Hvað viltu verða? Preben Jón Pétursson skrifar 26. apríl 2013 17:00 Eitt af þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er hversu hátt hlutfall nemenda hættir námi á framhalds- og jafnvel háskólastigi. Þessi vandi er ekki nýr af nálinni og nær brottfall nemenda á framhaldsskólastigi allt aftur til níunda áratugarins. Brottfall nemenda er ekki aðeins kostnaðarsamt fyrir samfélagið heldur dregur það einnig úr lífsgæðum viðkomandi og hefur áhrif á sjálfsmyndina. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi kemur fram að 40% ungmenna hafa ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Það er mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum. Talið er að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé allt að 20%. Þeir nemendur sem hætta í námi fara á mis við mörg tækifæri og búa við lakari framtíðarhorfur á vinnumarkaði en jafnaldrar þeirra sem ljúka framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur þeim námsbrautum sem eru í boði á framhaldsskólastigi fjölgað gríðarlega. Hér er ekki aðeins verið að tala um bóknám heldur líka verknámsbrautir. Eitt af því sem Björt framtíð leggur áherslu á er að komið verði á fót upplýsingagátt um þau störf sem eru í boði á vinnumarkaðnum og hvaða námsbrautir sé best að velja í viðkomandi starf. Á upplýsingagáttinni væri einnig hægt að fá upplýsingar um stöðuna innan ákveðinna atvinnugreina, hvort um er að ræða vöxt eða samdrátt og hlutfall atvinnulausra í viðkomandi starfsstétt. Til að treysta grunn þess konar gagnagrunns er mikilvægt að sem flestir skólar, starfsgreinasamtök og fagfélög komi að verkefninu. Með slíkum gagnagrunni yrði hægt að tengja atvinnulífið og menntakerfið mun betur en nú er gert. Gagnagrunnurinn myndi auðvelda unglingum og foreldrum þeirra að fá upplýsingar um námsbrautir og þau störf sem bjóðast að loknu námi. Þá mætti bæta við upplýsingum um launakjör, vinnutíma o.þ.h. Rannsóknir hafa sýnt að vel upplýstur unglingur er líklegri til að ljúka námi og þannig minnka líkur á brottfalli. Gagnagrunnur sem þessi myndi einnig auðvelda starf námsráðgjafa á grunnskólastigi sem hafa til þessa þurft að reiða sig á heimasíður. Mikið af tíma þeirra fer í að skoða heimasíður framhaldsskóla, en þar má fá upplýsingar um námsbrautir án nokkurrar tengingar við atvinnulífið. Það er umhugsunarvert að sífellt fleiri nemendur sækja á bóknámsbrautir framhaldsskóla og nám á háskólastigi og allmargir þeirra hafa kannski ekki skýra framtíðarsýn hvað nám varðar eða hvaða tækifæri bjóðast að námu loknu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um aukið vægi verknáms á Íslandi er ásóknin eftir sem áður mest í bóknám. Verknámsskólar þurfa að gera sig mun sýnilegri til að kynna nám sitt fyrir grunnskólanemum. Gagnagrunnur gæti, ef vel er að staðið, gert nám sem lítil ásókn hefur verið í til þessa mun sýnilegra, svo sem nám sem leiðir til starfsréttinda þar sem jafnvel hefur verið skortur á starfsfólki. Fyrir utan allt annað er brottfall léleg nýting á fjármunum, sem eru allt of naumt skammtaðir í menntakerfinu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er hversu hátt hlutfall nemenda hættir námi á framhalds- og jafnvel háskólastigi. Þessi vandi er ekki nýr af nálinni og nær brottfall nemenda á framhaldsskólastigi allt aftur til níunda áratugarins. Brottfall nemenda er ekki aðeins kostnaðarsamt fyrir samfélagið heldur dregur það einnig úr lífsgæðum viðkomandi og hefur áhrif á sjálfsmyndina. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi kemur fram að 40% ungmenna hafa ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Það er mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum. Talið er að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé allt að 20%. Þeir nemendur sem hætta í námi fara á mis við mörg tækifæri og búa við lakari framtíðarhorfur á vinnumarkaði en jafnaldrar þeirra sem ljúka framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur þeim námsbrautum sem eru í boði á framhaldsskólastigi fjölgað gríðarlega. Hér er ekki aðeins verið að tala um bóknám heldur líka verknámsbrautir. Eitt af því sem Björt framtíð leggur áherslu á er að komið verði á fót upplýsingagátt um þau störf sem eru í boði á vinnumarkaðnum og hvaða námsbrautir sé best að velja í viðkomandi starf. Á upplýsingagáttinni væri einnig hægt að fá upplýsingar um stöðuna innan ákveðinna atvinnugreina, hvort um er að ræða vöxt eða samdrátt og hlutfall atvinnulausra í viðkomandi starfsstétt. Til að treysta grunn þess konar gagnagrunns er mikilvægt að sem flestir skólar, starfsgreinasamtök og fagfélög komi að verkefninu. Með slíkum gagnagrunni yrði hægt að tengja atvinnulífið og menntakerfið mun betur en nú er gert. Gagnagrunnurinn myndi auðvelda unglingum og foreldrum þeirra að fá upplýsingar um námsbrautir og þau störf sem bjóðast að loknu námi. Þá mætti bæta við upplýsingum um launakjör, vinnutíma o.þ.h. Rannsóknir hafa sýnt að vel upplýstur unglingur er líklegri til að ljúka námi og þannig minnka líkur á brottfalli. Gagnagrunnur sem þessi myndi einnig auðvelda starf námsráðgjafa á grunnskólastigi sem hafa til þessa þurft að reiða sig á heimasíður. Mikið af tíma þeirra fer í að skoða heimasíður framhaldsskóla, en þar má fá upplýsingar um námsbrautir án nokkurrar tengingar við atvinnulífið. Það er umhugsunarvert að sífellt fleiri nemendur sækja á bóknámsbrautir framhaldsskóla og nám á háskólastigi og allmargir þeirra hafa kannski ekki skýra framtíðarsýn hvað nám varðar eða hvaða tækifæri bjóðast að námu loknu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um aukið vægi verknáms á Íslandi er ásóknin eftir sem áður mest í bóknám. Verknámsskólar þurfa að gera sig mun sýnilegri til að kynna nám sitt fyrir grunnskólanemum. Gagnagrunnur gæti, ef vel er að staðið, gert nám sem lítil ásókn hefur verið í til þessa mun sýnilegra, svo sem nám sem leiðir til starfsréttinda þar sem jafnvel hefur verið skortur á starfsfólki. Fyrir utan allt annað er brottfall léleg nýting á fjármunum, sem eru allt of naumt skammtaðir í menntakerfinu í dag.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun