Sykursýki 1 hjá börnum – baldinn lífsförunautur Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir skrifar 30. apríl 2013 07:00 Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt! Pollýanna er vinur í raun og með hennar hjálp tókumst við á við þennan baldna lífsförunaut. Meðvitað tókum við ekki saman kostnað vegna sykursýkinnar, fannst ekki rétt að setja verðmiða á barnið okkar. Dóttir okkar hefur vaxið og dafnað, er heilbrigð og lífsglöð stúlka. Hún lifir hefðbundnu lífi stúlku í 4. bekk í grunnskóla. Það sem greinir hennar líf frá jafnöldrum er stöðugt eftirlit þar sem blóðsykursstjórnunin er afar viðkvæm. Henni er fylgt eftir hvert fótmál utan skóla, við foreldrarnir höfum farið í flest barnaafmæli og beðið eftir henni þegar hún iðkar tómstundir. Ein örfárra barna hefur hún þurft að vera í gæslu á frístundaheimili eftir skóla í vetur. Hún getur ekki verið eftirlitslaus í tvær klukkustundir. Næsta vetur stendur henni ekki frístund til boða vegna aldurs. Ef dóttir okkar fer út að hjóla í meira en 30 mínútur þá getur hún verið í lífshættu því blóðsykurinn fellur hratt. Hreyfing er henni þó mikilvæg til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins.Krefst mikilla útgjalda Fyrstu viðbrögð mín af fréttum um nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ voru jákvæð, leitað væri leiða til að jafna hlut þeirra sem greiða háar upphæðir vegna lyfja. Þegar ég hugsa málið lengra og lít í eigin barm þá er dæmið ekki svona einfalt. Sykursýki 1 er dæmi um sjúkdóm sem krefst mikilla útgjalda og er greiðsla fyrir lyf einungis brot af þeim. Í fyrra greiddum við fyrir smyrsl á stungusár, nálar í stungupenna, strimla í blóðsykursmæli, rafhlöður, hluta kostnaðar af settum í insúlíndæluna, bakpoka fyrir mæli og mat, belti fyrir insúlíndæluna og efni til að sauma vasa í föt. Þrúgusykur og orkustykki flokkast sem lyf hjá einstaklingum með sjúkdóminn. Sími er nauðsynlegt öryggistæki. Við greiðum fyrir gæslu eftir skóla og á sumrin. Beinn kostnaður vegna sjúkdómsins var hátt í 400 þúsund. Þá er ekki tekinn inn í myndina akstur í eftirlit á Landspítala, kostnaður við frístundir sem eru auk þess utan hverfis. Nú bætist lyfjakostnaður við. Kostnaður við suma langvinna sjúkdóma getur verið hár. Til að skapa börnum með langvinn veikindi góð og örugg lífsskilyrði er mikilvægt að foreldrar afli tekna. Með auknum útgjöldum þurfa foreldrar að vinna meira og eru þá enn meira fjarverandi frá heimilinu. Fjölskyldur sem hafa minna umleikis þurfa að skera einhvers staðar niður, það getur komið niður á öryggi barnsins. Ég hvet stjórnvöld til þess að endurskoða lög og reglugerð um greiðsluþátttöku lyfja nr. 313/2013 sem taka gildi þann 4. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt! Pollýanna er vinur í raun og með hennar hjálp tókumst við á við þennan baldna lífsförunaut. Meðvitað tókum við ekki saman kostnað vegna sykursýkinnar, fannst ekki rétt að setja verðmiða á barnið okkar. Dóttir okkar hefur vaxið og dafnað, er heilbrigð og lífsglöð stúlka. Hún lifir hefðbundnu lífi stúlku í 4. bekk í grunnskóla. Það sem greinir hennar líf frá jafnöldrum er stöðugt eftirlit þar sem blóðsykursstjórnunin er afar viðkvæm. Henni er fylgt eftir hvert fótmál utan skóla, við foreldrarnir höfum farið í flest barnaafmæli og beðið eftir henni þegar hún iðkar tómstundir. Ein örfárra barna hefur hún þurft að vera í gæslu á frístundaheimili eftir skóla í vetur. Hún getur ekki verið eftirlitslaus í tvær klukkustundir. Næsta vetur stendur henni ekki frístund til boða vegna aldurs. Ef dóttir okkar fer út að hjóla í meira en 30 mínútur þá getur hún verið í lífshættu því blóðsykurinn fellur hratt. Hreyfing er henni þó mikilvæg til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins.Krefst mikilla útgjalda Fyrstu viðbrögð mín af fréttum um nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ voru jákvæð, leitað væri leiða til að jafna hlut þeirra sem greiða háar upphæðir vegna lyfja. Þegar ég hugsa málið lengra og lít í eigin barm þá er dæmið ekki svona einfalt. Sykursýki 1 er dæmi um sjúkdóm sem krefst mikilla útgjalda og er greiðsla fyrir lyf einungis brot af þeim. Í fyrra greiddum við fyrir smyrsl á stungusár, nálar í stungupenna, strimla í blóðsykursmæli, rafhlöður, hluta kostnaðar af settum í insúlíndæluna, bakpoka fyrir mæli og mat, belti fyrir insúlíndæluna og efni til að sauma vasa í föt. Þrúgusykur og orkustykki flokkast sem lyf hjá einstaklingum með sjúkdóminn. Sími er nauðsynlegt öryggistæki. Við greiðum fyrir gæslu eftir skóla og á sumrin. Beinn kostnaður vegna sjúkdómsins var hátt í 400 þúsund. Þá er ekki tekinn inn í myndina akstur í eftirlit á Landspítala, kostnaður við frístundir sem eru auk þess utan hverfis. Nú bætist lyfjakostnaður við. Kostnaður við suma langvinna sjúkdóma getur verið hár. Til að skapa börnum með langvinn veikindi góð og örugg lífsskilyrði er mikilvægt að foreldrar afli tekna. Með auknum útgjöldum þurfa foreldrar að vinna meira og eru þá enn meira fjarverandi frá heimilinu. Fjölskyldur sem hafa minna umleikis þurfa að skera einhvers staðar niður, það getur komið niður á öryggi barnsins. Ég hvet stjórnvöld til þess að endurskoða lög og reglugerð um greiðsluþátttöku lyfja nr. 313/2013 sem taka gildi þann 4. maí næstkomandi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar