Hugsaðu áður en þú skrifar Einar Þór Karlsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Í Fréttablaðinu 4. mars 2013 birtist grein eftir Guðmund Andra Thorsson sem hann nefnir Er íslenska útlenska? og fjallar um skoðanir hans á málnotkun og kennsluaðferðum. Ég veit ekki hvaðan Guðmundur hefur hugmyndir sínar um kennara og kennsluaðferðir, hvort þær byggja á hans eigin reynslu og, eða, annarra, en það sem hann segir á ekki við mig eða þá kennara sem ég þekki. Ég vil hér svara því sem Guðmundur (innan gæsalappa) segir: „Þegar einblínt er á að kenna málið út frá villunum en ekki möguleikunum sem í því felast gleymist að krakkarnir kunna málið þegar þeir koma í skólann.“ Ég kenni íslensku eins og aðalnámskrá og skólanámskrá gera ráð fyrir, miðað við það sem í lögum, reglugerðum og fræðibókum er talið rétt mál og bendi nemendum á að því betri tökum sem þeir nái á málinu því betur geti þeir nýtt sér möguleikana sem í því felast – svo ég grípi til líkingar við málaralistina; lang flestir geta slett málningu á striga, lang flestir geta opnað munninn og talað, en því meira sem nemendur læra því fleiri möguleika finna þeir í málinu, til að tala, hlusta, skrifa; til að tjá sig, til að leika sér með málið. Sá sem kann málið, reglur málsins, hefur getu, möguleika, frelsi til að leika sér með málið. Hvaða bullukollur sem er getur bullað – nær allir geta bullað, en það er ekki það sama. Ég ræði við nemendur um að málið breytist og að þeir taki þátt í að móta málið. Að fræðimenn og aðrir menn deili um hvað sé rétt og hvað sé rangt og að málið sé lifandi og í hugum okkar og okkar að ná valdi á því. Þá skiptir máli að hafa í huga að þó einhverjir noti málið rangt gerir það ranga notkun ekki rétta. Einu skiptin sem ég horfi á málið útfrá villum er til að sjá hvernig hægt er að læra af þeim, draga úr líkum á að gera þær. Ég minni nemendur reglulega á að þeir kunna íslensku, þeir noti hana á hverjum degi, að þegar þeir læri, til dæmis málfræði, séu þeir, meðal annars, að hugsa um hvernig þeir nota málið, hvers vegna þeir tala og skrifa eins og þeir gera, að málfræðin sé tæki til að ná betri tökum á málinu, og ekki síst, tæki til að nýta möguleika þess. „Stundum hefur hvarflað að manni að markmið íslenskukennslu í skólum sé að sýna börnum fram á að íslenska sé útlenska. Og ekki bara útlenska heldur ákaflega erfið útlenska sem þau muni aldrei ná tökum á. Er þetta atviksorð? Er þetta óákveðið fornafn (hvur fjárinn sem það nú annars er)? Kenniliður? Sagnliður? Veistu þetta ekki? Þá kanntu ekki íslensku. Íslenska er nefnilega útlenska.“ Guðmundur, íslenska er útlenska, spyrðu bara alla aðra en Íslendinga. Og hvernig lærir maður útlensku? Jú, með því að lesa, tala, hlusta og skrifa, læra framburð, málfræði og stafsetningu. Ég segi nemendum að auðvitað séu þeir ekki alltaf að hugsa „nú ætla ég að nota nafnorð, nú þarf ég fornafn …“, ekki frekar en smiður sem sem rekur inn nagla hugsi „nú nota ég hamar, nú nota ég hamar, nú nota ég hamar …“. En því dýpra sem þeir kafa í málið, því hærra geta þeir flogið í notkun þess og geta talað og skrifað rétt án þess að hugsa um það. „Stundum hittir maður fólk með ómælda frásagnargáfu sem getur haldið áheyrendum föngnum með snilldarlega uppbyggðum sögum en þegar maður spyr hvort þetta fólk hafi ekki löngun til skrifta er eins og tenginguna vanti milli munnlegrar málnotkunar og skriflegrar; það segist ekki kunna neitt; kannski af því að það man ekki hvenær maður skrifar „geysa“ og hvenær „geisa“. Þessu fólki hefur verið talin trú um að íslenska sé útlenska. Erfitt mál sem það muni aldrei geta lært. Og það fyllist málótta.“ Guðmundur, heldur þú í alvöru að það stoppi einhverja sem langar til að skrifa að hún kunni ekki stafsetningu! Þú veist jafn vel og ég að sögur eru lesnar og prófarkalesnar áður en þær eru gefnar út, af fólki sem einmitt er fært í íslensku. Hefur þú aldrei farið á Netið og séð alla vitleysuna sem fólk lætur vaða þar? Ég get ekki séð að það stoppi þá sem vilja segja sögu, hvort sem þeir hafa gáfu til þess eða ekki, eða þá sem vilja tjá sig í riti. Enda segir það sig sjálft að fólk sem getur haldið áheyrendum föngnum með snilldarlega uppbyggðum sögum er ekki haldið málótta. „Aðrir fyllast málþótta. Til er fólk sem amast við málfari samborgara sinna, ekki síst þeirra sem hafa atvinnu af því að nota tungumálið - tala í útvarp eða skrifa í blöð. Til dæmis les maður iðulega aðfinnslur um þau Andra Frey og Gunnu Dís sem eru á morgnana á Rás tvö, fólk sem er einmitt sérstaklega gaman að hlusta á af því að þau eiga svo auðvelt með að tjá sig, hafa skemmtilegt tungutak með sterku svipmóti.“ Því miður er til fólk sem tuðar til að tuða og að tuða yfir slíku fólki er fásinna og enn meiri að setja réttmætar gagnrýnisraddir í hóp með því. Að sjálfsögðu ber þeim sem hafa vit til skylda til að koma með ábendingar um hvað má betur fara þegar kemur að meðferð íslenskunnar, sér í lagi á miðlum sem hægt er að gera þær kröfur til að fari vel með málið og möguleikar þess notaðir en ekki misnotaðir. Alveg eins og maður segir ökumanni að spenna beltið og reiðhjólamanni að nota hjálm. Að sjálfsögðu verður það líka að vera innan skynsamlegra marka. Annað væri eins og að ætla að leiðrétta stafsetninguna í verkum Halldórs Laxness. „Þessi málgæslustörf eru af góðum hug sprottin - umhyggju fyrir varnarlausum menningarverðmætum í spilltum heimi. En hún er seig sú gamla og ekki víst að hún þurfi á slíkri umhyggju að halda. Við erum ekki stödd á safni þar sem einungis má fara hljóðlega um sali og skoða viðkvæmu orðin, sem hreinsuð eru reglulega af fólki með hvíta hanska. Íslenskan brotnar ekki þó að einhver segi „Ég vill“. Hún er heldur ekki latína, endanlegt, lokað mengi. Hún er ekki viðkvæmt blóm að berjast fyrir lífi sínu í menningarnæðingnum: hún er einmitt eins og íslenskur heiðagróður: kraftmikil og ódrepandi. Hún er ekki hrum og veikbyggð heldur sterk og frjósöm. Hún er „orða frjósöm móðir“ eins og Bólu-Hjálmar kvað.“ Þú vitnar í Bólu-Hjálmar, ég ætla að leyfa mér að vitna (tekið af http://etext.old.no/gramm) í fyrstu málfræðiritgerðina sem, eins og segir í henni, var rituð „til þess at hœgra verði at ríta ok lesa, sem nú tíðisk ok á þessu landi, bæði log ok áttvísi eða þýðingar helgar, eða svá þau in spakligu frœði, er Ari þórgilsson hefir á bœkr sett af skynsamligu viti …“ Þetta var á 12. öld. Málfræði, stafsetning, ritun, bókmenntir; við þurfum grunn til að byggja á, við þurfum að tala sama mál til að tjá okkur skiljanlega og skilja aðra. Ekkert segir að við þurfum að vera sérfræðingar á einu eða mörgum sviðum en því betri sem við erum, því betur sem við ræktum málið, því betur getum við notað málið og við uppskerum meira. Tilvitnunin hér að ofan sýnir líka augljóslega hversu mikið málið hefur breyst en ef ekki væri, meðal annars, fyrir málfræðinga eins og þann fyrsta þá gætum við sjálfsagt ekki skilið hana. Ef ekki væri fyrir grunn hefðum við ekkert að byggja breytingar á. Ef við gætum ekki að málinu glötum við því, við verðum eins og Norðmenn, getum ekki lengur lesið okkar eigin sögur. Ég ætla einnig að leyfa mér að vitna í Guðrúnu Kvaran (ferilskrá hennar er á http://www.lexis.hi.is/gkvaran/gkvaran.html). Hún segir: Virðing þjóðar fyrir tungumáli sínu og rækt hennar við málið skiptir sköpum í varðveislu málsins. Ef móðurmálið er notað á öllum sviðum daglegs lífs, það á bæði vandað rit- og talmál, stendur því engin hætta af utanaðkomandi málum þótt sterk séu. Um leið og gefið er eftir og talað um að ,,léttara“ sé að notast við erlenda tungu vegna samskipta við útlönd getur farið að hrikta í stoðunum. Mikilvægt er að halda þessu tvennu aðgreindu, móðurmálinu og hinu erlenda máli, vanda sig í notkun beggja málanna … (af http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=47397) Tvennu vil ég við þetta bæta. Annarsvegar, að um leið og gefið er eftir og talað um að „léttara“ sé að nota rangt mál getur farið að hrikta í stoðunum. Hinsvegar, að minna á að þó fyrrnefnt sé lúmsk hætta þá er mesta ógnin við íslenskuna nú sá skortur sem er á til dæmis; vélrænum þýðingum, talgervlum, talgreinum, leiðréttingarforritum, orðasöfnum – því sem lýtur að máltækni, notkun málsins í tölvu- og upplýsingatækni. Ef við förum að tala ensku við tölvuna, bílinn, heimilistækin, hraðbankann, símann; allt það sem tölvubúnaður stýrir, bresta einhverjar stoðir. Þá aftur að kjarna málsins. Ég lít ekki á nemendur sem fíla eða íslensku sem postulín. Ég hvet nemendur til að líta á málið eins og kubba, þeir geta tekið það sundur, staf fyrir staf, greinarmerki fyrir greinarmerki, orð fyrir orð, og sett saman aftur. En til þess þurfa þeir verkfæri, sem þeir fá með því að læra. Alveg eins og smiður þarf klaufhamar eða naglbít til að naglhreinsa timbur til að nota það aftur. Auðvitað er ýmislegt hægt að gera við timbur og annað byggingarefni án verkfæra. Íslenska býður upp á marga möguleika en ef þú hefur verkfærin og kannt að nota þau ... – þarf ég nokkuð að hamra á þessu frekar! Vík ég þá að einu sem hvorugur okkar hefur nefnt, þætti nemenda. Nemendur eru nefnilega misjafnir, og nú er ég ekki að tala um eins misjafnir og þeir eru margir heldur frekar misjafnir eins og hvernig maður lítur á hálft glas af vatni. Ef þú spyrð tvö börn sem eru að naglhreinsa timbur hvað þau eru að gera og annað segist vera að puða við að draga nagla úr timbri en hitt segist vera að byggja hús, þá veistu hvort viðhorfið leiðir, að öllu öðru jöfnu, til ánægjulegra og betra lífs. Ekki að ég ætli að halda því fram að það sé gaman að naglhreinsa eða að það sé alltaf gaman að stagla í námsbókunum því ánægjan liggur ekki alltaf í vinnunni heldur því sem hún skilar. Þangað þurfum við að horfa og horfa jákvæðum augum. Það þarf að hvetja nemendur þannig að þeir nýti sér það sem hér á landi eru sjálfsögð forréttindi, tækifærið til að mennta sig. Ekki að tala niður og gera lítið úr því starfi sem unnið er og ég vill snúa þér, Guðmundur, á jákvæðu hliðina, fá þig í lið með mér. Þér er hér með boðið í tíma til mín og nemenda minna, þar getur þú sagt þeim hvernig þú lifir á því að leika þér með orð, sagt þeim frá möguleikum íslenskunnar. Flestir nemenda myndu kunna að meta það, líklega þætti einhverjum það leiðinlegt eða óáhugavert, en slík heimsókn myndi samt sitja eftir í hugum allra. Og það er málið, það situr alltaf eitthvað eftir í nemendum – ekki að þeir geti nefnt öll óákveðnu fornöfnin, tilgreint allar tíðir sagna eða þulið upp allar stafsetningareglurnar – ekki get ég það, en jafnvel neikvæðasti nemandi, sá sem kemur út úr grunnskóla og segir allt ömurlegt, segist ekkert hafa lært nema að skólinn var óþolandi og niðurdrepandi, sá hefur, hvort sem hann gerir sér grein fyrir því eða ekki, hvort sem honum líkar betur eða verr, hefur lært minna en meira, en hefur lært. „Í skólakerfinu grúfa blessuð börnin sig yfir setningafræðina - taka flygilinn í sundur - og geta romsað upp úr sér óákveðnum fornöfnum - annar, fáeinir, enginn, neinn, / vömb, keppur, laki, vinstur - en þau læra ekki að tjá sig; tala, skrifa, skálda, bulla; móta hugsun í orð, nota þetta tungumál sem þau kunna.“ Í skólakerfinu læra börnin einmitt að tjá sig betur. Ég get ekki í stuttu máli gert fulla grein fyrir ferlinu en til að gefa þér hugmynd: Í ritun læra nemendur að setja upp texta og byggja upp frásögn og rökstyðja skoðanir. Þar horfi ég ekki til stafsetningar eða málfræði heldur þess að nemendur geti, eftir því sem við á, sagt sögu eða komist að niðurstöðum. Í báðum tilfellum eru þeir að skrifa, í öðru tilfellinu eru þeir að skálda, já, jafnvel bulla, í hinu að staðreyna, hugsa til að komast að niðurstöðu. Inn í það fléttast að ég kenni þeim hvaða „reglur“ gilda um ferskeytlur og limrur og sonnettur en líka óhefðbundin ljóð. Ég tengi þetta við bókmenntir þar sem krakkarnir skoða ólíkar tegundir texta og ólíkar leiðir til að skoða þá, ólíkar leiðir til að lesa, túlka, sem aftur kemur þeim til góða þegar þeir tjá sig í riti. Líka þegar þeir segja frá skoðunum sínum á þessum textum, því þeir standa upp og lesa hvað þeir hafa skrifað, svo spyr ég þá um greinargerðina, þannig að þeir þurfi að hugsa standandi, þurfi að tala og standa við orð sín. Stafsetningin, sem annars þvælist ekki svo mikið fyrir okkur, er engu að síður mjög mikilvæg (það er kannski enginn stórskaði en ég vil síður að nemendur skrifi: „Bófinn stoppaði ekki þó löggan skiti á hann“) og ég fer yfir reglurnar en set þær fram sem þumalputtareglur, sleppi heilmiklu en segi nemendum að læra það sem þeir geta nýtt sér. Segi þeim líka að um þá lang flesta gildir að þeir treysta á sjónminnið þannig að besta leiðin til að læra stafsetningu er að lesa góða texta (um leið auka þeir orðaforðann – alltaf að grípa blómin). Málfræði er síðan önnur leið til að auka orðaforðann, með henni læra nemendur að búa til ný orð, setja saman orð, gera sagnorð úr nafnorðum, nafnorð úr sagnorðum, lýsingarorð úr, ja, úr hverju sem er, hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Málfræðin hjálpar okkur ekki heldur bara með orð heldur líka setningar, málsgreinar, efnisgreinar; sem verða að ljóðum, skáldsögum, þakkarræðu á brúðkaupsdaginn, ávarpi forsætisráðherra, hvatningarræðunni í hálfleik í bikarúrslitaleiknum. „Það er eftirlátið Junior Chamber hreyfingunni að þjálfa ungt fólk í því að halda ræður, og virðist áskilið í þeirri þjálfun að hafa enga sannfæringu en þykjast hafa hana og eru gefin stig fyrir að baða út höndunum, hvessa augun, hækka og lækka róminn. Útkoman er gervimælska, ámóta spennandi og kjötlokur frá Borgarnesi. Fyrir vikið eru ræðustólar landsins þéttsetnir fólki sem baðar út höndunum og talar hálfkjökrandi um málefni sem því stendur í rauninni hjartanlega á sama um.“ Ég veit ekkert um kjötlokur frá Borgarnesi en ber mikla virðingu fyrir því góða starfi sem er unnið innan JC og félagar JC eru áreiðanlega fullfærir um að svara fyrir sig sjálfir. Ég vil bara taka fram að mínir nemendur fá tækifæri til að þjálfa sig í ræðuhöldum, að semja ræðu og flytja, hlusta á ræður og svara. Ekki frekar en í JC með því að baða út höndum hvessa augun eða slíku heldur með því að nota það sem þeir hafa lært. „Vandað málfar vitnar um vandaða hugsun; vont málfar sýnir vonda hugsun.“ Vá! Veistu sjálfur hvað þú meinar með þessu eða hvað þú segir með þessu? Ég er ekki viss um að ég skilji þetta. Mér sýnist þó að þetta sé í algjörri andstöðu við annað sem þú er að halda fram í grein þinni – eða (framhald á eftir). Þú vilt meina að það að fá nemendur og fjölmiðlafólk til að vanda mál sitt fylli það málótta þannig að möguleikar málsins nýtast best ef hver og ein talar og skrifar eins og hún vill, vont málfar er semsagt betra. (Framhald af eða) ertu að segja að málið verði bara af sjálfu sér vandað ef engin skiptir sér af því? Eða ertu að segja að við eigum bara að láta þetta ráðast, fólk með vandaða hugsun noti málið hvort sem er rétt og við eigum bara að láta þá með vonda hugsun nota vont málfar! Er Hitler þá dæmi um einstakling með vandaða hugsun, eða Wilde, eða Machiavelli? Ég kem þessu allavega ekki heim og saman. Ég get heldur ekki tengt saman málfar og hugsun eins og þú gerir. „Eitt einkenni góðærisins var mikil löngun til að tala ensku öllum stundum, kannski af því að íslenskan er svo gagnsæ að allt skilst sem maður segir. Hefði hrunið ekki komið er eins víst að útrásarvíkingarnir (sem nú bíða í ofvæni eftir kosningaúrslitum) hefðu haft sitt fram, búnir að taka skortstöðu á íslenskuna og enska orðið opinbert tungumál hér á landi. Og kannski er erfitt að rökstyðja hvers vegna við eigum að tala þetta skrýtna mál, sem enginn kann víst almennilega, nema nokkrir sérlundaðir prófarkalesarar - og það að málið sé skemmtilegt og dásamlegt og orða frjósöm móðir nær kannski skammt. En við hérna erum eina fólkið í heiminum sem talar þetta mál. Okkur er trúað fyrir því. Hættum við að tala íslensku deyr hún og veröldin verður einum hugsunarhættinum fátækari: enginn sem skilur Njálu, Laxness og Þórberg og ljóðin öll og allt hitt sem heilan heim margbrotinna og fínlega samofinna hugmynda þarf til að skynja að fullu: heilt tungumál. En við verðum líka að muna að íslenska er handa okkur; til þess að nota hana þurfum við ekki að þylja upp þessi fornöfn sem aldrei geta ákveðið sig. Hún er okkar mál. Íslenska er ekki útlenska. Hún er innlenska.“ Útrásarvíkingarnir, einsog JC, verða að svara fyrir sig sjálfir. Sú jákvæða hlið á hruninu sem þú dregur fram er athyglisverð en ég ætla samt ekki að veita henni meiri athygli hér. Svo sýnist mér þú aftur rekast á sjálfan þig eða falla í þá gryfju sem þú grefur. Þér ætti nú að vera ljóst eftir það sem fram er komið að hvorki ég né aðrir kennarar sem ég þekki kennum nemendum að þylja upp fornöfn og atviksorð, eða kennum þeim orð eins og vömb, laki og vinstur eða hugtök eins og kenniliður og sagnliður til þess að drepa niður hjá þeim áhugann til að nota íslensku – til þess að rífa niður málið. Þvert á móti, við kennum til að nemendur geti nýtt möguleika málsins, geti óhræddir lesið, hlustað, talað og skrifað. Þetta gerum við í skólunum. Þetta þarf líka að gera utan skólanna. Eiður Svanberg Guðnason er gott dæmi um hvernig aðhald fjölmiðlar þurfa. Vonandi er ekki of seint að bregðast við varðandi tölvutæknina. „App“ virðist til dæmis vera að festast í málinu frekar en „not“ („nyt“ – notendaforrit, mætti þá stafsetja „nit“ þegar þau eru eða þeim fylgja vírusar). Gætum að þýðingum. Fylgjumst með málnotkun. Þannig höldum við íslenskunni ferskri og lifandi. Eigi að líkja kennslu í grunnskólum við kennslu verðandi píanóleikara þá er hún eins og þegar nemanum er kennd tónfræði og svo tónlistarfræði svo hann geti, bæði í nótum og hinu stærra samhengi, lesið og af innlifun og með eigin tilfinningum leikið og túlkað hvert verk sem hann spilar. Við ykkur sem hafið lesið þetta langt, já, nú er ég aftur að tala við alla lesendur ekki bara þig Guðmundur, þið hafið vonandi tekið eftir vill-um í textanum og óvenjulegu orðbragði, allt of löngum málsgreinum og í einu tilfelli of langri efnisgrein og hvernig ég nota samtengingar og fleiru sem ég nota til að „krydda“ mál mitt. Tekið eftir stílbrögðum og stílbrigðum. Ef ekki þá er það líka í lagi. Guðmundur, ég vona að ég hafi ekki verið of harður við þig þó mér finnist þú vaða krap í grein þinni, hún var kornið sem fyllti mælinn, hratt mér útí þessi skrif. Ég er, skal ég segja þér, ekki síður að tala við allar þær, alla þá, sem stigið hafa og ætla sér að stíga fram á ritvöllinn og gagnrýna kennslu og kennsluhætti vitandi lítið sem ekkert um hvað þau eru að tala. Ekki þykist ég vita hvernig á að fljúga flugvél þó ég hafi verið farþegi í slíkri og börnin mín og fullt af fólki sem ég þekki. Ég bið um að hver sem ætlar sér að fjalla um kennslu geri það á gagnrýninn hátt og forðist alhæfingar, órökstuddar fullyrðingar og skoðanir, fordóma og sleggjudóma. Vissulega er nauðsynlegt að leitast við að bæta kennsluhætti og almennt alla þætti skólastarfs og ætti að vera vilji allra, kennara, nemenda og annarra, að gera það. Ein góð leið sem ég get bent á til að bæta skólastarf er að nýta ekki 4 heldur 40 krónur af skatti hvers meðallaunamanns á dag fyrir skólana. Þakka lesturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 4. mars 2013 birtist grein eftir Guðmund Andra Thorsson sem hann nefnir Er íslenska útlenska? og fjallar um skoðanir hans á málnotkun og kennsluaðferðum. Ég veit ekki hvaðan Guðmundur hefur hugmyndir sínar um kennara og kennsluaðferðir, hvort þær byggja á hans eigin reynslu og, eða, annarra, en það sem hann segir á ekki við mig eða þá kennara sem ég þekki. Ég vil hér svara því sem Guðmundur (innan gæsalappa) segir: „Þegar einblínt er á að kenna málið út frá villunum en ekki möguleikunum sem í því felast gleymist að krakkarnir kunna málið þegar þeir koma í skólann.“ Ég kenni íslensku eins og aðalnámskrá og skólanámskrá gera ráð fyrir, miðað við það sem í lögum, reglugerðum og fræðibókum er talið rétt mál og bendi nemendum á að því betri tökum sem þeir nái á málinu því betur geti þeir nýtt sér möguleikana sem í því felast – svo ég grípi til líkingar við málaralistina; lang flestir geta slett málningu á striga, lang flestir geta opnað munninn og talað, en því meira sem nemendur læra því fleiri möguleika finna þeir í málinu, til að tala, hlusta, skrifa; til að tjá sig, til að leika sér með málið. Sá sem kann málið, reglur málsins, hefur getu, möguleika, frelsi til að leika sér með málið. Hvaða bullukollur sem er getur bullað – nær allir geta bullað, en það er ekki það sama. Ég ræði við nemendur um að málið breytist og að þeir taki þátt í að móta málið. Að fræðimenn og aðrir menn deili um hvað sé rétt og hvað sé rangt og að málið sé lifandi og í hugum okkar og okkar að ná valdi á því. Þá skiptir máli að hafa í huga að þó einhverjir noti málið rangt gerir það ranga notkun ekki rétta. Einu skiptin sem ég horfi á málið útfrá villum er til að sjá hvernig hægt er að læra af þeim, draga úr líkum á að gera þær. Ég minni nemendur reglulega á að þeir kunna íslensku, þeir noti hana á hverjum degi, að þegar þeir læri, til dæmis málfræði, séu þeir, meðal annars, að hugsa um hvernig þeir nota málið, hvers vegna þeir tala og skrifa eins og þeir gera, að málfræðin sé tæki til að ná betri tökum á málinu, og ekki síst, tæki til að nýta möguleika þess. „Stundum hefur hvarflað að manni að markmið íslenskukennslu í skólum sé að sýna börnum fram á að íslenska sé útlenska. Og ekki bara útlenska heldur ákaflega erfið útlenska sem þau muni aldrei ná tökum á. Er þetta atviksorð? Er þetta óákveðið fornafn (hvur fjárinn sem það nú annars er)? Kenniliður? Sagnliður? Veistu þetta ekki? Þá kanntu ekki íslensku. Íslenska er nefnilega útlenska.“ Guðmundur, íslenska er útlenska, spyrðu bara alla aðra en Íslendinga. Og hvernig lærir maður útlensku? Jú, með því að lesa, tala, hlusta og skrifa, læra framburð, málfræði og stafsetningu. Ég segi nemendum að auðvitað séu þeir ekki alltaf að hugsa „nú ætla ég að nota nafnorð, nú þarf ég fornafn …“, ekki frekar en smiður sem sem rekur inn nagla hugsi „nú nota ég hamar, nú nota ég hamar, nú nota ég hamar …“. En því dýpra sem þeir kafa í málið, því hærra geta þeir flogið í notkun þess og geta talað og skrifað rétt án þess að hugsa um það. „Stundum hittir maður fólk með ómælda frásagnargáfu sem getur haldið áheyrendum föngnum með snilldarlega uppbyggðum sögum en þegar maður spyr hvort þetta fólk hafi ekki löngun til skrifta er eins og tenginguna vanti milli munnlegrar málnotkunar og skriflegrar; það segist ekki kunna neitt; kannski af því að það man ekki hvenær maður skrifar „geysa“ og hvenær „geisa“. Þessu fólki hefur verið talin trú um að íslenska sé útlenska. Erfitt mál sem það muni aldrei geta lært. Og það fyllist málótta.“ Guðmundur, heldur þú í alvöru að það stoppi einhverja sem langar til að skrifa að hún kunni ekki stafsetningu! Þú veist jafn vel og ég að sögur eru lesnar og prófarkalesnar áður en þær eru gefnar út, af fólki sem einmitt er fært í íslensku. Hefur þú aldrei farið á Netið og séð alla vitleysuna sem fólk lætur vaða þar? Ég get ekki séð að það stoppi þá sem vilja segja sögu, hvort sem þeir hafa gáfu til þess eða ekki, eða þá sem vilja tjá sig í riti. Enda segir það sig sjálft að fólk sem getur haldið áheyrendum föngnum með snilldarlega uppbyggðum sögum er ekki haldið málótta. „Aðrir fyllast málþótta. Til er fólk sem amast við málfari samborgara sinna, ekki síst þeirra sem hafa atvinnu af því að nota tungumálið - tala í útvarp eða skrifa í blöð. Til dæmis les maður iðulega aðfinnslur um þau Andra Frey og Gunnu Dís sem eru á morgnana á Rás tvö, fólk sem er einmitt sérstaklega gaman að hlusta á af því að þau eiga svo auðvelt með að tjá sig, hafa skemmtilegt tungutak með sterku svipmóti.“ Því miður er til fólk sem tuðar til að tuða og að tuða yfir slíku fólki er fásinna og enn meiri að setja réttmætar gagnrýnisraddir í hóp með því. Að sjálfsögðu ber þeim sem hafa vit til skylda til að koma með ábendingar um hvað má betur fara þegar kemur að meðferð íslenskunnar, sér í lagi á miðlum sem hægt er að gera þær kröfur til að fari vel með málið og möguleikar þess notaðir en ekki misnotaðir. Alveg eins og maður segir ökumanni að spenna beltið og reiðhjólamanni að nota hjálm. Að sjálfsögðu verður það líka að vera innan skynsamlegra marka. Annað væri eins og að ætla að leiðrétta stafsetninguna í verkum Halldórs Laxness. „Þessi málgæslustörf eru af góðum hug sprottin - umhyggju fyrir varnarlausum menningarverðmætum í spilltum heimi. En hún er seig sú gamla og ekki víst að hún þurfi á slíkri umhyggju að halda. Við erum ekki stödd á safni þar sem einungis má fara hljóðlega um sali og skoða viðkvæmu orðin, sem hreinsuð eru reglulega af fólki með hvíta hanska. Íslenskan brotnar ekki þó að einhver segi „Ég vill“. Hún er heldur ekki latína, endanlegt, lokað mengi. Hún er ekki viðkvæmt blóm að berjast fyrir lífi sínu í menningarnæðingnum: hún er einmitt eins og íslenskur heiðagróður: kraftmikil og ódrepandi. Hún er ekki hrum og veikbyggð heldur sterk og frjósöm. Hún er „orða frjósöm móðir“ eins og Bólu-Hjálmar kvað.“ Þú vitnar í Bólu-Hjálmar, ég ætla að leyfa mér að vitna (tekið af http://etext.old.no/gramm) í fyrstu málfræðiritgerðina sem, eins og segir í henni, var rituð „til þess at hœgra verði at ríta ok lesa, sem nú tíðisk ok á þessu landi, bæði log ok áttvísi eða þýðingar helgar, eða svá þau in spakligu frœði, er Ari þórgilsson hefir á bœkr sett af skynsamligu viti …“ Þetta var á 12. öld. Málfræði, stafsetning, ritun, bókmenntir; við þurfum grunn til að byggja á, við þurfum að tala sama mál til að tjá okkur skiljanlega og skilja aðra. Ekkert segir að við þurfum að vera sérfræðingar á einu eða mörgum sviðum en því betri sem við erum, því betur sem við ræktum málið, því betur getum við notað málið og við uppskerum meira. Tilvitnunin hér að ofan sýnir líka augljóslega hversu mikið málið hefur breyst en ef ekki væri, meðal annars, fyrir málfræðinga eins og þann fyrsta þá gætum við sjálfsagt ekki skilið hana. Ef ekki væri fyrir grunn hefðum við ekkert að byggja breytingar á. Ef við gætum ekki að málinu glötum við því, við verðum eins og Norðmenn, getum ekki lengur lesið okkar eigin sögur. Ég ætla einnig að leyfa mér að vitna í Guðrúnu Kvaran (ferilskrá hennar er á http://www.lexis.hi.is/gkvaran/gkvaran.html). Hún segir: Virðing þjóðar fyrir tungumáli sínu og rækt hennar við málið skiptir sköpum í varðveislu málsins. Ef móðurmálið er notað á öllum sviðum daglegs lífs, það á bæði vandað rit- og talmál, stendur því engin hætta af utanaðkomandi málum þótt sterk séu. Um leið og gefið er eftir og talað um að ,,léttara“ sé að notast við erlenda tungu vegna samskipta við útlönd getur farið að hrikta í stoðunum. Mikilvægt er að halda þessu tvennu aðgreindu, móðurmálinu og hinu erlenda máli, vanda sig í notkun beggja málanna … (af http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=47397) Tvennu vil ég við þetta bæta. Annarsvegar, að um leið og gefið er eftir og talað um að „léttara“ sé að nota rangt mál getur farið að hrikta í stoðunum. Hinsvegar, að minna á að þó fyrrnefnt sé lúmsk hætta þá er mesta ógnin við íslenskuna nú sá skortur sem er á til dæmis; vélrænum þýðingum, talgervlum, talgreinum, leiðréttingarforritum, orðasöfnum – því sem lýtur að máltækni, notkun málsins í tölvu- og upplýsingatækni. Ef við förum að tala ensku við tölvuna, bílinn, heimilistækin, hraðbankann, símann; allt það sem tölvubúnaður stýrir, bresta einhverjar stoðir. Þá aftur að kjarna málsins. Ég lít ekki á nemendur sem fíla eða íslensku sem postulín. Ég hvet nemendur til að líta á málið eins og kubba, þeir geta tekið það sundur, staf fyrir staf, greinarmerki fyrir greinarmerki, orð fyrir orð, og sett saman aftur. En til þess þurfa þeir verkfæri, sem þeir fá með því að læra. Alveg eins og smiður þarf klaufhamar eða naglbít til að naglhreinsa timbur til að nota það aftur. Auðvitað er ýmislegt hægt að gera við timbur og annað byggingarefni án verkfæra. Íslenska býður upp á marga möguleika en ef þú hefur verkfærin og kannt að nota þau ... – þarf ég nokkuð að hamra á þessu frekar! Vík ég þá að einu sem hvorugur okkar hefur nefnt, þætti nemenda. Nemendur eru nefnilega misjafnir, og nú er ég ekki að tala um eins misjafnir og þeir eru margir heldur frekar misjafnir eins og hvernig maður lítur á hálft glas af vatni. Ef þú spyrð tvö börn sem eru að naglhreinsa timbur hvað þau eru að gera og annað segist vera að puða við að draga nagla úr timbri en hitt segist vera að byggja hús, þá veistu hvort viðhorfið leiðir, að öllu öðru jöfnu, til ánægjulegra og betra lífs. Ekki að ég ætli að halda því fram að það sé gaman að naglhreinsa eða að það sé alltaf gaman að stagla í námsbókunum því ánægjan liggur ekki alltaf í vinnunni heldur því sem hún skilar. Þangað þurfum við að horfa og horfa jákvæðum augum. Það þarf að hvetja nemendur þannig að þeir nýti sér það sem hér á landi eru sjálfsögð forréttindi, tækifærið til að mennta sig. Ekki að tala niður og gera lítið úr því starfi sem unnið er og ég vill snúa þér, Guðmundur, á jákvæðu hliðina, fá þig í lið með mér. Þér er hér með boðið í tíma til mín og nemenda minna, þar getur þú sagt þeim hvernig þú lifir á því að leika þér með orð, sagt þeim frá möguleikum íslenskunnar. Flestir nemenda myndu kunna að meta það, líklega þætti einhverjum það leiðinlegt eða óáhugavert, en slík heimsókn myndi samt sitja eftir í hugum allra. Og það er málið, það situr alltaf eitthvað eftir í nemendum – ekki að þeir geti nefnt öll óákveðnu fornöfnin, tilgreint allar tíðir sagna eða þulið upp allar stafsetningareglurnar – ekki get ég það, en jafnvel neikvæðasti nemandi, sá sem kemur út úr grunnskóla og segir allt ömurlegt, segist ekkert hafa lært nema að skólinn var óþolandi og niðurdrepandi, sá hefur, hvort sem hann gerir sér grein fyrir því eða ekki, hvort sem honum líkar betur eða verr, hefur lært minna en meira, en hefur lært. „Í skólakerfinu grúfa blessuð börnin sig yfir setningafræðina - taka flygilinn í sundur - og geta romsað upp úr sér óákveðnum fornöfnum - annar, fáeinir, enginn, neinn, / vömb, keppur, laki, vinstur - en þau læra ekki að tjá sig; tala, skrifa, skálda, bulla; móta hugsun í orð, nota þetta tungumál sem þau kunna.“ Í skólakerfinu læra börnin einmitt að tjá sig betur. Ég get ekki í stuttu máli gert fulla grein fyrir ferlinu en til að gefa þér hugmynd: Í ritun læra nemendur að setja upp texta og byggja upp frásögn og rökstyðja skoðanir. Þar horfi ég ekki til stafsetningar eða málfræði heldur þess að nemendur geti, eftir því sem við á, sagt sögu eða komist að niðurstöðum. Í báðum tilfellum eru þeir að skrifa, í öðru tilfellinu eru þeir að skálda, já, jafnvel bulla, í hinu að staðreyna, hugsa til að komast að niðurstöðu. Inn í það fléttast að ég kenni þeim hvaða „reglur“ gilda um ferskeytlur og limrur og sonnettur en líka óhefðbundin ljóð. Ég tengi þetta við bókmenntir þar sem krakkarnir skoða ólíkar tegundir texta og ólíkar leiðir til að skoða þá, ólíkar leiðir til að lesa, túlka, sem aftur kemur þeim til góða þegar þeir tjá sig í riti. Líka þegar þeir segja frá skoðunum sínum á þessum textum, því þeir standa upp og lesa hvað þeir hafa skrifað, svo spyr ég þá um greinargerðina, þannig að þeir þurfi að hugsa standandi, þurfi að tala og standa við orð sín. Stafsetningin, sem annars þvælist ekki svo mikið fyrir okkur, er engu að síður mjög mikilvæg (það er kannski enginn stórskaði en ég vil síður að nemendur skrifi: „Bófinn stoppaði ekki þó löggan skiti á hann“) og ég fer yfir reglurnar en set þær fram sem þumalputtareglur, sleppi heilmiklu en segi nemendum að læra það sem þeir geta nýtt sér. Segi þeim líka að um þá lang flesta gildir að þeir treysta á sjónminnið þannig að besta leiðin til að læra stafsetningu er að lesa góða texta (um leið auka þeir orðaforðann – alltaf að grípa blómin). Málfræði er síðan önnur leið til að auka orðaforðann, með henni læra nemendur að búa til ný orð, setja saman orð, gera sagnorð úr nafnorðum, nafnorð úr sagnorðum, lýsingarorð úr, ja, úr hverju sem er, hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Málfræðin hjálpar okkur ekki heldur bara með orð heldur líka setningar, málsgreinar, efnisgreinar; sem verða að ljóðum, skáldsögum, þakkarræðu á brúðkaupsdaginn, ávarpi forsætisráðherra, hvatningarræðunni í hálfleik í bikarúrslitaleiknum. „Það er eftirlátið Junior Chamber hreyfingunni að þjálfa ungt fólk í því að halda ræður, og virðist áskilið í þeirri þjálfun að hafa enga sannfæringu en þykjast hafa hana og eru gefin stig fyrir að baða út höndunum, hvessa augun, hækka og lækka róminn. Útkoman er gervimælska, ámóta spennandi og kjötlokur frá Borgarnesi. Fyrir vikið eru ræðustólar landsins þéttsetnir fólki sem baðar út höndunum og talar hálfkjökrandi um málefni sem því stendur í rauninni hjartanlega á sama um.“ Ég veit ekkert um kjötlokur frá Borgarnesi en ber mikla virðingu fyrir því góða starfi sem er unnið innan JC og félagar JC eru áreiðanlega fullfærir um að svara fyrir sig sjálfir. Ég vil bara taka fram að mínir nemendur fá tækifæri til að þjálfa sig í ræðuhöldum, að semja ræðu og flytja, hlusta á ræður og svara. Ekki frekar en í JC með því að baða út höndum hvessa augun eða slíku heldur með því að nota það sem þeir hafa lært. „Vandað málfar vitnar um vandaða hugsun; vont málfar sýnir vonda hugsun.“ Vá! Veistu sjálfur hvað þú meinar með þessu eða hvað þú segir með þessu? Ég er ekki viss um að ég skilji þetta. Mér sýnist þó að þetta sé í algjörri andstöðu við annað sem þú er að halda fram í grein þinni – eða (framhald á eftir). Þú vilt meina að það að fá nemendur og fjölmiðlafólk til að vanda mál sitt fylli það málótta þannig að möguleikar málsins nýtast best ef hver og ein talar og skrifar eins og hún vill, vont málfar er semsagt betra. (Framhald af eða) ertu að segja að málið verði bara af sjálfu sér vandað ef engin skiptir sér af því? Eða ertu að segja að við eigum bara að láta þetta ráðast, fólk með vandaða hugsun noti málið hvort sem er rétt og við eigum bara að láta þá með vonda hugsun nota vont málfar! Er Hitler þá dæmi um einstakling með vandaða hugsun, eða Wilde, eða Machiavelli? Ég kem þessu allavega ekki heim og saman. Ég get heldur ekki tengt saman málfar og hugsun eins og þú gerir. „Eitt einkenni góðærisins var mikil löngun til að tala ensku öllum stundum, kannski af því að íslenskan er svo gagnsæ að allt skilst sem maður segir. Hefði hrunið ekki komið er eins víst að útrásarvíkingarnir (sem nú bíða í ofvæni eftir kosningaúrslitum) hefðu haft sitt fram, búnir að taka skortstöðu á íslenskuna og enska orðið opinbert tungumál hér á landi. Og kannski er erfitt að rökstyðja hvers vegna við eigum að tala þetta skrýtna mál, sem enginn kann víst almennilega, nema nokkrir sérlundaðir prófarkalesarar - og það að málið sé skemmtilegt og dásamlegt og orða frjósöm móðir nær kannski skammt. En við hérna erum eina fólkið í heiminum sem talar þetta mál. Okkur er trúað fyrir því. Hættum við að tala íslensku deyr hún og veröldin verður einum hugsunarhættinum fátækari: enginn sem skilur Njálu, Laxness og Þórberg og ljóðin öll og allt hitt sem heilan heim margbrotinna og fínlega samofinna hugmynda þarf til að skynja að fullu: heilt tungumál. En við verðum líka að muna að íslenska er handa okkur; til þess að nota hana þurfum við ekki að þylja upp þessi fornöfn sem aldrei geta ákveðið sig. Hún er okkar mál. Íslenska er ekki útlenska. Hún er innlenska.“ Útrásarvíkingarnir, einsog JC, verða að svara fyrir sig sjálfir. Sú jákvæða hlið á hruninu sem þú dregur fram er athyglisverð en ég ætla samt ekki að veita henni meiri athygli hér. Svo sýnist mér þú aftur rekast á sjálfan þig eða falla í þá gryfju sem þú grefur. Þér ætti nú að vera ljóst eftir það sem fram er komið að hvorki ég né aðrir kennarar sem ég þekki kennum nemendum að þylja upp fornöfn og atviksorð, eða kennum þeim orð eins og vömb, laki og vinstur eða hugtök eins og kenniliður og sagnliður til þess að drepa niður hjá þeim áhugann til að nota íslensku – til þess að rífa niður málið. Þvert á móti, við kennum til að nemendur geti nýtt möguleika málsins, geti óhræddir lesið, hlustað, talað og skrifað. Þetta gerum við í skólunum. Þetta þarf líka að gera utan skólanna. Eiður Svanberg Guðnason er gott dæmi um hvernig aðhald fjölmiðlar þurfa. Vonandi er ekki of seint að bregðast við varðandi tölvutæknina. „App“ virðist til dæmis vera að festast í málinu frekar en „not“ („nyt“ – notendaforrit, mætti þá stafsetja „nit“ þegar þau eru eða þeim fylgja vírusar). Gætum að þýðingum. Fylgjumst með málnotkun. Þannig höldum við íslenskunni ferskri og lifandi. Eigi að líkja kennslu í grunnskólum við kennslu verðandi píanóleikara þá er hún eins og þegar nemanum er kennd tónfræði og svo tónlistarfræði svo hann geti, bæði í nótum og hinu stærra samhengi, lesið og af innlifun og með eigin tilfinningum leikið og túlkað hvert verk sem hann spilar. Við ykkur sem hafið lesið þetta langt, já, nú er ég aftur að tala við alla lesendur ekki bara þig Guðmundur, þið hafið vonandi tekið eftir vill-um í textanum og óvenjulegu orðbragði, allt of löngum málsgreinum og í einu tilfelli of langri efnisgrein og hvernig ég nota samtengingar og fleiru sem ég nota til að „krydda“ mál mitt. Tekið eftir stílbrögðum og stílbrigðum. Ef ekki þá er það líka í lagi. Guðmundur, ég vona að ég hafi ekki verið of harður við þig þó mér finnist þú vaða krap í grein þinni, hún var kornið sem fyllti mælinn, hratt mér útí þessi skrif. Ég er, skal ég segja þér, ekki síður að tala við allar þær, alla þá, sem stigið hafa og ætla sér að stíga fram á ritvöllinn og gagnrýna kennslu og kennsluhætti vitandi lítið sem ekkert um hvað þau eru að tala. Ekki þykist ég vita hvernig á að fljúga flugvél þó ég hafi verið farþegi í slíkri og börnin mín og fullt af fólki sem ég þekki. Ég bið um að hver sem ætlar sér að fjalla um kennslu geri það á gagnrýninn hátt og forðist alhæfingar, órökstuddar fullyrðingar og skoðanir, fordóma og sleggjudóma. Vissulega er nauðsynlegt að leitast við að bæta kennsluhætti og almennt alla þætti skólastarfs og ætti að vera vilji allra, kennara, nemenda og annarra, að gera það. Ein góð leið sem ég get bent á til að bæta skólastarf er að nýta ekki 4 heldur 40 krónur af skatti hvers meðallaunamanns á dag fyrir skólana. Þakka lesturinn.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun