Hið meinta matvælaöryggi Margrét Jónsdóttir skrifar 16. maí 2013 11:00 Því hefur verið haldið á lofti á undanförnum árum, undir forystu forsetans, að við yrðum að tryggja matvælaöryggi. Og með hverju? Jú, með því að borga með sauðfjár- og kúabændum. Takið eftir; ekki kjúklinga-, svína- eða grænmetisræktendum. Bara með meme og mumu. Munið! Rollubeit stuðlar að ofbeit og gróður- og jarðvegseyðingu. Mjólkin virðist viðriðin krabbamein og ofnæmi, svo ekki sé meira sagt. Og hvað kostar þetta þjóðina? Jú, marga milljarða á ári og tollvernd á innfluttar matvörur. Hvað annað? Jú, styrki alls konar, ár eftir ár. Snjóþyngsli, kal, of þurr sumur, of blaut sumur, ónýtar girðingar, sölutregða á kindakjöti, of hátt áburðarverð og svo framvegis. Munið, ríkið borgar jú í Bjargráðasjóð. Væri nú ekki skynsamlegra að nota þessa peninga í annað, t.d. í landgræðslu, skógrækt og græna geirann? Og væri það ekki líka skynsamlegra að stuðla að aukinni kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu? Að selja kjötið úr landi er „út úr kú“. Að borga með framleiðslu á kindakjöti, stuðla þar með að ofbeit, gróður og jarðvegseyðingu og flytja það svo síðan úr landi er bara heimska og ekkert annað. Það þarf að fækka kindum svo mikið að nægi bara á innanlandsmarkað og síðan ætti að velja bestu héruð landsins undir rollurnar og hafa þær allar í FJÁRHELDUM girðingum, beitarhólfum. Ef þessi búskapur viðhelst úti um allar jarðir, og ekki í beitarhólfum, er hætt við að sunnudagssteikin týnist á fjöllum. Það sýnir sig að sauðfjárbúskapur er auðsjáanlega mjög óarðbær búgrein og óhagstæður gróðri landsins. Hvers vegna í ósköpunum eigum við þá að halda áfram að borga með honum? Þar fyrir utan fylgir þessum styrktu búgreinum alveg hroðaleg sjónmengun um allt land, haugar af snjóhvítu, glampandi plasti úti um tún og engi, meðfram þjóðveginum eða upp á bæjarhólnum. Þarf ekkert leyfi fyrir svona plastbyggingum? Hefur fyrirbærið farið í umhverfismat? Ég er reyndar mjög sátt við græna plastið sem þeir eru farnir að nota hér í nærsveitum mínum. Hjá hvíta plastinu vildi ég óska að væru manir í kring með gróðri efst sem neðst. Það væri flott. Stokkum upp í landbúnaðinum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið á lofti á undanförnum árum, undir forystu forsetans, að við yrðum að tryggja matvælaöryggi. Og með hverju? Jú, með því að borga með sauðfjár- og kúabændum. Takið eftir; ekki kjúklinga-, svína- eða grænmetisræktendum. Bara með meme og mumu. Munið! Rollubeit stuðlar að ofbeit og gróður- og jarðvegseyðingu. Mjólkin virðist viðriðin krabbamein og ofnæmi, svo ekki sé meira sagt. Og hvað kostar þetta þjóðina? Jú, marga milljarða á ári og tollvernd á innfluttar matvörur. Hvað annað? Jú, styrki alls konar, ár eftir ár. Snjóþyngsli, kal, of þurr sumur, of blaut sumur, ónýtar girðingar, sölutregða á kindakjöti, of hátt áburðarverð og svo framvegis. Munið, ríkið borgar jú í Bjargráðasjóð. Væri nú ekki skynsamlegra að nota þessa peninga í annað, t.d. í landgræðslu, skógrækt og græna geirann? Og væri það ekki líka skynsamlegra að stuðla að aukinni kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu? Að selja kjötið úr landi er „út úr kú“. Að borga með framleiðslu á kindakjöti, stuðla þar með að ofbeit, gróður og jarðvegseyðingu og flytja það svo síðan úr landi er bara heimska og ekkert annað. Það þarf að fækka kindum svo mikið að nægi bara á innanlandsmarkað og síðan ætti að velja bestu héruð landsins undir rollurnar og hafa þær allar í FJÁRHELDUM girðingum, beitarhólfum. Ef þessi búskapur viðhelst úti um allar jarðir, og ekki í beitarhólfum, er hætt við að sunnudagssteikin týnist á fjöllum. Það sýnir sig að sauðfjárbúskapur er auðsjáanlega mjög óarðbær búgrein og óhagstæður gróðri landsins. Hvers vegna í ósköpunum eigum við þá að halda áfram að borga með honum? Þar fyrir utan fylgir þessum styrktu búgreinum alveg hroðaleg sjónmengun um allt land, haugar af snjóhvítu, glampandi plasti úti um tún og engi, meðfram þjóðveginum eða upp á bæjarhólnum. Þarf ekkert leyfi fyrir svona plastbyggingum? Hefur fyrirbærið farið í umhverfismat? Ég er reyndar mjög sátt við græna plastið sem þeir eru farnir að nota hér í nærsveitum mínum. Hjá hvíta plastinu vildi ég óska að væru manir í kring með gróðri efst sem neðst. Það væri flott. Stokkum upp í landbúnaðinum!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun