Að fara vel með fé ríkisins G. Pétur Matthíasson skrifar 16. maí 2013 07:00 Það er gott þegar borgarar þessa lands hafa áhyggjur af því hvernig skattfé er varið. Vegagerðin sinnir hlutverki sínu með hagkvæmni að leiðarljósi og reynir eftir fremsta megni að nýta það fé sem er til umráða sem allra best. Ein leið til þess er að viðhafa útboð og freista þess þannig að fá meira fyrir fé ríkisins en ella. Til þess að slíkt gangi upp þurfa reglur að vera gegnsæjar og ganga jafnt yfir alla. Í Fréttablaðinu þann 4. apríl fjallar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur um útboð á rútuakstri um Reykjanes og Suðurland, en þar með talin er flugrútan í Leifsstöð auk skólaaksturs á Suðurlandi (þ.e. áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi, skólaakstur á Suðurlandi, skólaakstur á Snæfellsnesi og skólaakstur á Suðurnesjum á árunum 2006-2008). Hún nefnir þó einungis skólaaksturinn en deilan fyrir dómstólum snerist ekki um þann hluta heldur um aksturinn með ferðamenn í og úr utanlandsflugi, auk sérleyfisaksturs um Suðurnes og Suðurland. Útboðið fór fram árið 2005. Jakobína Ingunn sparar ekki stóru orðin og talar um vanhæfni og staðhæfir að seilst hafi verið í vasa skattgreiðenda vegna þess að ríkið tapaði máli fyrir dómstólum og þarf að greiða tæpar 249 milljónir króna vegna meints tapaðs hagnaðar. Ríkiskaup buðu þetta verk út fyrir Vegagerðina og þrjá framhaldsskóla. Sá sem bauð lægst var nýtt og algerlega reynslulaust fyrirtæki, Hópbílaleigan ehf., sem hafði til umráða tvær hópbifreiðar, sem myndu duga skammt fyrir akstur hundruð þúsunda farþega til og frá Leifsstöð og fyrirtækið þar að auki skuldbundið í önnur verkefni. Til þessa verks hafa menn hingað til notað tugi hópferðabifreiða. Vegagerðin gerir þá eðlilegu kröfu að þeir sem bjóða í verk geti sýnt fram á að þeir geti sinnt verkinu enda er sú krafa gerð að bjóðandi hafi unnið sambærilegt verk áður. Ekki fylgdi tilboði samningur Hópbílaleigunnar ehf. við undirverktaka en eigendur tengdust Guðmundi Tyrfingssyni ehf. Fram kom í tilboðinu að Hópbílaleigan hygðist sinna verkinu með bifreiðum frá öðrum. Ekki fékkst staðfesting frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. um að fyrirtækið stæði þannig að baki Hópbílaleigunni ehf. að tryggt væri að þeir gætu sinnt verkinu, og var því ekki annað hægt í stöðunni að mati Vegagerðarinnar en að hafna tilboðinu.Ómakleg orð Vegagerðin hefur farið yfir reksturinn á þessum leiðum og sér ekki að hagnaður af verkefninu sé nálægt því sem dómkvaddir matsmenn töldu Hópbílaleiguna hafa misst af og liggur til grundvallar því fé sem nú hefur tapast. Ef það reynist rétt að þessar 249 milljónir séu smámunir einir miðað við hugsanlega hagnað af þessum akstri, líkt og haldið hefur verið fram, hlýtur að vakna upp sú spurning hvort yfirleitt sé nokkur þörf fyrir ríkið að styrkja almenningssamgöngur á landi. Hitt er öllu alvarlegra fyrir Vegagerðina, ef tekið er mið af þessum dómum, að samkvæmt þeim getur Vegagerðin ekki hafnað verktaka þótt hann geti á engan hátt sýnt fram á að hann geti unnið verkið. Vegagerðin hefur lent í því að verktakar hafi orðið gjaldþrota eða horfið frá verki, og það getur haft mikinn kostnað í för með sér. Það er ekki hagstæðast að taka tilboði lægstbjóðanda, sem stenst ekki kröfur. Kostnaður við gjaldþrot og endurútboð getur orðið mikill og þá tapast skatttekjur sem okkur er umhugað um að fara sem best með. Það er því nauðsynlegt að fara enn betur yfir útboðsskilmála í útboðum Vegagerðarinnar því að tryggja verður að besti tilboðsgjafinn verði ætíð fyrir valinu. Þ.e.a.s. sá sem til lengri tíma litið muni fara best með skattfé okkar allra sem er ekki endilega sá sem býður lægst. Ómakleg orð sem beinast, án þess að nefna það beint, að starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeim er jafnvel líkt við búðarþjófa eru ekki svaraverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skatttekjum sólundað Tyrfingur Guðmundsson er ekki sérlega ánægður með að fá 249 milljónir úr vasa skattgreiðenda fyrir að gera ekki neitt. Hann hefði heldur viljað fá að gera eitthvað, fá tækifæri sem var fengið öðrum sem vildi græða meira á þjónustu við íslenska fjölbrautaskólanema. Af þessu er birt frétt á vísir.is. 4. apríl 2013 12:00 Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott þegar borgarar þessa lands hafa áhyggjur af því hvernig skattfé er varið. Vegagerðin sinnir hlutverki sínu með hagkvæmni að leiðarljósi og reynir eftir fremsta megni að nýta það fé sem er til umráða sem allra best. Ein leið til þess er að viðhafa útboð og freista þess þannig að fá meira fyrir fé ríkisins en ella. Til þess að slíkt gangi upp þurfa reglur að vera gegnsæjar og ganga jafnt yfir alla. Í Fréttablaðinu þann 4. apríl fjallar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur um útboð á rútuakstri um Reykjanes og Suðurland, en þar með talin er flugrútan í Leifsstöð auk skólaaksturs á Suðurlandi (þ.e. áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi, skólaakstur á Suðurlandi, skólaakstur á Snæfellsnesi og skólaakstur á Suðurnesjum á árunum 2006-2008). Hún nefnir þó einungis skólaaksturinn en deilan fyrir dómstólum snerist ekki um þann hluta heldur um aksturinn með ferðamenn í og úr utanlandsflugi, auk sérleyfisaksturs um Suðurnes og Suðurland. Útboðið fór fram árið 2005. Jakobína Ingunn sparar ekki stóru orðin og talar um vanhæfni og staðhæfir að seilst hafi verið í vasa skattgreiðenda vegna þess að ríkið tapaði máli fyrir dómstólum og þarf að greiða tæpar 249 milljónir króna vegna meints tapaðs hagnaðar. Ríkiskaup buðu þetta verk út fyrir Vegagerðina og þrjá framhaldsskóla. Sá sem bauð lægst var nýtt og algerlega reynslulaust fyrirtæki, Hópbílaleigan ehf., sem hafði til umráða tvær hópbifreiðar, sem myndu duga skammt fyrir akstur hundruð þúsunda farþega til og frá Leifsstöð og fyrirtækið þar að auki skuldbundið í önnur verkefni. Til þessa verks hafa menn hingað til notað tugi hópferðabifreiða. Vegagerðin gerir þá eðlilegu kröfu að þeir sem bjóða í verk geti sýnt fram á að þeir geti sinnt verkinu enda er sú krafa gerð að bjóðandi hafi unnið sambærilegt verk áður. Ekki fylgdi tilboði samningur Hópbílaleigunnar ehf. við undirverktaka en eigendur tengdust Guðmundi Tyrfingssyni ehf. Fram kom í tilboðinu að Hópbílaleigan hygðist sinna verkinu með bifreiðum frá öðrum. Ekki fékkst staðfesting frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. um að fyrirtækið stæði þannig að baki Hópbílaleigunni ehf. að tryggt væri að þeir gætu sinnt verkinu, og var því ekki annað hægt í stöðunni að mati Vegagerðarinnar en að hafna tilboðinu.Ómakleg orð Vegagerðin hefur farið yfir reksturinn á þessum leiðum og sér ekki að hagnaður af verkefninu sé nálægt því sem dómkvaddir matsmenn töldu Hópbílaleiguna hafa misst af og liggur til grundvallar því fé sem nú hefur tapast. Ef það reynist rétt að þessar 249 milljónir séu smámunir einir miðað við hugsanlega hagnað af þessum akstri, líkt og haldið hefur verið fram, hlýtur að vakna upp sú spurning hvort yfirleitt sé nokkur þörf fyrir ríkið að styrkja almenningssamgöngur á landi. Hitt er öllu alvarlegra fyrir Vegagerðina, ef tekið er mið af þessum dómum, að samkvæmt þeim getur Vegagerðin ekki hafnað verktaka þótt hann geti á engan hátt sýnt fram á að hann geti unnið verkið. Vegagerðin hefur lent í því að verktakar hafi orðið gjaldþrota eða horfið frá verki, og það getur haft mikinn kostnað í för með sér. Það er ekki hagstæðast að taka tilboði lægstbjóðanda, sem stenst ekki kröfur. Kostnaður við gjaldþrot og endurútboð getur orðið mikill og þá tapast skatttekjur sem okkur er umhugað um að fara sem best með. Það er því nauðsynlegt að fara enn betur yfir útboðsskilmála í útboðum Vegagerðarinnar því að tryggja verður að besti tilboðsgjafinn verði ætíð fyrir valinu. Þ.e.a.s. sá sem til lengri tíma litið muni fara best með skattfé okkar allra sem er ekki endilega sá sem býður lægst. Ómakleg orð sem beinast, án þess að nefna það beint, að starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeim er jafnvel líkt við búðarþjófa eru ekki svaraverð.
Skatttekjum sólundað Tyrfingur Guðmundsson er ekki sérlega ánægður með að fá 249 milljónir úr vasa skattgreiðenda fyrir að gera ekki neitt. Hann hefði heldur viljað fá að gera eitthvað, fá tækifæri sem var fengið öðrum sem vildi græða meira á þjónustu við íslenska fjölbrautaskólanema. Af þessu er birt frétt á vísir.is. 4. apríl 2013 12:00
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar