Fleiri fréttir

Baráttan gegn atvinnuleysinu

Runólfur Ágústsson skrifar

Á Íslandi hefur náðst einstakur árangur í baráttunni gegn fjöldaatvinnuleysi. Eftir hrun var einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu en atvinnuleysi er nú með því lægsta í vestrænum ríkjum, nokkru hærra en í Austurríki og Noregi en á pari við Þýskaland og Holland.

Sykursýki 1 hjá börnum – baldinn lífsförunautur

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir skrifar

Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt!

Upphlaup formanns Gerplu

Ármann Kr. Ólafsson skrifar

Jón Finnbogason, formaður Gerplu í Kópavogi, fór mikinn í Fréttablaðinu í gær, þar sem hann með rakalausum málflutningi heldur því fram að vísa þurfi börnum frá íþróttaiðkun vegna óbilgirni Kópavogsbæjar.

Ótrúverðug loforð menntamálaráðherra

Ólafur Haukur Johnson skrifar

Ótrúleg grein birtist í Fréttablaðinu 17. apríl eftir Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og formann VG, undir fyrirsögninni: „Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn.“

Eru feður feðrum verstir?

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Þann 4. maí n.k. er ár síðan Samtök meðlagsgreiðenda voru stofnuð. Á þessum 12 mánuðum hafa samtökin náð ótvíræðum árangri við að vekja athygli á örbirgð og bágum réttindum meðlagsgreiðenda, einkum þeirra sem einstæðir eru.

Alþjóðlegi dansdagurinn 2013

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar

Í dag er Alþjóðlegi Dansdagurinn og því við hæfi að dansari skrifi nokkur orð. Meðallengd dansnáms þegar dansari útskrifast er sautján ár og á þeim tíma hefur dansari lært að stjórna smæstu hreyfingum, ýkja og nota þær stærstu

Lofum 50% lækkun eldsneytiskostnaðar

Hér er ekki verið að stimpla inn enn eitt framboðið til Alþingis með eftirsóknarverðu kosningaloforði. Við erum oft ginkeypt fyrir skyndilausnum sem eiga að kippa íþyngjandi útgjaldaliðum heimilanna í liðinn í einum grænum. Ofangreind lækkun er þó vel möguleg en ekki í einum grænum heldur með grænum skrefum. Hér verða kynntar þrjár leiðir sem geta lækkað eldsneytiskostnað um helming eða meira.

Hvað kostar frelsið?

Viktor Hrafn Guðmundsson skrifar

Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum.

Fæðuöryggi inn í kjörklefann

Svala Georgsdóttir skrifar

Undanfarið hefur hrina af uppljóstrunum í matvælaiðnaðinum gengið yfir. Ýmist er rangt kjöt í matvælunum eða þá hefur kjötið hreinlega vantað með öllu.

Hjálpum þeim

Natan Kolbeinsson skrifar

Á Íslandi er ekki góðæri en hér er ekki hungursneið, mikil fátækt eða lítið aðgegni að vatni sem hægt er að drekka. Þetta er samt sem áður staðreynd í ríkjum sem Íslendingar hjálpa árlega með því að veita þróunaraðstoð sem núna er að fara í 24 milljarða næstu fjögur árin.

Brotvænt Ísland

Halldór Berg Harðarson skrifar

Bráðnun Norður Íshafsins og möguleg opnun siglingaleiðar yfir norðurpólinn þykir áhugavert viðfangsefni meðal þeirra sem rannsaka alþjóðasamskipti og samskipti Austur-Asíu við Vesturlönd. Þverþjóðlegt mælingarnet sem fylgist með veðurfari á norðurslóðum hefur gefið vísindamönnum gögn sem virðast benda til þess að bráðnun eigi sér stað mun hraðar en áður var talið.

Að skjóta sig í fótinn

Kristján E. Guðmundsson skrifar

Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins.

Hugsaðu áður en þú skrifar

Einar Þór Karlsson skrifar

Í Fréttablaðinu 4. mars 2013 birtist grein eftir Guðmund Andra Thorsson sem hann nefnir Er íslenska útlenska? og fjallar um skoðanir hans á málnotkun og kennsluaðferðum. Ég veit ekki hvaðan Guðmundur hefur hugmyndir sínar um kennara og kennsluaðferðir, hvort þær byggja á hans eigin reynslu og, eða, annarra, en það sem hann segir á ekki við mig eða þá kennara sem ég þekki. Ég vil hér svara því sem Guðmundur (innan gæsalappa) segir:

Friðhelgi einkalífs kvenna og kynferðisbrot

Atli Gíslason og Friðrik Atlason skrifar

Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu eru meðal dýrmætustu réttinda hvers einstaklings. Þar trónir efst rétturinn til lífsins en síðan til líkama og sálarlífs, þar með talið kynfrelsið. Þessi réttindi verða ýmist alls ekki skert eða aðeins skert að uppfylltum ströngum skilyrðum.

Fyrir fólkið í landinu

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð talsverðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður. Stórbætt staða ríkissjóðs og íslensks efnhagslífs er árangur þess erfiðis. Þessi árangur hefur skapað forsendur fyrir því að nú er raunhæft að hefja sókn að bættum lífskjörum. Þar skiptir máli hvaða leið er farin.

Efnahagslegar þjóðsögur

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Þrátt fyrir að efnahagsmál séu stærsta kosningamálið ber oft á þjóðsögum og rangfærslum í umræðu um þau. Sé litið til skulda heimila og fyrirtækja, kemur það t.d. ýmsum á óvart að skuldastaðan hefur lækkað um tæpan helming frá hruni. Þá hafa skuldirnar lækkað um næstum tvöfalda landsframleiðslu eða um 3.000 milljarða króna á kjörtímabilinu. Afskriftir vegna gömlu bankanna eru ekki í þessum tölum enda væri skuldalækkunin enn meiri.

Menntun á forsendum nemenda

Ólafur Þór Jónsson skrifar

Menntun er forsenda uppbyggingar nútíma samfélags. Meðal Íslendingur situr á skólabekk í 15 ár, sem eru rúm 25% ævinnar. Það er því ótækt að menntamál njóti ekki aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum.

Ætlar þú að kjósa með buddunni?

Ragnar Halldórsson skrifar

Skattpíning og höft eru í dag stærstu orsakir doða á Íslandi. Skattar eru stærsti útgjaldaliður íslenskra heimila: Yfir 50% af útgjöldum þeirra eru nú skattar. Kíkjum á nokkur skemmdarverk núverandi ráðherra. Þeir:

Nýjar hugmyndir í þágu heimilanna

Ingvar Garðarsson skrifar

Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann.

Kvennalisti internetsins

Bjarni Rúnar Einarsson skrifar

Kvennalistinn var merkilegt og nauðsynlegt framboð. Það lyfti jafnréttisbaráttunni upp á æðra plan, mölvaði glerþakið og tryggði konum rödd á Alþingi. Nú, þremur áratugum síðar, kveðjum við forsætisráðherra, merkilega konu, stolt af því að vera umburðarlynd þjóð sem mat hana að verðleikum óháð kyni og kynhneigð. Árangur Kvennalistans er slíkur að í dag telst enginn flokkur trúverðugur ef konur eru ekki með í för. Kvennalistinn gerði sig óþarfan og það var hans stærsti sigur.

Frá Besta til Bjartrar framtíðar

Tryggvi Haraldsson skrifar

Það krefst kjarks að kjósa sér ný vinnubrögð í stjórnmálum og ég veit að stór hluti Íslendinga á hlut í því að tekist hefur að nútímavæða stjórnmálin í nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og þar með Reykjavík.

Landflóttinn ekki meiri síðan 1891

Davíð Þorláksson skrifar

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni.

Skaðaminnkun er mannréttindamál

Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar

Dögun finnst mikilvægt að mannréttindi séu virt og ekki síður mannréttindi fíkniefnaneytenda. Við viljum nálgast fíkniefnavandann sem heilbrigðismál með skaðaminnkun að leiðarljósi. Skaðaminnkun snýst um að takmarka það tjón sem fíklar valda sjálfum sér og öðrum í samfélaginu. Gott dæmi um skaðaminnkun er að láta mann sem drekkur úr brotnu glasi hafa heilt glas.

Gleymum ekki stóru smámálunum

Sigurður Jónas Eggertsson skrifar

Í byrjun næsta mánaðar taka gildi ný lög sem breyta greiðsluþátttöku ríkisins vegna kaupa á lyfjum. Markmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.

Að henda hæfileikum

Heimir Eyvindarson skrifar

Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum.

Auðlindirnar okkar

Jón Gunnar Björgvinsson skrifar

Ísland er ríkt land. Við eigum gnótt auðlinda. Þar á meðal fallvötn, jarðhita, fisk, óspillta náttúru og jafnvel olíu.

Um hvað snúast stjórnmál?

Stjórnmál snúast um þekkingu á því hvernig þjóðfélagið er skrúfað saman. Þjóðfélag snýst um fólk. Og fólk á sér líf. Þannig að stjórnmál snúast um það hvernig lífi við lifum.

Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá?

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar

Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt.

Verða heimilin látin brenna áfram

Hugsum málið til enda. Framsóknarflokkurinn er eini gamli fjórflokkurinn sem hefur staðið í lappirnar með heimilum landsins þó án þess að geta hingað til komið þeim til bjargar og er eini gamli fjórflokkurinn sem lofar aö standa með heimilunum eftir næstu kosningar ef þeir komast til valda. Þeir munu að öllum líkindum verða sá flokkur sem fær fyrstur stjórnarmyndunarumboðið, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Það skiptir máli hverja við kjósum

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Það skiptir máli hvernig við kjósum. Við kjósum ekki bara flokka, heldur erum við að koma fólkinu af listum flokkanna inn á þing, í vinnu fyrir okkur.

Kastaðu ekki atkvæði þínu á glæ - Kjóstu öfluga málsvara fyrir landsbyggðina

Magnús Hávarðarson skrifar

Landsbyggðarflokkurinn er tveggja mánaða gamall um þessar mundir, en hugmyndin að stofnun hans kviknaði fyrir tæpum þremur mánuðum. Á þessum stutta tíma hefur tekist, með þrotlausri vinnu venjulegs vinnandi fólks á landsbyggðinni og án ríkisfjárframlaga eða styrkja, að bjóða fram löglegan framboðslista í Norðvesturkjördæmi.

Það þarf velferðarkerlingu á þing

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.

Hvað viltu verða?

Preben Jón Pétursson skrifar

Eitt af þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er hversu hátt hlutfall nemenda hættir námi á framhalds- og jafnvel háskólastigi.

Upplýsing gegn þrugli

Guttormur Helgi Jóhannesson skrifar

Þetta sírennsli þruglsins; öfgaöflum hérlendis hefur tekist að afvegaleiða ESB-umræðuna, slá ryki í augu almennings.

Styðjum Samfylkinguna

Rannveig Guðmundsdóttir skrifar

Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk.

Hagkerfin tvö

Magnús Hávarðarson skrifar

Hagkerfin á Íslandi eru tvö. Annað er á höfuðborgarsvæðinu og hitt á landsbyggðinni. Þegar talað er um þörfina á að örva hagkerfið, er nær undantekningalaust átt við fyrrnefnda hagkerfið þótt annað sé gjarnan gefið í skyn.

Ísland er ekkert eins og

Einar Karl Haraldsson skrifar

Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar.

Kjörtímabil á enda runnið

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Senn lýkur einu viðburðaríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efnahagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi.

Til þjóðar sem á betra skilið

Sölvi Björn Sigurðsson skrifar

Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum og þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur breyst en kannski minna en margir vildu.

Klárum samningana!

Össur Skarphéðinsson skrifar

Mikill meirihluti af þeim sem tóku afstöðu í könnun Félagsvísindastofnunar vill ljúka samningum um aðild að Evrópusambandinu. Samningaviðræðurnar eru komnar langt áleiðis og glapræði væri að slíta þeim. Það gæti frestað möguleikum Íslendinga á að taka upp evru um 30-40 ár. Nú þegar er búið að opna til samninga 4/5 af þeim 33 köflum sem um þarf að semja. Samningum er lokið um þriðjung.

Írinn borgar þrjár íbúðir en Íslendingurinn tvær

Haraldur Ólafsson skrifar

Fáar þjóðsögur eru lífseigari en sú að lánsfé sé óhemju dýrt á Íslandi, nema ef vera skyldi sú saga að með innlimun landsins í Evrópusambandið opnist flóðgáttir ódýrra peninga sem rigna muni yfir Íslendinga.

Sjá næstu 50 greinar