ný ríkisstjórn Nýrrar ríkisstjórnar bíða risavaxin og vandasöm verkefni. Annars vegar þarf ný ríkisstjórn að koma með áætlun um hvernig efna skuli helstu kosningaloforðin, t.d. um hvernig taka skuli á skuldavanda heimilanna. Hins vegar þarf hún að leggja fram áætlun um hvernig stöðugleika verði náð þannig að efnahagslífið fái þann vind í seglin sem það þarf. Leggja þarf fram trúverðuga áætlun um losun gjaldeyrishafta, endurskoða skattkerfið, skapa sátt um sjávarútvegsmálin og tryggja gengisstöðugleika.Verðbólgan Á síðari hluta þessa árs og í byrjun árs 2014 renna út gildandi kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Vitað er að ýmsar starfsstéttir hugsa sér gott til glóðarinnar. Nú skal reynt að vinna til baka það sem verðbólgan hefur hirt úr vasa launþeganna. Maður skynjar nú í samfélaginu vantraust á því að hægt sé að hemja verðbólguna. Þegar slíkt ástand skapast fer í gang eins konar vítisvél þar sem öll skynsemi hverfur og hver hugsar bara um sig. Launþegar vilja sem hæsta krónutöluhækkun og seljendur vöru og þjónustu hækka verð sín og gjaldskrár án umhugsunar. Hækka verðin um rúmlega það sem þyrfti því verðbólgan mun jú halda áfram! ASÍ heldur því nú fram að innfluttar vörur hafi ekki lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar síðustu mánuði. Skýringin er eflaust sú að innflytjendum finnst varla taka því að standa í því að lækka verðin þar sem verðbólgan sé hvort eð er komin til að vera. Auk þess eiga neytendur erfitt með að fylgjast með þegar verðbólga hefur verið svo mikil sem raun ber vitni um frá bankahruni. Ný þjóðarsátt Nú fer að fara af stað vinna við undirbúning næstu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Við lærðum það af núgildandi kjarasamningum að fullkomið traust þarf að ríkja á milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins ef vel á að takast til. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst ekki, að mati aðila vinnumarkaðarins, að standa við allt það sem hún lofaði við gerð síðustu kjarasamninga. Það sem þjóðin þarf nú virkilega á að halda er að gerðir verði nýir þjóðarsáttarsamningar í anda samninganna sem gerðir voru árið 1990 og kenndir hafa verið við Einar Odd Kristjánsson og Þröst Ólafsson. Þeir samningar einkenndust af því að að þeim komu margir ólíkir hagsmunaaðilar og ríkisstjórnin var einn af þeim en á þeim tíma þótti það ekki sjálfsagt. Hornsteinninn var stöðugt gengi og hætt var að nota verðtryggingarákvæði. Menn sammæltust um að halda verðlagi stöðugu og var t.d. verði á búvöru haldið óbreyttu en það þrengdi tímabundið mjög að kjörum bænda. Fyrirhuguðum hækkunum á verði fyrir opinbera þjónustu var haldið í algjöru lágmarki. Nafnvextir voru lækkaðir til hagsbóta fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki og skattar voru lækkaðir á fyrirtæki. Gerðir voru kjarasamningar til langs tíma og einblínt á að auka kaupmáttinn. Þessir samningar skiluðu miklum árangri en lykillinn var mikil samstaða margra aðila. Hvað þarf til? Nýja þjóðarsáttarsamninga er ekki hægt að gera nema með aðkomu nýrrar ríkisstjórnar sem er einhuga, stefnuföst og sterk og býr yfir aga til þess að koma á stöðugleika. Tryggja þarf að verðlag haldist stöðugt með því að ná fram jafnvægi í gengi krónunnar. Finna þarf út hvað svigrúm til launahækkana er mikið og gæta þess að innistæða sé fyrir þeim launahækkunum sem samið verður um. Vexti þarf að lækka og ef það næst ekki fram með núgildandi fyrirkomulagi þarf að huga að breytingu á stjórn peningamála. Raunstýrivextir hér á landi eru um 3% en eru neikvæðir víða erlendis. Þetta er mjög íþyngjandi fyrir atvinnulífið og uppbyggingu þess og stendur í raun í vegi fyrir allri framför. Lækka þarf skatta á fyrirtæki og einfalda skattkerfið.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun