Nafnlausum dalunnanda svarað Björn Guðmundsson skrifar 11. maí 2013 07:00 Nýlega birtist í þessu blaði grein eftir mig undir fyrirsögninni „Skógræktaröfgar í Elliðaárdal“. Nokkru fyrr tjáði ég mig um niðurstöður rannsókna á torlæsi allstórs hóps ungmenna á Íslandi. Hef ekki séð niðurstöður rannsókna á torlæsi fullorðinna. Mér verður hugsað til þess síðarnefnda vegna athugasemda sem ég hef fengið vegna greinarinnar um skógræktina. Mér barst nafnlaust bréf í pósti. Bréfritari segir: „Ég býst við að þú eigir einhvern vin í þessum húsum þar sem þú ert að verja þessar hamfarir.“ Ég get upplýst bréfritara um að ég þekki ekki nokkurn mann sem býr við Rituhóla. Ég segi heldur ekki eitt einasta orð til að verja gerðir íbúa við Rituhóla. Ég segi bara hvað þeir gerðu og hvers vegna. Greinin var að mestu skrifuð á haustmánuðum. Kveikjan var veiðidagur sem ég átti í Elliðaánum síðasta sumar þar sem ég komst að því að trjám hafði verið plantað á göngustíg sem veiðimenn ganga meðfram ánni. Málsgreininni um Rituhólamálið var bætt við daginn sem greinin var send inn. Bréfritari segir líka: „Ég hvet þig til að ganga um svæðið og sjá hamfarirnar. Þarna verður aldrei mólendi þótt skógurinn verði felldur…“ Ég hef alls ekki lagt til að skógurinn verði felldur. Ég læt aðeins í ljós þá ósk mína að svæðið milli athafnasvæðis Fáks og árinnar fái áfram að vera trjálaust að mestu.Ekki góðir siðir Bréfritari spyr hvort ég gangi þarna daglega og hvort ég þekki náttúruna. Ég hef búið í nágrenni Elliðaárdalsins frá fæðingu, lék mér þar sem barn og hef notið útivistar þar sem fullorðinn. Í 30 ár hef ég ýmist gengið eða hjólað um dalinn til vinnu minnar. Í fullri auðmýkt viðurkenni ég að þekking mín á náttúrunni er takmörkuð og ég vinn að því að bæta hana. Ég hef þó lokið háskólaprófi í efnafræði og setið háskólanámskeið m.a. í umhverfis- og auðlindafræði, líffræði, fuglafræði og jarðfræði. Í 34 ár hef ég kennt náttúrufræðigreinar í framhaldsskóla. Útivist, náttúruskoðun og náttúruvernd hafa verið aðaláhugamál mín í meira en 40 ár. Með þessu hef ég stundað landslagsljósmyndun, fuglaskoðun og fuglaljósmyndun. Ég hef ritað blaðagreinar um náttúruvernd. Nýlega skrifaði ég forsætisráðherra opið bréf í viðleitni minni til að koma í veg fyrir skemmdarverk á Þríhnúkagíg. Einnig sendi ég nýlega inn tillögu á „Betri hverfi“ þess efnis að uppræta lúpínu í hverfisfriðlandi Bugðu í Norðlingaholti. (Bréfritari spurði: „Veist þú að lúpínan er að yfirtaka dalinn?“). Bréfritarinn sem kallar sig dalunnanda segir: „Þar sem ég veit ekki hvort ég er að senda réttum ritara bréfið þá sleppi ég nafninu mínu. Þó að ég skammist mín ekki fyrir að senda þetta bréf.“ Ég verð að hryggja dalunnanda með því að á meðal siðaðs fólks teljast það ekki góðir siðir að senda fólki nafnlaus bréf. Vonandi sér hinn nafnlausi dalunnandi að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega birtist í þessu blaði grein eftir mig undir fyrirsögninni „Skógræktaröfgar í Elliðaárdal“. Nokkru fyrr tjáði ég mig um niðurstöður rannsókna á torlæsi allstórs hóps ungmenna á Íslandi. Hef ekki séð niðurstöður rannsókna á torlæsi fullorðinna. Mér verður hugsað til þess síðarnefnda vegna athugasemda sem ég hef fengið vegna greinarinnar um skógræktina. Mér barst nafnlaust bréf í pósti. Bréfritari segir: „Ég býst við að þú eigir einhvern vin í þessum húsum þar sem þú ert að verja þessar hamfarir.“ Ég get upplýst bréfritara um að ég þekki ekki nokkurn mann sem býr við Rituhóla. Ég segi heldur ekki eitt einasta orð til að verja gerðir íbúa við Rituhóla. Ég segi bara hvað þeir gerðu og hvers vegna. Greinin var að mestu skrifuð á haustmánuðum. Kveikjan var veiðidagur sem ég átti í Elliðaánum síðasta sumar þar sem ég komst að því að trjám hafði verið plantað á göngustíg sem veiðimenn ganga meðfram ánni. Málsgreininni um Rituhólamálið var bætt við daginn sem greinin var send inn. Bréfritari segir líka: „Ég hvet þig til að ganga um svæðið og sjá hamfarirnar. Þarna verður aldrei mólendi þótt skógurinn verði felldur…“ Ég hef alls ekki lagt til að skógurinn verði felldur. Ég læt aðeins í ljós þá ósk mína að svæðið milli athafnasvæðis Fáks og árinnar fái áfram að vera trjálaust að mestu.Ekki góðir siðir Bréfritari spyr hvort ég gangi þarna daglega og hvort ég þekki náttúruna. Ég hef búið í nágrenni Elliðaárdalsins frá fæðingu, lék mér þar sem barn og hef notið útivistar þar sem fullorðinn. Í 30 ár hef ég ýmist gengið eða hjólað um dalinn til vinnu minnar. Í fullri auðmýkt viðurkenni ég að þekking mín á náttúrunni er takmörkuð og ég vinn að því að bæta hana. Ég hef þó lokið háskólaprófi í efnafræði og setið háskólanámskeið m.a. í umhverfis- og auðlindafræði, líffræði, fuglafræði og jarðfræði. Í 34 ár hef ég kennt náttúrufræðigreinar í framhaldsskóla. Útivist, náttúruskoðun og náttúruvernd hafa verið aðaláhugamál mín í meira en 40 ár. Með þessu hef ég stundað landslagsljósmyndun, fuglaskoðun og fuglaljósmyndun. Ég hef ritað blaðagreinar um náttúruvernd. Nýlega skrifaði ég forsætisráðherra opið bréf í viðleitni minni til að koma í veg fyrir skemmdarverk á Þríhnúkagíg. Einnig sendi ég nýlega inn tillögu á „Betri hverfi“ þess efnis að uppræta lúpínu í hverfisfriðlandi Bugðu í Norðlingaholti. (Bréfritari spurði: „Veist þú að lúpínan er að yfirtaka dalinn?“). Bréfritarinn sem kallar sig dalunnanda segir: „Þar sem ég veit ekki hvort ég er að senda réttum ritara bréfið þá sleppi ég nafninu mínu. Þó að ég skammist mín ekki fyrir að senda þetta bréf.“ Ég verð að hryggja dalunnanda með því að á meðal siðaðs fólks teljast það ekki góðir siðir að senda fólki nafnlaus bréf. Vonandi sér hinn nafnlausi dalunnandi að sér.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun