(orku)Sjálfstæði þjóðar Benedikt Kristján Magnússon skrifar 17. júní 2025 08:02 Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun