(orku)Sjálfstæði þjóðar Benedikt Kristján Magnússon skrifar 17. júní 2025 08:02 Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag, 17. júní 2025, fögnum við 81 árs afmæli íslenska lýðveldisins. Við það tækifæri er viðeigandi að rifja upp hvernig Ísland varð fullvalda ríki og loks lýðveldi. Slíkt gerðist ekki bara með pólitískum hætti og stjórnarskrárbreytingum – heldur líka með því hvernig landsmenn tóku í eigin hendur lykilþætti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Sjálfstæðibaráttan tók líklega fyrst á sig áþreifanlega mynd efnahagslega þegar Íslendingar eignuðust sitt eigið skipafélag með stofnun Eimskipafélags Íslands árið 1915. Í framhaldinu urðu landsmenn loks sjálfbjarga í að halda uppi siglingum til og frá landinu. Þannig komust vörur af íslenskum uppruna á erlenda markaði með íslenskum skipum og undir stjórn íslenskra aðila. Á svipaðan hátt urðu þáttaskil í flugsamgöngum þegar flugfélag var stofnað árið 1937. Áratugina á eftir þróuðust flugsamgöngur í sömu átt með íslensk fyrirtæki í farabroddi. Með þessu tryggðu Íslendingar sér stjórn á bæði sjó- og loftflutningum, sem voru og eru lykilstoðir í efnahags- og menningarlegri tengingu við umheiminn. Í gegnum þessa þróun öðluðumst við raunverulegt vald yfir mikilvægum innviðum samfélagsins og flutningsleiðum sem tengja okkur við umheiminn. Góður skipakostur og flugvélar voru ekki bara tæki til að flytja fólk og vörur, þau voru tákn um færni, getu og framtak íslensks samfélags. Þannig voru fyrstu skrefin stigin í átt að efnahagslegu sjálfstæði löngu áður en lýðveldið var stofnað. Samskonar árangri náðu Íslendingar síðar á 20. öldinni með hitaveituvæðingu og síðar með stóraukinni orkuöflum. Sú uppbygging hefur tryggt auknar tekjur og öflugan iðnað á Íslandi til langrar framtíðar. Samhliða þessu voru fyrstu skrefin stigin í uppbyggingu flutningskerfis raforku til heilla fyrir fólk og fyrirtæki víða um land. Í nýrri skýrslu Landsnets um kerfisjöfnuð má einmitt sjá hversu mikil efnhagsleg áhrif gott aðgengi að raforku hefur á samfélagið. Næsta stóra skref í átt að auknu sjálfstæði er að tryggja orkusjálfstæði Íslands. Íslendingar standa á tímamótum þar sem tækifæri eru fyrir hendi til að framleiða eigið eldsneyti. Rafeldsneyti með hreinni, endurnýjanlegri orku. Með því getum við á nokkrum áratugum orðið óháð innfluttu jarðefnaeldsneyti og dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, bæði í samgöngum og matvælaframleiðslu. Ísland gæti jafnvel orðið fyrsta vetnisknúna hagkerfi í heimi ef rétt er á málum haldið. Við getum notað grænt ammóníak til að knýja skipaflotann og vistvænt flugvélaeldsneyti til flugferða. Þannig getum við haldið áfram að ferðast um heiminn til að kynnast fólki og menningu fjarlægra landa – og flutt út úrvals íslenskar vörur á sjálfbæran hátt. Framleiðsla á rafeldsneyti eins og vetni, ammóníaki, metanóli eða öðrum orkuberum – er ekki aðeins orkupólitísk nauðsyn heldur líka efnahagslegt tækifæri. Við getum nýtt orkuauðlindir okkar til að búa til verðmæti heima fyrir, skapa störf og efla útflutning. Enn fremur getum við með útflutningi á eldsneyti aðstoðað vini okkar og bandamenn í Evrópu í að framleiða umhverfisvænni vörur og draga úr mengun í okkar heimshluta. Íslensk stjórnvöld og atvinnulíf verða að taka orkuskiptin alvarlega og fara að sjá þau sem lið í að tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar. Rafeldsneyti er ekki bara tækni eða nýsköpun, það er grunnur að áframhaldandi sjálfstæði Íslands í heimi þar sem orkumál, loftslagsmál, matvælaöryggi og þjóðaröryggi fléttast saman. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við þurfum að tryggja framgang vindorkuverkefna til orkuöflunar og byggja upp flutningskerfi til framtíðar. Þannig virkjum við tækifærin og tryggjum sjálfbæra framtíð fyrir komand kynslóðir. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og starfar í orkuiðnaði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun