Hvað viltu verða? Preben Jón Pétursson skrifar 26. apríl 2013 17:00 Eitt af þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er hversu hátt hlutfall nemenda hættir námi á framhalds- og jafnvel háskólastigi. Þessi vandi er ekki nýr af nálinni og nær brottfall nemenda á framhaldsskólastigi allt aftur til níunda áratugarins. Brottfall nemenda er ekki aðeins kostnaðarsamt fyrir samfélagið heldur dregur það einnig úr lífsgæðum viðkomandi og hefur áhrif á sjálfsmyndina. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi kemur fram að 40% ungmenna hafa ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Það er mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum. Talið er að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé allt að 20%. Þeir nemendur sem hætta í námi fara á mis við mörg tækifæri og búa við lakari framtíðarhorfur á vinnumarkaði en jafnaldrar þeirra sem ljúka framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur þeim námsbrautum sem eru í boði á framhaldsskólastigi fjölgað gríðarlega. Hér er ekki aðeins verið að tala um bóknám heldur líka verknámsbrautir. Eitt af því sem Björt framtíð leggur áherslu á er að komið verði á fót upplýsingagátt um þau störf sem eru í boði á vinnumarkaðnum og hvaða námsbrautir sé best að velja í viðkomandi starf. Á upplýsingagáttinni væri einnig hægt að fá upplýsingar um stöðuna innan ákveðinna atvinnugreina, hvort um er að ræða vöxt eða samdrátt og hlutfall atvinnulausra í viðkomandi starfsstétt. Til að treysta grunn þess konar gagnagrunns er mikilvægt að sem flestir skólar, starfsgreinasamtök og fagfélög komi að verkefninu. Með slíkum gagnagrunni yrði hægt að tengja atvinnulífið og menntakerfið mun betur en nú er gert. Gagnagrunnurinn myndi auðvelda unglingum og foreldrum þeirra að fá upplýsingar um námsbrautir og þau störf sem bjóðast að loknu námi. Þá mætti bæta við upplýsingum um launakjör, vinnutíma o.þ.h. Rannsóknir hafa sýnt að vel upplýstur unglingur er líklegri til að ljúka námi og þannig minnka líkur á brottfalli. Gagnagrunnur sem þessi myndi einnig auðvelda starf námsráðgjafa á grunnskólastigi sem hafa til þessa þurft að reiða sig á heimasíður. Mikið af tíma þeirra fer í að skoða heimasíður framhaldsskóla, en þar má fá upplýsingar um námsbrautir án nokkurrar tengingar við atvinnulífið. Það er umhugsunarvert að sífellt fleiri nemendur sækja á bóknámsbrautir framhaldsskóla og nám á háskólastigi og allmargir þeirra hafa kannski ekki skýra framtíðarsýn hvað nám varðar eða hvaða tækifæri bjóðast að námu loknu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um aukið vægi verknáms á Íslandi er ásóknin eftir sem áður mest í bóknám. Verknámsskólar þurfa að gera sig mun sýnilegri til að kynna nám sitt fyrir grunnskólanemum. Gagnagrunnur gæti, ef vel er að staðið, gert nám sem lítil ásókn hefur verið í til þessa mun sýnilegra, svo sem nám sem leiðir til starfsréttinda þar sem jafnvel hefur verið skortur á starfsfólki. Fyrir utan allt annað er brottfall léleg nýting á fjármunum, sem eru allt of naumt skammtaðir í menntakerfinu í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim vandamálum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir er hversu hátt hlutfall nemenda hættir námi á framhalds- og jafnvel háskólastigi. Þessi vandi er ekki nýr af nálinni og nær brottfall nemenda á framhaldsskólastigi allt aftur til níunda áratugarins. Brottfall nemenda er ekki aðeins kostnaðarsamt fyrir samfélagið heldur dregur það einnig úr lífsgæðum viðkomandi og hefur áhrif á sjálfsmyndina. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið hér á landi kemur fram að 40% ungmenna hafa ekki lokið framhaldsskóla við 24 ára aldur. Það er mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndunum. Talið er að brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi sé allt að 20%. Þeir nemendur sem hætta í námi fara á mis við mörg tækifæri og búa við lakari framtíðarhorfur á vinnumarkaði en jafnaldrar þeirra sem ljúka framhaldsskóla. Á undanförnum árum hefur þeim námsbrautum sem eru í boði á framhaldsskólastigi fjölgað gríðarlega. Hér er ekki aðeins verið að tala um bóknám heldur líka verknámsbrautir. Eitt af því sem Björt framtíð leggur áherslu á er að komið verði á fót upplýsingagátt um þau störf sem eru í boði á vinnumarkaðnum og hvaða námsbrautir sé best að velja í viðkomandi starf. Á upplýsingagáttinni væri einnig hægt að fá upplýsingar um stöðuna innan ákveðinna atvinnugreina, hvort um er að ræða vöxt eða samdrátt og hlutfall atvinnulausra í viðkomandi starfsstétt. Til að treysta grunn þess konar gagnagrunns er mikilvægt að sem flestir skólar, starfsgreinasamtök og fagfélög komi að verkefninu. Með slíkum gagnagrunni yrði hægt að tengja atvinnulífið og menntakerfið mun betur en nú er gert. Gagnagrunnurinn myndi auðvelda unglingum og foreldrum þeirra að fá upplýsingar um námsbrautir og þau störf sem bjóðast að loknu námi. Þá mætti bæta við upplýsingum um launakjör, vinnutíma o.þ.h. Rannsóknir hafa sýnt að vel upplýstur unglingur er líklegri til að ljúka námi og þannig minnka líkur á brottfalli. Gagnagrunnur sem þessi myndi einnig auðvelda starf námsráðgjafa á grunnskólastigi sem hafa til þessa þurft að reiða sig á heimasíður. Mikið af tíma þeirra fer í að skoða heimasíður framhaldsskóla, en þar má fá upplýsingar um námsbrautir án nokkurrar tengingar við atvinnulífið. Það er umhugsunarvert að sífellt fleiri nemendur sækja á bóknámsbrautir framhaldsskóla og nám á háskólastigi og allmargir þeirra hafa kannski ekki skýra framtíðarsýn hvað nám varðar eða hvaða tækifæri bjóðast að námu loknu. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um aukið vægi verknáms á Íslandi er ásóknin eftir sem áður mest í bóknám. Verknámsskólar þurfa að gera sig mun sýnilegri til að kynna nám sitt fyrir grunnskólanemum. Gagnagrunnur gæti, ef vel er að staðið, gert nám sem lítil ásókn hefur verið í til þessa mun sýnilegra, svo sem nám sem leiðir til starfsréttinda þar sem jafnvel hefur verið skortur á starfsfólki. Fyrir utan allt annað er brottfall léleg nýting á fjármunum, sem eru allt of naumt skammtaðir í menntakerfinu í dag.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar