Þegar endanlegar niðurstöður lágu fyrir í Icesave-málinu komu fulltrúar samtaka sem lögðu sitt af mörkum í sjónvarp og lýstu baráttu gegn stjórnvöldum. Við ofurefli var að etja. Gamla góða herstjórnarlistin við eldhúsborðið heima var notuð. Það vantaði fé, aðstöðu, upplýsingar, leikreglur – það sem þarf til að taka virkan þátt í flókinni og erfiðri umræðu. Reglur um hvernig á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu voru óskýrar. Ójafnræðið var eins og þegar þingeyskir bændur börðust til að vernda Laxá gegn ofríki Landsvirkjunar. Alveg eins og náttúruverndarsamtök enn í dag þegar hernaðurinn gegn landinu heldur áfram. Alveg eins og þegar neytendavernd glímir við auðvaldið sem beygir umræðu og ákvarðanatöku undir sig.
Þeir dagar eru liðnir að stjórnmálaflokkar eigi einkarétt á lýðræði. Þeir skammta sjálfum sér ótrúlegar fjárhæðir (dágóðan milljarð á kjörtímabili) til eigin starfsemi en svelta aðra sem berjast á vettvangi hugmyndanna. Mikilvægt skref til lýðræðisbóta er að efla þau öfl sem veita stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum aðhald. Ekki veitir af eins og dæmin sanna. Grasrótaráburður þarf að koma frá því ríkisvaldi sem viðurkennir rétt borgaranna til að gagnrýna sama ríkisvald. Annars verður beint lýðræði bara hjóm.
Úrlausnarefni sem bíða
Við eigum að dreifa valdi. Innleiða þarf reglur sem leyfa frjálsum samtökum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eins og stjórnlagaráð lagði til. Reglubinda fjármögnun samtaka sem njóta nægilegs stuðnings og vinna fyrir opnum tjöldum – ekki bara í þingkosningum heldur alltaf. Framselja eftirlitshlutverk sem ríkið tekur sjálft þar sem mikilvæg mál eru í húfi til frjálsra félagasamtaka sem fylgja gagnsæjum og ströngum reglum. Þetta og fleira myndi efla borgaralegt samfélag gegn ofurvaldi kerfislægra stjórnmála, lögbundnu ofbeldi ríkisins og ofríki auðvaldsins.
Svona breytingar myndu færa ábyrgð á eigin örlögum yfir til fólksins í landinu svo það hefði engu um að kenna nema sér sjálfu ef illa færi. Slík siðbót ein og sér myndi samsvara samfélagsbyltingu. Það myndi svo líka hjálpa að úthluta þingsætum í samræmi við kjörfylgi.

Ábyrgðina til fólksins
Skoðun

Drap Covid borgarlínuna og byggðastefnuna?
Tómas Ellert Tómasson skrifar

Ljósleiðarar og þjóðaröryggi
Ólafur Ísleifsson skrifar

Hvað er málþroskaröskun af óþekktri ástæðu (DLD)?
Þóra Sæunn Úlfsdóttir skrifar

Gefum fólki tækifæri
Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Frelsi án ábyrgðar
Högni Elfar Gylfason skrifar

„Öppdeit“
Jón Ármann Steinsson skrifar

Valdefling raddarinnar
Birna Varðardóttir skrifar

Heggur sú er hlífa skyldi
Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar

Bakslag í öryggismálum sjómanna
Drífa Snædal skrifar

Klárum leikinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Eftirlit Alþingis virkar, þrátt fyrir árásir
Jón Þór Ólafsson skrifar

Er Íslandspóstur undanþeginn lögum?
Þórir Helgi Sigvaldason skrifar

Áhugalítill formaður VR
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar

Sá á kvölina sem ekki á völina
Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Þjónustugreiðslur vegna barna: Bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar á Íslandi
Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar