Skólaheilsugæslan: Réttir aðilar á réttum stað Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 16. maí 2013 07:00 Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu (úr 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Ég á mér draum. Draum um samfélag sem býður öllum tækifæri til farsældar og hefur rými fyrir alla. Þar sem byggt er á fyrirhyggju við sköpun raunverulegra úrræða sem hafa að markmiði að mæta veikindum og vanlíðan. Börnin eru fjársjóður framtíðarinnar og ber okkur sem nú berum ábyrgð á velferð samfélagsins að hafa framtíðarsýn og sjá fyrir okkur hvaða eiginleikum við viljum að þau búi yfir. Það kennum við þeim með okkar eigin lífsviðhorfum, samskiptaháttum og gildum og með því að skapa samfélag mannréttinda sem grundvallast á virðingu, hluttekningu og umhyggju. Þannig samfélag leggur megináherslu á bæði framúrskarandi og öruggt alhliða heilbrigðiskerfi sem hefur fagmennsku að leiðarljósi, og menntakerfi sem byggir á þeirri meginstefnu að það sé raunverulega rými fyrir alla. Samfélaginu er stjórnað af hugrökkum og um leið auðmjúkum leiðtogum, sem hafa yfirsýn yfir þarfir samfélagsþegnanna og búa yfir hæfni til að forgangsraða þeim. Þeir efla styrkleika þjónustunnar, sjá fram á veginn og setja sér raunhæf markmið í ljósi þarfa þjónustuþeganna, kostnaðar og innan fjárheimilda. Eigum langt í land Það eru því miður mýmörg dæmi um að við eigum langt í land með að hafa rými fyrir alla í samfélagi okkar. Nægir þar að nefna úrræðaleysi gagnvart veikindum barna með geðraskanir, þar sem skortur á fjármagni og biðlisti eftir viðeigandi meðferð leiðir til þess að börnin bíða of oft of lengi. Það getur haft alvarlegar afleiðingar með tilheyrandi vanlíðan fyrir barnið sjálft, fjölskyldu þess, skólafélaga og aðra sem að barninu standa. Fyrstu skrefin í átt að betra samfélagi felast í að auka þekkingu á aðstæðum og þörfum samfélagsþegna, og vilja og löngun til að bæta hag þeirra. Í nýútkominni skýrslu UNICEF: Réttindi barna á Íslandi: ofbeldi og forvarnir, er sýnt fram á að ofbeldi er helsta ógnin sem steðjar að íslenskum börnum. Ofbeldi hefur gríðarleg áhrif á líf og velferð barna og í ljósi þess eru lagðar fram tillögur að margþættum forvörnum í skýrslunni, sem byggja á því að samfélag okkar líði ekki ofbeldi. Þó að í þessu sambandi sem öðru varðandi umönnun barna gildi að meginábyrgðin hvílir á herðum foreldra, eru það skóla- og heilbrigðiskerfið sem eiga að vera fyrirmynd og leggja línurnar um hvernig skuli takast á við ofbeldi gegn börnum, því það þarf sannarlega heilt þorp til að ala upp barn. Til að takast á við aðsteðjandi vanda barna, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða geðraskanir, er brýnt að nýta þekkingu og færni þeirra fagaðila sem nú þegar starfa að bættum hag barna í nærumhverfi þeirra og auka samstarf milli heilbrigðis- og menntakerfis. Grundvallaratriðið er að þjónustan byggi á styrkleikum fjölskyldna, sé veitt af færum fagaðilum og hafi að markmiði að stuðla að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægast er að viðhorf allra sem að þessum málum koma grundvallist á virðingu og samhygð gagnvart þjónustuþegunum. Fjölskylduteymi Eitt af þeim úrræðum sem eru þegar til staðar í nærumhverfi barna er Fjölskylduteymi Heilsugæslunnar í Glæsibæ sem var sett á laggirnar árið 2008. Í teyminu eru fagaðilar frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, heimilislæknar, yfirhjúkrunarfræðingur og sálfræðingur Heilsugæslunnar í Glæsibæ og skólahjúkrunarfræðingar Langholts- og Vogaskóla. Börnum sem þurfa á þjónustu að halda er vísað á teymið og þörfum þeirra mætt með samstarfi allra teymisaðila, sem hafa þau skýru markmið að búa börnunum aðstæður sem leiða til velferðar. Lykillinn að árangri þjónustunnar felst í viðveru fagaðila í nærumhverfi barnanna, til dæmis að skólahjúkrunarfræðingar séu aðgengilegir og til staðar fyrir börnin í skólanum: Réttir aðilar, á réttum stað, á réttum tíma. Skýrslu UNICEF og sláandi fréttum af afleiðingum úrræðaleysis gagnvart börnum með geðraskanir er ætlað að vekja almenning til vitundar um hinn bitra veruleika sem íslensk börn búa við. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að bregðast við, sýna fyrirhyggju og efla þjónustu í nærumhverfi barna og auka samstarf milli heilbrigðis- og menntakerfis. Til þess þarf hæft og ástríðufullt starfsfólk sem er leitt áfram af hugrökkum stjórnendum velferðarkerfisins. Stjórnendum sem eru meðvitaðir um ábyrgð sína sem fyrirmyndir annarra varðandi lífsviðhorf og samskiptahætti, og sem byggja ákvarðanir sínar og forgangsröðun fjármuna á þeirri framtíðarsýn að á Íslandi njóti öll börn mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu (úr 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Ég á mér draum. Draum um samfélag sem býður öllum tækifæri til farsældar og hefur rými fyrir alla. Þar sem byggt er á fyrirhyggju við sköpun raunverulegra úrræða sem hafa að markmiði að mæta veikindum og vanlíðan. Börnin eru fjársjóður framtíðarinnar og ber okkur sem nú berum ábyrgð á velferð samfélagsins að hafa framtíðarsýn og sjá fyrir okkur hvaða eiginleikum við viljum að þau búi yfir. Það kennum við þeim með okkar eigin lífsviðhorfum, samskiptaháttum og gildum og með því að skapa samfélag mannréttinda sem grundvallast á virðingu, hluttekningu og umhyggju. Þannig samfélag leggur megináherslu á bæði framúrskarandi og öruggt alhliða heilbrigðiskerfi sem hefur fagmennsku að leiðarljósi, og menntakerfi sem byggir á þeirri meginstefnu að það sé raunverulega rými fyrir alla. Samfélaginu er stjórnað af hugrökkum og um leið auðmjúkum leiðtogum, sem hafa yfirsýn yfir þarfir samfélagsþegnanna og búa yfir hæfni til að forgangsraða þeim. Þeir efla styrkleika þjónustunnar, sjá fram á veginn og setja sér raunhæf markmið í ljósi þarfa þjónustuþeganna, kostnaðar og innan fjárheimilda. Eigum langt í land Það eru því miður mýmörg dæmi um að við eigum langt í land með að hafa rými fyrir alla í samfélagi okkar. Nægir þar að nefna úrræðaleysi gagnvart veikindum barna með geðraskanir, þar sem skortur á fjármagni og biðlisti eftir viðeigandi meðferð leiðir til þess að börnin bíða of oft of lengi. Það getur haft alvarlegar afleiðingar með tilheyrandi vanlíðan fyrir barnið sjálft, fjölskyldu þess, skólafélaga og aðra sem að barninu standa. Fyrstu skrefin í átt að betra samfélagi felast í að auka þekkingu á aðstæðum og þörfum samfélagsþegna, og vilja og löngun til að bæta hag þeirra. Í nýútkominni skýrslu UNICEF: Réttindi barna á Íslandi: ofbeldi og forvarnir, er sýnt fram á að ofbeldi er helsta ógnin sem steðjar að íslenskum börnum. Ofbeldi hefur gríðarleg áhrif á líf og velferð barna og í ljósi þess eru lagðar fram tillögur að margþættum forvörnum í skýrslunni, sem byggja á því að samfélag okkar líði ekki ofbeldi. Þó að í þessu sambandi sem öðru varðandi umönnun barna gildi að meginábyrgðin hvílir á herðum foreldra, eru það skóla- og heilbrigðiskerfið sem eiga að vera fyrirmynd og leggja línurnar um hvernig skuli takast á við ofbeldi gegn börnum, því það þarf sannarlega heilt þorp til að ala upp barn. Til að takast á við aðsteðjandi vanda barna, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða geðraskanir, er brýnt að nýta þekkingu og færni þeirra fagaðila sem nú þegar starfa að bættum hag barna í nærumhverfi þeirra og auka samstarf milli heilbrigðis- og menntakerfis. Grundvallaratriðið er að þjónustan byggi á styrkleikum fjölskyldna, sé veitt af færum fagaðilum og hafi að markmiði að stuðla að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægast er að viðhorf allra sem að þessum málum koma grundvallist á virðingu og samhygð gagnvart þjónustuþegunum. Fjölskylduteymi Eitt af þeim úrræðum sem eru þegar til staðar í nærumhverfi barna er Fjölskylduteymi Heilsugæslunnar í Glæsibæ sem var sett á laggirnar árið 2008. Í teyminu eru fagaðilar frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, heimilislæknar, yfirhjúkrunarfræðingur og sálfræðingur Heilsugæslunnar í Glæsibæ og skólahjúkrunarfræðingar Langholts- og Vogaskóla. Börnum sem þurfa á þjónustu að halda er vísað á teymið og þörfum þeirra mætt með samstarfi allra teymisaðila, sem hafa þau skýru markmið að búa börnunum aðstæður sem leiða til velferðar. Lykillinn að árangri þjónustunnar felst í viðveru fagaðila í nærumhverfi barnanna, til dæmis að skólahjúkrunarfræðingar séu aðgengilegir og til staðar fyrir börnin í skólanum: Réttir aðilar, á réttum stað, á réttum tíma. Skýrslu UNICEF og sláandi fréttum af afleiðingum úrræðaleysis gagnvart börnum með geðraskanir er ætlað að vekja almenning til vitundar um hinn bitra veruleika sem íslensk börn búa við. Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að bregðast við, sýna fyrirhyggju og efla þjónustu í nærumhverfi barna og auka samstarf milli heilbrigðis- og menntakerfis. Til þess þarf hæft og ástríðufullt starfsfólk sem er leitt áfram af hugrökkum stjórnendum velferðarkerfisins. Stjórnendum sem eru meðvitaðir um ábyrgð sína sem fyrirmyndir annarra varðandi lífsviðhorf og samskiptahætti, og sem byggja ákvarðanir sínar og forgangsröðun fjármuna á þeirri framtíðarsýn að á Íslandi njóti öll börn mannréttinda.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun