Sykursýki 1 hjá börnum – baldinn lífsförunautur Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir skrifar 30. apríl 2013 07:00 Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt! Pollýanna er vinur í raun og með hennar hjálp tókumst við á við þennan baldna lífsförunaut. Meðvitað tókum við ekki saman kostnað vegna sykursýkinnar, fannst ekki rétt að setja verðmiða á barnið okkar. Dóttir okkar hefur vaxið og dafnað, er heilbrigð og lífsglöð stúlka. Hún lifir hefðbundnu lífi stúlku í 4. bekk í grunnskóla. Það sem greinir hennar líf frá jafnöldrum er stöðugt eftirlit þar sem blóðsykursstjórnunin er afar viðkvæm. Henni er fylgt eftir hvert fótmál utan skóla, við foreldrarnir höfum farið í flest barnaafmæli og beðið eftir henni þegar hún iðkar tómstundir. Ein örfárra barna hefur hún þurft að vera í gæslu á frístundaheimili eftir skóla í vetur. Hún getur ekki verið eftirlitslaus í tvær klukkustundir. Næsta vetur stendur henni ekki frístund til boða vegna aldurs. Ef dóttir okkar fer út að hjóla í meira en 30 mínútur þá getur hún verið í lífshættu því blóðsykurinn fellur hratt. Hreyfing er henni þó mikilvæg til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins.Krefst mikilla útgjalda Fyrstu viðbrögð mín af fréttum um nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ voru jákvæð, leitað væri leiða til að jafna hlut þeirra sem greiða háar upphæðir vegna lyfja. Þegar ég hugsa málið lengra og lít í eigin barm þá er dæmið ekki svona einfalt. Sykursýki 1 er dæmi um sjúkdóm sem krefst mikilla útgjalda og er greiðsla fyrir lyf einungis brot af þeim. Í fyrra greiddum við fyrir smyrsl á stungusár, nálar í stungupenna, strimla í blóðsykursmæli, rafhlöður, hluta kostnaðar af settum í insúlíndæluna, bakpoka fyrir mæli og mat, belti fyrir insúlíndæluna og efni til að sauma vasa í föt. Þrúgusykur og orkustykki flokkast sem lyf hjá einstaklingum með sjúkdóminn. Sími er nauðsynlegt öryggistæki. Við greiðum fyrir gæslu eftir skóla og á sumrin. Beinn kostnaður vegna sjúkdómsins var hátt í 400 þúsund. Þá er ekki tekinn inn í myndina akstur í eftirlit á Landspítala, kostnaður við frístundir sem eru auk þess utan hverfis. Nú bætist lyfjakostnaður við. Kostnaður við suma langvinna sjúkdóma getur verið hár. Til að skapa börnum með langvinn veikindi góð og örugg lífsskilyrði er mikilvægt að foreldrar afli tekna. Með auknum útgjöldum þurfa foreldrar að vinna meira og eru þá enn meira fjarverandi frá heimilinu. Fjölskyldur sem hafa minna umleikis þurfa að skera einhvers staðar niður, það getur komið niður á öryggi barnsins. Ég hvet stjórnvöld til þess að endurskoða lög og reglugerð um greiðsluþátttöku lyfja nr. 313/2013 sem taka gildi þann 4. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar tuttugu mánaða dóttir mín greindist með sykursýki tegund 1 fyrir átta árum fannst mér fjölskyldan vera bara nokkuð „heppin“ með langvinnan alvarlegan sjúkdóm. Fyrst barnið mitt þurfti að fá alvarlegan sjúkdóm þá var sykursýki sennilega sá illskásti. Fagfólk Landspítalans sinnir börnum með sykursýki auk þess sem rannsóknum og framþróun á sjúkdómnum fleytir fram. Eftir greininguna fórum við í apótek þar sem við vorum græjuð upp, við fengum insúlínið frítt! Pollýanna er vinur í raun og með hennar hjálp tókumst við á við þennan baldna lífsförunaut. Meðvitað tókum við ekki saman kostnað vegna sykursýkinnar, fannst ekki rétt að setja verðmiða á barnið okkar. Dóttir okkar hefur vaxið og dafnað, er heilbrigð og lífsglöð stúlka. Hún lifir hefðbundnu lífi stúlku í 4. bekk í grunnskóla. Það sem greinir hennar líf frá jafnöldrum er stöðugt eftirlit þar sem blóðsykursstjórnunin er afar viðkvæm. Henni er fylgt eftir hvert fótmál utan skóla, við foreldrarnir höfum farið í flest barnaafmæli og beðið eftir henni þegar hún iðkar tómstundir. Ein örfárra barna hefur hún þurft að vera í gæslu á frístundaheimili eftir skóla í vetur. Hún getur ekki verið eftirlitslaus í tvær klukkustundir. Næsta vetur stendur henni ekki frístund til boða vegna aldurs. Ef dóttir okkar fer út að hjóla í meira en 30 mínútur þá getur hún verið í lífshættu því blóðsykurinn fellur hratt. Hreyfing er henni þó mikilvæg til að fyrirbyggja fylgikvilla sjúkdómsins.Krefst mikilla útgjalda Fyrstu viðbrögð mín af fréttum um nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ voru jákvæð, leitað væri leiða til að jafna hlut þeirra sem greiða háar upphæðir vegna lyfja. Þegar ég hugsa málið lengra og lít í eigin barm þá er dæmið ekki svona einfalt. Sykursýki 1 er dæmi um sjúkdóm sem krefst mikilla útgjalda og er greiðsla fyrir lyf einungis brot af þeim. Í fyrra greiddum við fyrir smyrsl á stungusár, nálar í stungupenna, strimla í blóðsykursmæli, rafhlöður, hluta kostnaðar af settum í insúlíndæluna, bakpoka fyrir mæli og mat, belti fyrir insúlíndæluna og efni til að sauma vasa í föt. Þrúgusykur og orkustykki flokkast sem lyf hjá einstaklingum með sjúkdóminn. Sími er nauðsynlegt öryggistæki. Við greiðum fyrir gæslu eftir skóla og á sumrin. Beinn kostnaður vegna sjúkdómsins var hátt í 400 þúsund. Þá er ekki tekinn inn í myndina akstur í eftirlit á Landspítala, kostnaður við frístundir sem eru auk þess utan hverfis. Nú bætist lyfjakostnaður við. Kostnaður við suma langvinna sjúkdóma getur verið hár. Til að skapa börnum með langvinn veikindi góð og örugg lífsskilyrði er mikilvægt að foreldrar afli tekna. Með auknum útgjöldum þurfa foreldrar að vinna meira og eru þá enn meira fjarverandi frá heimilinu. Fjölskyldur sem hafa minna umleikis þurfa að skera einhvers staðar niður, það getur komið niður á öryggi barnsins. Ég hvet stjórnvöld til þess að endurskoða lög og reglugerð um greiðsluþátttöku lyfja nr. 313/2013 sem taka gildi þann 4. maí næstkomandi.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun